Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 40
40 MESSURfyrsta sunnudag í aðventu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Reykjavík | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíufræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á bibl- íufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Manfred Lemke prédikar. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 12. Eric Guðmundsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 í Reykjanesbæ hefst með biblíu- fræðslu. Guðsþjónusta kl. 12. Einar Valgeir Arason prédikar. Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Sam- koma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11. Þóra Jónsdóttir prédikar. AÐVENTSÖFNUÐURINN Hafn- arfirði | Samkoma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjölskyldu- samkomu kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, ung- linga og fullorðna kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Samfélag aðventista á Akureyri | Samkoma í Gamla Lundi í dag, laug- ardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir alla. Guðsþjónusta kl. 12. AKUREYRARKIRKJA | Aðventuhátíð kl. 11. Prestur er sr. Hildur Eir Bolla- dóttir, Kammerkórinn Ísold syngur, stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hafa Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Kirkjudagur Ár- bæjarsafnaðar. Sunnudagaskóli kl. 11. Tendrað á aðventukerti. Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jón Helgi Þór- arinsson þjónar fyrir altari og sr. Þór Hauksson prédikar. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Krisztine Kalló Szklenár. Guðmundur Haf- steinsson leikur á trompet og Einar Clausen syngur einsöng. Á eftir er kaffihlaðborð kvenfélags Árbæjarsafn- aðar og líknarsjóðshappdrætti til styrktar bágstöddum í söfnuðinum. ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kveikt á aðventukerti. Barnakór Laugarnesskóla kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Huldu Guðrúnar Geirsdóttur. Fermingarbörn lesa ritn- ingarlestra og leika brúðuleikrit. Guðs- þjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá sr. Sigurðar Jónssonar sóknarprests. Organisti Magnús Ragn- arsson, forsöngvari er Þórunn Elín Pét- ursdóttir. Sjá askirkja.is. ÁSTJARNARKIRKJA | Aðventustund kl. 20. Kór Ástjarnarkirkju syngur að- ventu- og jólalög við undirleik Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Hannes Valsson spilar á úkúlele og Jón Sig- urðsson leikur á gítar. Áslaug Fjóla Magnúsdóttir syngur einsöng. Bryndís Svavarsdóttir hlaupadrottning flytur að- ventuhugleiðingu. Sr. Kjartan Jónsson leiðir stundina. Kakó, piparkökur og mandarínur á eftir. ÁSTJARNARSÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11. Sett upp kaffihús í safn- aðarsalnum og boðið upp á góðgæti. BAKKAGERÐISKIRKJA | Aðventu- kvöld kl. 20. BESSASTAÐAKIRKJA | Aðventuhá- tíð kl. 17. Flutt verður aðventu- og jóla- tónlist. Meðal flytjenda eru: Sönglist Álftanesskóla og Álftaneskórinn ásamt Bjarti Loga Guðnasyni organista. Gréta Konráðsdóttir djákni leiða stundina. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Umsjón hafa Auður, Heiða Lind og Finnur Sig- urjón ásamt yngri leiðtogum. BORGARPRESTAKALL | Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Kór eldri borg- ara syngur. Messa í Borgarkirkju kl. 14. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjal- arnesi | Fjölskyldumessa kl. 11. Árni Svanur og Rannveig Iðunn þjóna. Páll Helgason organisti og gítarsveit Braut- arholtskirkju leiða söng og tónlist. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Prestur er sr. Bryndís Malla Elídóttir. Börn úr barna- starfinu syngja og setja upp Betlehem- fjárhúsið. Kaffi og piparkökur á eftir. Aðventusamkoma kl. 20. Ræðumaður er Jónas Þórisson, fermingarbörn flytja helgileik. Kór Breiðholtskirkju syngur, Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng og einnig syngur stúlknatríói kirkj- unnar. Organisti er Örn Magnússon. Á eftir er súkkulaði og smákökur. BÚSTAÐAKIRKJA | Afmælismessa kl. 11. Kristján Valur Ingólfsson vígslu- biskup prédikar. Kór Bústaðakirkju og Jónas Þórir, trompet Gunnar Kristinn Óskarsson. Einsöngvari er Svanur Val- geirsson. Boðið í vöfflukaffi á eftir. Að- ventuhátíð kl. 20. Ræðumaður er Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri og allir kórar kirkjunnar koma fram, helgileikur barnakóra. Ljósin tendruð. Stjórnandi tónlistar Jónas Þórir og stjórn yngri kóra Svava Ingólfsdóttir. