Morgunblaðið - 26.11.2011, Page 11

Morgunblaðið - 26.11.2011, Page 11
Morgunblaðið/Sigurgeir S. Teymi Helga G. Friðriks og Guðbjörg Kristbjörg Ingvarsdóttir ásamt Söru Godec, alþjóðafulltrúa fyrirtækisins. barnæsku sína þegar mamma hans var alltaf að búa til brómberjasultu. Slík saga er á bak við hvern ilm frá L’Artisan Parfumeur,“ segir Helga G. Friðriks, verkefna- og markaðs- stjóri hjá Aurum. Þá segir Helga að forsvarsmenn fyrirtækisins þori að taka mikla áhættu með lykt og blanda saman hlutum sem engum hafi dottið í hug að gera áður. Í fyrsta brómberjailm- vatninu var til að mynda muskilmi blandað saman við sem var nýstár- legt og þótti nokkuð djarft. „Í fyrstu finnst mögum und- arlegt að eiga að lykta af leðri og við þegar fólk er frekar vant blóma- blöndum. En slíkt er líka í boði þó að um leið sé farið út fyrir rammann,“ segir Helga. Henta báðum kynjum Þær Helga og Guðbjörg Krist- björg Ingvarsdóttir, hönnuður og stofnandi Aurum, segja sérstakt að hægt sé að finna fyrir ákveðinni stemningu um leið og maður dragi að sér ilm. Alþjóðafulltrúi fyrirtækisins Sara Godec hefur verið hér á landi síðustu daga og kynnt sögurnar á bak við hvern ilm fyrir starfsfólki verslunarinnar. „Það eru mjög skemmtilegar sögur af því hvernig nefin þefa sig í gegnum lönd til að finna einkennandi lykt þess og fara síðan heim og búa til ilmvatn,“ segir Guðbjörg. Valdar voru um 20 tegundir ilms og segja þær Helga og Guðbjörg að valið hafi verið erfitt en þær hafi far- ið bæði eftir leiðbeinginum Söndru svo og því sem þær þekktu til. Þá reyndu þær að velja klassískan ilm í bland við óhefðbundinn en öll ilm- vötnin eru þannig gerð að þau geti hentað fyrir bæði kynin. Þróunin mikilvægust Nokkur aðdragandi hefur verið að því að fá leyfi fyrir því að selja vörur L’Artisan Parfumeur enda ótal reglur ríkjandi um slíkt. Helga segir Íslendinga vera vana því að allt ger- ist hratt en þær hafi vitað nákvæm- lega að þetta væri það sem þær vildu og þær hafi því sýnt þolinmæði. Merkið er útbreitt í Frakklandi en Helga segir ástæðuna fyrir því að vörurnar finnist ekki í hverri einustu stórborg vera þá að áhersla sé lögð á þróun í lykt. Ilmvatnsgerðarmönn- unum sé gefinn tími til að njóta sín og markaðssetningin verði því ekki aðalatriðið. „Þetta spyrst líka út og gengur jafnvel mann fram af manni. Ömm- urnar nota ilmvötnin, mömmurnar og dæturnar. Þeir sem hafa einu sinni prófað segja að ekkert annað sé inni í myndinni ef þú byrjar að nota þessi ilmvötn,“ segir Guðbjörg.Fögnuður Gestir skoðuðu sig um í versluninni og kíktu á nýju vörurnar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Guðbjörg Ingvarsdóttir, stofn- andi Aurum, hefur nú hannað tvær nýjar skartgripalínur sem kallast Dröfn og Dís. Hug- myndin að Dröfn kemur frá ís- lenskum kóral en Dís segir Guðbjörg vera meira eins og drekaflugu svífandi í silfrinu. Aurum skartgripirnir hafa hingað til verið úr silfri en í nýju línunum prófar Guðbjörg sig áfram með kopar og brons. Þetta gefur bæði nýja áferð og lit í skartgripina. Bæði í Dís og Dröfn eru til hálsmen, arm- bönd og hringar. Guðbjörg seg- ir hugmyndina að Dröfn hafa verið lengi í þróun og þeir skartgripir séu ólíkir því sem hún hafi áður gert. Dís sé öllu kunnulegri. NÝ SKARTGRIPALÍNA Dís og Dröfn slást í hópinn A U G LÝ SI N G A ST O FA N D A G SV ER K /1 11 1 Velkomin í Litlatún í Garðabæ - verslunarkjarni í alfaraleið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.