Morgunblaðið - 26.11.2011, Page 22

Morgunblaðið - 26.11.2011, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Síðasta sýning gamanleiksins Svörtu kómedíunnar verður í kvöld hjá Leikfélagi Akureyrar. Margir hafa hlegið að því verki en staða félagsins er hins vegar fjarri því kómísk, þvert á móti býsna svört, og er aðalorsök þess talin frestun söngleiksins Rocky Horror í nokkra mánuði á sín- um tíma. Þá var fjármálastjórn fé- lagsins langt frá því nógu góð. Launakostnaður nærri tvöfaldað- ist vegna frestunarinnar, skv. úttekt sem gerð hefur verið fyrir bæjarráð Akureyrar, og tap á uppsetningu leikritsins varð 52,6 milljónir króna. 15.000 manns langt frá því nóg Frumsýna átti Rocky Horror í Samkomuhúsinu í mars 2010 og hóf- ust æfingar í janúar. Frumsýningu var hins vegar frestað til hausts og ákveðið að setja verkið upp í menn- ingarhúsinu Hofi, sem vígt var síð- sumars. Að sögn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, alþingismanns og þá- verandi formanns stjórnar Leik- félags Akureyrar, var það gert að beiðni bæjaryfirvalda og forráða- manna Hofs. Rocky Horror var fyrsta leiksýn- ing í Hofi, alls sáu söngleikinn um 15.000 manns, fleiri en nokkurt ann- að verk LA, en þrátt miklar vinsæld- ir varð þetta gríðarlega tap á upp- setningunni, m.a. vegna ráðningar leikara og leikstjóra, og kostnaðar við kynningar. Kostnaður við sýn- inguna nam 87 milljónum króna en miðar voru seldir fyrir um það bil 34 milljónir. Þegar í ljós kom, fyrir nokkrum mánuðum, að staða LA var miklum mun verri en talið var, var gripið í taumana og ákveðið að fara ofan í saumana á rekstrinum. Karl Guð- mundsson, verkefnastjóri hjá bæn- um, og Jón Bragi Gunnarsson voru fengnir til verksins og skiluðu úttekt til bæjarráðs í vikunni. Karl og Jón Bragi segja í úttekt- inni að fjárhagsleg vandræði LA hefjist með ráðningu leikhússtjóra og framkvæmdastjóra 2008. María Sigurðardóttir leikhússtjóri var ráð- in fyrri hluta árs 2008 og Egill Arnar Sigurþórsson framkvæmdastjóri um mitt ár. María hætti störfum fyrir hálfum mánuði en Egill í sumar. „Staða framkvæmdastjóra var ekki auglýst eins og áskilið er í sam- þykktum LA,“ segir í úttektinni, og bent er á að María hafði mjög litla reynslu af rekstri og fjármálum og Egill enga menntun á sviði fjármála og bókhalds, en einhverja reynslu. Nefnd eru nokkur atriði sem eink- um hafi farið úrskeiðis að mati Karls og Jóns Braga. Meðal annars þessi: Samkvæmt samningi Akureyrar- bæjar við LA frá 2006 skuli starfa hjá félaginu „aðili sem hefur þekk- ingu og reynslu á sviði rekstrar, fjár- málastjórnunar og bókhalds“. Eftir þessu hafi ekki verið farið af hálfu stjórnar „en af hálfu Akureyrarbæj- ar voru heldur aldrei gerðar neinar athugsemdir við þessar ráðningar“. Í úttektinni segir að það hefði ver- ið eðlilegt verklag í svo umfangs- miklum rekstri að fá endurskoðanda á fund stjórnar fyrir hvern aðalfund til að fara yfir ársreikning hverju sinni og ræða stöðu mála. Að lág- marki hefði stjórnarformaður átt að hitta endurskoðendur vegna árs- reiknings. Hvorugt hafi verið gert. Vísbendingar Þá er nefnt að leikhússtjóri hafi fengið allmargar kvartanir frá bók- ara LA, allt frá hausti 2010, um að bókhald félagsins væri ekki í lagi. Einnig höfðu leikhússtjóra og ein- stökum stjórnarmönnum borist upp- lýsingar um að ýmsir reikningar væru ógreiddir en engu að síður hefði ekkert verið aðhafst gagnvart framkvæmdastjóra fyrr en í byrjun júlí á þessu ári. „Vissulega hafði leikhússtjóri þann fyrirvara við ráðningu