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson, org- anisti er Zbigniew Zuchowicz og kór Digraneskirkju A-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu. Aðventutónleikar kórs Digraneskirkju kl. 20. Einsöngur og tónlistaratriði undir stjórn Zbigniews Zuchowicz. Frumflutt lag eftir kórfélaga. Hugleiðing sr. Magnús B. Björnsson. Kaffisala í safnaðarsal til styrktar Hjálp- arstarfi kirkjunnar. Veitingar í boði Digra- neskirkju. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari, Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagskólinn á kirkju- loftinu. Sænsk messa kl. 14. Sr. Guð- rún Karlsdóttir prédikar. Aðventukvöld kl. 20, ræðumaður er Halldór Blöndal, fyrrv. ráðherra. Dómkórinn syngur, org- anisti er Kári Þormar og einsöng syngur Alexandra Chernyshova. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir stundina og flytur loka- bæn. Kaffi í boði kvenfélagsins á eftir. EGILSSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Kveikt á aðventu- kransinum. Barnakór kirkjunnar syngur, stjórnandi er Sigríður Laufey Sigurjóns- dóttir. Organisti er Torvald Gjerde og prestur er sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir. EMMANÚELS BAPTISTAKIRKJAN | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli fyrir börn (Mass & Sundayschool) kl. 12 í stærðfræðistofu 202 í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ. Boðið upp á veitingar á eftir. Prestur sr. Robert Andrew Han- sen. Guðþjónusta á ensku og íslensku (in English & Icelandic). Þurfi að sækja, hringið í síma 847-0081. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson, organisti er Guðný Einarsdóttir. Sóley Björk Einarsdóttir leikur á trompet. Kon- ur úr kvenfélaginu Fjallkonurnar tendra ljós á fyrsta kertinu. Sunnudagaskóli á sama tíma, náttfatapartí. Eftir guðsþjón- ustuna flytur Guðný Einarsdóttir org- anisti örtónleika tengda aðventu og jól- um eftir Bach. Aðventukvöld kl. 20. Kirkjukórinn og Listasmiðjan Litróf syngja og útvarpsmaðurinn Ævar Kjart- ansson flytur hugvekju. Veitingar á eftir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Elín El- ísabet Jóhannsdóttir ásamt hljómsveit kirkjunnar. Aðventustund kl. 13. Ferm- ingarbörn og foreldrar taka þátt. Örn Arn- arson og Erna Blöndal leiða söng, prest- ur er Sigríður Kristín Helgadóttir. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11, aldursskipt fræðsla. Í lokin verð- ur hressing og kaffisopi fyrir fullorðna. Almenn samkoma kl. 13.30. Lofgjörð, barnastarf og Greg Aikins prédikar. Fyr- irbænir fyrir þá sem vilja. Kaffi á eftir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta og barnastarf kl. 14. Sr. Hjörtur Magni þjónar fyrir altari og ferming- arbörn sjá um ritningarlestur. Kveikt á fyrsta aðventukertinu, Spádómskerti. Barn borið til skírnar. Anna Sigga og kór Fríkirkjunnar í Reykjavík leiða tónlistina við undirleik Gunnars Gunnarssonar, orgelleikara. GARÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Kvenfélags Garðabæjar. Nanna Helgadóttir, fyrrv. formaður kven- félagsins flytur hugleiðingu. Kvenfélags- konur lesa ritningarlestrana. Sr. Friðrik J. Hjartar, Jóhann Baldvinsson org- anisti og félagar úr Kór Vídalínskirkju þjóna. Ljósastund kl. 15.30. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Friðrik J. Hjart- ar þjóna. Gerður Bolladóttir syngur og Sophie Schoonjans leikur á hörpu. Ljósin tendruð í Garðakirkjugarði. GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garð- arsson þjónar ásamt Pétri Björgvin Þor- steinssyni, djákna. Barna- og æsku- lýðskórar kirkjunnar syngja, fermingarbörn flytja leikþátt. Barna- starf í safnaðarheimili á sama tíma, sameiginlegt upphaf. Opnun jólakorta- sýningar í anddyri kirkjunnar á eftir. