Morgunblaðið - 26.11.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.11.2011, Qupperneq 16
ÚR BÆJARLÍFINU Ómar Garðarsson Vestmannaeyjar „Við erum hrikalega ánægð enda gekk þetta eins og í sögu og viðtök- urnar frábærar. Við getum ekki ver- ið annað en mjög hamingjusöm,“ sagði Bjarni Ólafur Guðmundsson um Oddgeirstónleikana í Hörpu, sem hann hafði forgöngu um ásamt konu sinni. Þeir voru haldnir í Eldborg- arsal Hörpu miðvikudaginn 16. nóv- ember. Þá voru 100 ár liðin frá fæð- ingu Oddgeirs Kristjánssonar, tónskálds í Vestmannaeyjum. Hann er landsþekktur fyrir lög sín sem flest eru við ljóð Ása í Bæ og tengjast Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Eyja- menn hafa minnst Oddgeirs á ýmsan hátt á árinu og voru tónleikarnir í Hörpu, Bjartar vonir vakna, þar sem mættu um 1.600 gestir, hápunkt- urinn.    Skipalyftan í Vestmannaeyjum fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir. Sindri Ólafsson er fram- kvæmdastjóri Skipalyftunnar. Hann segir að hjá Skipalyftunni í Vest- mannaeyjum starfi nú 35 manns og 13 hjá útibúinu sem starfrækt er á Selfossi. „Langstærsti hlutinn af okkar verkefnum tengist almennu viðhaldi hjá flotanum. Og það er nóg að gera í því, verið fín verkefnastaða síðasta eina og hálfa árið,“ segir Sindri. „Við höfum auglýst eftir mönnum, sér- staklega vantar okkur stálsmiði og plötusmiði, en það hefur ekki mikið komið út úr því.“    Fyrstu helgina í nóvember 2004 var hleypt af stokkunum Safnanótt í Vestmannaeyjum og hugmyndina átti Kristín Jóhannsdóttir markaðs- og menningarfulltrúi sem þá var ný- komin frá Þýskalandi. Síðan hefur Safnanóttin dafnað og vaxið og nú dugar ekki minna en öll helgin fyrir öll þau atriði sem boðið er upp á. Í boði eru myndlistarsýningar, fyrir- lestrar, upplestur úr nýjum bókum og fleira.    Tónlistarhópurinn Mandal í Vestmannaeyjum stefnir á útgáfu á jólasálmum Jóns Þorsteinssonar frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Mandal skipa hjónin Arnór Her- mannsson og Helga Jónsdóttir og Chris Foster og Bára Grímsdóttir. Lög Oddgeirs leikin í Hörpu Ljósmynd/ Óskar Pétur Góð staða Nóg hefur verið að gera hjá starfsfólki Skipalyftunnar í Vest- mannaeyjum og nú vantar fleiri stálsmiði til starfa. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 27 dagar til jóla Allur ágóði af sölu jólamerkis Thorvaldsensfélagsins í ár rennur til rannsókna og forvarna gegn of- fitu barna á leikskólaaldri. Ágóðinn af sölu jólamerkisins hefur alla tíð runnið óskertur til líknarmála, s.s. til sykursjúkra barna og sjónskertra, og nú í ár mun ágóðinn renna til þessa for- varnarverkefnis. Jólamerkið prýðir mynd eftir Hólmfríði Valdimars- dóttur og heitir Englaljós. Ein örk með 12 merkjum kostar 300 krón- ur. Hægt er að nálgast merkin á flestum pósthúsum og einnig eru þau til sölu á Thorvaldsensbaz- arnum, Austurstræti 4, sími 551- 3509, og hjá félagskonum. Styrkja forvarnir gegn offitu barna Jólamarkaðurinn Elliðavatni í Heið- mörk á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur verður opnaður í dag. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin frá kl. 11-17. Mjög góð aðsókn hefur verið að markaðnum undanfarin ár og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemningu sem þar ríkir. Auk jólatréssölu Skógræktarfélagsins er fjöldi handverksmanna með söluborð víðs vegar á markaðnum; markaðs- kaffihús er opið allan tímann, tónlist- arfólk kemur fram með reglulegu millibili og rithöfundar lesa upp úr nýj- um bókum sínum. Hin vinsæla hestaleiga er opin á laugardögum og Stúfur kemur áreiðanlega í heimsókn aftur þegar nær dregur jólum. Jólamarkaður við Elliðavatn Markaður Það kennir ýmissa grasa á jóla- markaðnum í Heiðmörkinni. Ljósin á jólatré Mosfellsbæjar verða tendruð í dag, laugardaginn 26. nóvember kl. 16:00 á Miðbæj- artorginu. Barnakór Varmárskóla syngur, jólasveinar koma í heimsókn og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spil- ar jólalög. Að dagskránni lokinni mun Kammerkór Mosfellsbæjar taka nokkur lög inni í Kjarna og selja heitar vöfflur og kakó. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Jólaljós Mosfellingar kveikja á ljósunum á jólatré bæjarins í dag. Ljósin á jólatrénu tendruð í Mosfellsbæ Jólamarkaðurinn í Álafosskvos hefst um helgina og verður opið báða dagana milli kl. 12 og 17. Það er kaffihúsið á Álafossi sem hefur veg og vanda af þessum markaði. Ýmislegt verður á boð- stólum, t.d. vörur frá Hlín blóma- húsi, Sápusmiðjunni, Fríðu, Gast design, Lavalandi, Trédóti og jóla- tréssölu skógræktarinnar. Skemmtilegar uppákomur og margt fleira. Að ógleymdum veit- ingum á kaffihúsinu. Vinaleg jólastemning. Jólamarkaður í Álafosskvos Hin árvissa Grýlugleði Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri verður haldin á morgun, sunnudaginn 27. nóvember, á fyrsta sunnu- degi í aðventu, kl. 14.00. Að venju munu gaulálfar og sagnálfar ráða ríkjum á skemmtuninni og fræða gesti um ægivald og ógnir Grýlu og hyskis henn- ar. Hjónakornin halda sig vonandi heima í Brandsöxlinni á meðan á gleðinni stendur. Kynnt verður glóðvolg útgáfa litabókar um Grýlu með kvæðabrotum austfirskra skálda fyrri alda og verðlaunateikningum aust- firskra grunnskólabarna í 6. og 7. bekk. All- ir velkomnir og jólakökuhlaðborð hjá Klausturkaffi eftir skemmtun. Árviss Grýlugleði á Skriðuklaustri Basar KFUK verður í dag kl. 14-17 í húsi KFUM og KFUK við Holta- veg. Á boðstólum verður úrval af heimabökuðum kökum, tertum og smákökum, auk annars matarkyns. Basar félagsins er þekktur fyrir fal- legt handverk af ýmsu tagi sem konur hafa unnið. Hægt verður að gæða sér á kaffi, kakó og heitum vöfflum. KFUM og KFUK eru með fjölbreytt starf fyrir börn, unglinga og fullorðið fólk. Allur ágóði af bas- arnum rennur til starfs félagsins. Basar KFUK Kýrnar Sæbjörg og Brák sem búa í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafa bætt við íbúafjölda garðsins en þær báru á sama sólarhringnum í vikunni. Sæbjörg, ljósrauð- skjöldótt, bar rauðskjöldóttum kálfi. Brák, rauðbröndótt, bar rauðri, stórri kvígu. Leiða má lík- um að því að kvígan verði síðar meir rauðbröndótt eins og hún á kyn til. Mjólkurframleiðsla í fjósinu í Laugardalnum er því með mesta móti þessa dagana. Ljósmynd/Unnur Sigurþórsdóttir Aðventu- kálfar í garðinum Bílasýning um helgina Laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. nóvember milli kl. 11 og 16 Frumsýnum 2012 árgerðir af Ford F-350 og Jeep Grand Cherokee Öruggir bílar að vera á og engar afskriftir á kostnað skattborgara Fossnesi A · 800 Selfoss · Sími 480 8080 Komið og skoðið stórglæsilega bíla á ótrúlega góðu verði hjá IB ehf Selfossi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.