sína að hún hefði ekki bókhaldslega þekk- ingu en hún hefði getað leitað sér að- stoðar endurskoðenda eða annarra sérfróðra manna til að kanna hvort fjármál og bókhald LA væri með eðlilegum hætti,“ segir í úttektinni. Svört fjármálakómedía leikfélags  Fjárhagsvandræði Leikfélags Akureyrar hófust 2008  Starf framkvæmdastjóra ekki auglýst eins og ber að gera  Stjórnendur höfðu litla reynslu af fjármálum  Tap á Rocky Horror 52,6 milljónir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinsælt Rocky Horror var gríðarvinsælt en samt varð tap á sýningunni. „Þetta er sorglegt mál og í raun mannlegur harmleikur. Ég hætti í stjórninni fyrir ári en miðað við það sem komið hef- ur á daginn var stjórnin jafnvel þegar á þeim tíma leynd lyk- ilupplýsingum um fjárhags- stöðu félagsins og/eða fóðruð á röngum upplýsingum. Það er erfitt að taka réttar ákvarðanir þegar maður hefur rangar upp- lýsingar í höndunum,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður stjórnar LA frá 2003 til 2009, við Morgunblaðið. Spurður um þá gagnrýni í úttekt Karls og Jóns Birgis að staða framkvæmdastjóra hafi ekki verið auglýst svarar Sig- mundur Ernir því til að víða hafi verið leitað fanga. „Það var engin launung á að ég vildi annan mann. En leikhússtjór- inn hafði úrslitaáhrif um það hver var valinn og byggði þá ákvörðun sína á umsögnum meðmælenda og viðtölum við viðkomandi. Það má augljóst vera miðað við hvernig mál þróuðust að ráðningin á sínum tíma var mistök.“ Ráðningin var mistök FYRRVERANDI FORMAÐUR Nýverið var opnað þekkingar- og þróunarsetur á Laugum í Reykjadal, sem er til húsa í Álfasteini, „nýja“ Húsmæðraskólanum. Félagið Urð- arbrunnur stendur að setrinu en það er í eigu þriggja aðila; Fornleifa- skóla barnanna, Hins þingeyska fornleifafélags og Þingeysks sagna- garðs. Framkvæmdastjóri Urð- arbrunns er Baldur Daníelsson, fv. skólastjóri Litlulaugaskóla, en auk hans eru tveir starfsmenn. Setrinu er ætlað að vera aðstaða fyrir starfsfólk félaganna þriggja undir hatti Urðarbrunns. Auk þess er því ætlað að skapa starfsskilyrði fyrir ýmsa aðila sem þurfa á skrifstofuaðstöðu að halda. Í veglegu kynningarriti Urð- arbrunns kemur m.a. fram að strax og húsnæðið var tilbúið í byrjun október sl. tóku ýmsir að sýna því áhuga. Nú þegar er þar leigt út eitt skrifstofupláss og fimm fjarnemar á háskólastigi stunda nám sitt að stærstum hluta í setrinu. Þá er nokkur fjöldi námskeiða áætlaður í aðstöðunni á vegum Þekkingarnets Þingeyinga á næstu misserum, en það setur hefur einnig aðstöðu í Álfasteini fyrir hluta af sinni starfsemi. Ljósmynd/Ingólfur Sigfússon Opnun Fjöldi Þingeyinga var við opnun þekkingarsetursins. Baldur Daní- elsson, framkvæmdastjóri Urðarbrunns, lengst t.h., tók á móti gestum. Þekkingarsetur opnað á Laugum  Urðarbrunnur stendur fyrir setrinu í Álfasteini Þekking og þróun » Til Urðarbrunns var stofnað í kjölfar styrkveitingar frá Norðausturnefnd forsæt- isráðuneytisins vorið 2008. » Nefndin fjallaði um leiðir til að styrkja atvinnulíf og sam- félag í fámennum byggð- arlögum á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Formaður stjórnar Urðarbrunns er Unn- steinn Ingason. arionbanki.is — 444 7000 Glæsileg gjöf fylgir Framtíðarreikningi Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir Stóra Disney Köku- & brauðbókin með*. Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka. Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar *Á meðan birgðir endast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.