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór Gler- árkirkju leiða söng. GRAFARVOGSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónsta kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Gunnari Einari djákna. Undir- leikari er Stefán Birkisson. Aðventuhá- tíð kl. 20. Ræðumaður er Davíð Þór Jónsson cand. theól. Kór kirkjunnar og Vox Populi syngja, stjórnendur eru Há- kon Leifsson og Guðlaugur Viktorsson. Barnakór Harmraskóla syngur, stjórn- andi er Björgvin Þ. Valdimarsson, undir- leikarar eru Þórður Ágústsson og Örvar Björgvinsson. Harmónikkunemendur Tónskóla Grafarvogs leika. Borgarholtsskóli Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón hefur sr. Guð- rún Karlsdóttir og Þóra Björg Sigurð- ardóttir. Nemendur úr Tónlistarskóla Grafarvogs leika á selló. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barna- starf kl. 11, umsjón hafa Helga og Nanda María. Messa kl. 11. Altaris- ganga og samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kórar frá Domus vox syngja, stjórnandi er Margrét Pálmadóttir. Organisti Ásta Haraldsdóttir, prestur er sr. Ólafur Jó- hannsson. Molasopi á eftir. Aðventu- kvöld kl. 20. Fermingarbörn fá við- urkenningu fyrir þátttöku í söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar, sjálfboðaliðar heiðraðir. Kvenraddir úr kirkjukór Grensáskirkju syngja, organisti er Árni Arinbjarnarson. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson flytur hugvekju. Englatréð kynnt, tækifæri til að gefa börnum fanga jólagjafir. Kaffi og smákökur. GRINDAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Helgu Bryndísar Magn- úsdóttur organista. Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir leikur á selló. Helgi- stund í kirkjugarðinum kl. 20. Kveikt á krossljósunum og jólatrénu. Kerti frá Hjálparstarfi kirkjunnar verða til sölu. Sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er sr. Elínborg Gísladóttir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheim- ili | Aðventuguðsþjónusta kl. 14, í há- tíðarsal. Prestur sr. Auður Inga Ein- arsdóttir og Grundarkórinn syngur undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Messa og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Sigríður Guðmarsdóttir, tónlistarflutn- ingur í umsjá Þorvaldar Halldórssonar. Barnastarf í umsjá Árna Þorláks Guðnasonar. Meðhjálpari Aðalsteinn D. Októsson, kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffi á eftir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíð- armessa kl. 11 á vígsludegi orgela kirkjunnar. Prófastur Kjalarnesspró- fastsdæmis, dr. Gunnar Kristjánsson, vísiterar kirkjuna og prédikar. Sr. Þór- hallur Heimisson og sr. Guðbjörg Jó- hannesdóttir þjóna fyrir altari. Ung- lingakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magn- úsdóttur. Barbörukórinn leiðir söng, kantor er Guðmundur Sigurðsson. Messuhópur aðstoðar. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Kristján Valur Ing- ólfsson vígslubiskup prédikar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sr. Birgir Ásgeirs- son og Magnea Sverrisdóttir djákni þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Upphaf jólasöfn- unar Hjálparstarfs kirkjunnar. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar, forsöngvari er Guðrún Finnbjarnardóttir. Tónleikar Schola can- torum kl. 17. HAUKADALSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson prestur annast prestsþjónustuna. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Kveikt á aðventukr- ansinum. Kópakórinn syngur undir stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur og stúlknatríó syngur. Organisti er Dou- glas Brotchie, Páll Ágúst Ólafsson og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Tekið á móti friðarloganum. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng, organisti er Jón Ólafur Sig- urðsson. Aðventuhátíð fjölskyldunnar kl. 13. Jólalög sungin og tendrað á að- ventukerti. Jólakort föndruð og jóla- myndir litaðar. Boðið upp á kakó og piparkökur. Sjá hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Samkoma kl. 17, í umsjón unga fólks- ins. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Aðventusamkoma kl. 20. Áslaug Haug- land talar. HVALSNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kveikt á aðventukerti. Organisti er Steinar Guðmundsson, prestur er sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Vörður Leví Trausta- son prédikar. Café Center opið á eftir. Samkoma hjá Alþjóðakirkjunni kl. 14. English speaking service. Helgi Guðna- son prédikar. KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka daga messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjöl- skyldumessa kl. 11. Messuþjónar taka þátt og sr. Erla Guðmundsdóttir stýrir stundinni ásamt sjálfboðaliðum. Súpa á eftir. Jólasveifla kl. 20. Ný- stofnaður kirkju-barbershop-söng- hópur - „Kóngarnir“ syngur. Einnig syngja og leika „Syngjandi jólaflautur“. Arnór Vilbergsson er við hljóðfærið og prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20. Um tónlistarflutning og stjórnun sam- komunnar sjá Bjarni Gunnarsson og fé- lagar. Ræðumaður kvöldsins er Guð- laugur Gunnarsson og samkomuþjónn er Björgvin Þórðarson. KOLAPORTIÐ | Messa kl. 14. Þor- valdur Halldórsson prédikar og sér um tónlistina, en sr. Hjálmar Jónsson, sr. Steinunn Arnrþrúður Björnsdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni leiða helgihaldið. KÓPAVOGSKIRKJA | Ásta Ágústs- dóttir verður sett inn í embætti djákna við Kópavogskirkju kl. 11 af sr. Gísla Jónassyni, prófasti Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra. Ásta prédikar og sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir alt- ari og kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Matéová. Á eftir er mót- taka í safnaðarheimilinu. Leikritið „Jólarósir Snuðru og Tuðru“ verður sýnt í safnaðarheimilinu kl. 11, að- gangur er ókeypis. LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Gradualekórinn syngur. Barn borið til skírnar. Organisti Jón Stefánsson, prestur er sr. Sigrún Óskarsdóttir. Sunnudagaskóli í umsjá Kristínar og Gísla. Aðventukvöld kl. 20. Ávarp formanns sóknarnefndar. Lús- íuleikur Kórskólans undir stjórn Þóru Björnsdóttur. Gunnar Hersveinn flytur hátíðaræðu. Kór Langholtskirkju syng- ur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Al- mennur söngur. Kakó og piparkökur í boði sóknarnefndar. LAUGARNESKIRKJA | Aðventuhátíð barnanna kl. 11. Flautukvartett frá Tón- skóla Sigursveins leikur, Erla Björk Jónsdóttir æskulýðsfulltrúi leiðir sam- veruna. Aðventukvöld kl. 20. Stefán Ei- ríksson lögreglustjóri og Laugarnesbúi er ræðumaður kvöldsins. Kór Laug- arneskirkju syngur við stjórn Gunnars Gunnarssonar organista, Matthías Stefánsson leikur á fiðlu, Bjöllusveit Tónstofu Valgerðar tekur lagið og ferm- ingarbörn flytja eigin bænir. Súkkulaði og smákökur í boði sóknarnefndar á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Sunnudaga- skóli kl. 13. Umsjón hafa Hreiðar Örn og Arnhildur. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Skírnir Garðarsson prédikar og þjónar fyrir altari, Inga Backman og Marta K. Friðriksdóttir leiða safn- aðarsöng og syngja. Hrönn Gunn- arsdóttir leikur á blokkflautu og org- anisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. NESKIRKJA | Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11, sameiginlegt upp- haf. Kór Neskirkju syngur, einsöngvari er Ragnhildur Þórhallsdóttir. Organisti er Steingrímur Þórhallsson og sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Umsjón með barnastarfi hafa: Sigurvin, Katrín og Ari. Kór Neskirkju verður með köku- basar eftir messu. Veitingar á Torginu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjón- usta kl. 14 og barnastarf á sama tíma. Kór safnaðarins leiðir söng undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Sr. Pétur Þor- steinsson þjónar fyrir altari og Petra Jónsdóttir er meðhjálpari. Maul á eftir. Aðventukvöld verður 11. desember. Sjá ohadisofnudurinn.is. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Ræðumaður er sr. Kjartan Jónsson. SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Hátíðarmessa kl. 14. Hátíðartónið sungið og leiðir kirkjukór- inn söng undir stjórn Rögnvaldar Val- bergssonar organista, prestur er sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Kvenfélag Skarðs- hrepps býður til kaffisamsætis á eftir. SELFOSSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Barnakór kirkjunnar syngur ásamt kirkjukórnum, Stjórnendur eru Edit Molnár og Jörg Sondermann. Börn borin til skírnar, kveikt verður á að- ventukerti, söngur. Prestar eru sr. Ósk- ar og sr. Ninna Sif. Unglingakór stend- ur fyrir kökubasar á eftir. Sjá selfosskirkja.is. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Barnakórinn syngur, kór Seljakirkju leiðir safn- aðarsöng og organisti er Tómas G. Egg- ertsson. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar, kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng, organisti er Tómas G. Eggertsson. Að- ventukvöld kl. 20. Fjölbreytt aðventu- dagskrá. Kór Seljakirkju og Seljur, Kór kvenfélagsins, syngja. Aðventusaga lesin. Margrét Sigursteinsdóttir flytur hugvekju og Æskulýðsfélagið flytur leikþátt. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Alþjóðlegs árs skóga minnst. Hulda Guðmunds- dóttir skógarbóndi flytur hugleiðingu, Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra flytur ávarp. Vilhjálmur Lúð- víksson, formaður Garðyrkjufélags Ís- lands, les ritningarlestra, Hjörtur Pálsson skáld flytur ljóð. Seltjarnar- neskirkja verður formlega ,,græn kirkja“. Kór MR syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar, organisti Frið- rik Vignir Stefánsson, prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umhverfisráðherra veit- ir verðlaun í samkeppni um duftker úr íslenskum viði, í tilefni af alþjóðlegu ári skóga 2011. Sýning á kerjunum verður opnuð í safnaðarheimilinu á eftir. Kaffi- veitingar. Fræðslumorgunn kl. 9.45. Sr. Árni Svanur Daníelsson flytur er- indi. Aðventukvöld kl. 20. Sigurður Júl- íus Grétarsson prófessor flytur ræðu, organisti Friðrik Vignir Stefánsson, Kammerkór Seltjarnarneskirkju syng- ur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sóknar- prestur annast prestsþjónustuna, org- anisti er Jón Bjarnason. ÚTSKÁLAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 14. Kirkjudagur kvenfélagsins og aðstoða kvenfélagskonur við þjónustu. Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Innlegg frá sunnudagaskólanum. Basar kven- félagsins á eftir. Prestur er sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, organisti er Steinar Guðmundsson. VEGURINN kirkja fyrir þig | Fjöl- skyldusamkoma kl. 14. Barnastarf, lof- gjörð, prédikun og fyrirbæn. Terje Kon- radsen frá Youth With A Mission prédikar. VÍDALÍNSKIRKJA | Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari, kór Vídal- ínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Sunnudaga- skóli. Opnuð sýningin Bergmál með verkum Steinunnar Þórarinsdóttur. Súpa á eftir. Aðventuhátíð kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Friðrik J. Hjartar þjóna. Sigríður Hulda Jónsdóttir flytur hugleiðingu og kórar kirkjunnar syngja. Súkkulaði með rjóma og smá- kökur á eftir. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Kirkjuskóli í dag, laugardag, kl. 11. Að- ventukvöld kl. 20. Fram koma: Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, Kór Víði- staðasóknar undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur, Barna- og unglinga- kór Víðistaðakirkju undir stjórn Áslaug- ar Bergsteinsdóttur. Ræðumaður er Inga Harðardóttir guðfræðinemi. Kaffi- sala Systrafélagsins á eftir. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Messa og altarisganga kl. 11. Komu aðvent- unnar fagnað. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stefáns Helga Krist- inssonar, meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurðardóttir. Á eftir er boðið upp á pipakökur, kaffi og djús. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í safnaðarsal. ÞORLÁKSKIRKJA | Aðventustund kl. 16.30. Meðal tónlistarartriða: Barna- kór Grunnskólans, Lúðrasveit Þorláks- hafnar, Kyrjurnar og kirkjukórinn. Ný- vígður vígslubiskup Kristján Valur Ingólfsson flytur hátíðarræðu. Vænt- anleg fermingarbörn setja svip á at- höfnina. Á eftir er farið á Ráðhústorgið og ljós tendruð á jólatré. Sunnudaga- skóli kl. 11. Umsjón hafa: Hafdís, Sirrí, Hannes og Baldur. ORÐ DAGSINS: Innreið Krists í Jerúsalem. (Matt. 21) Ljósmynd/ Karl Sigurgeirsson Hvammstangakirkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.