Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 330. DAGUR ÁRSINS 2011  Dagur íslenskar tónlistar verður haldinn þann 1. des. næstkomandi. Útvarpsstöðvar landsins munu þá spila þrjú íslensk lög samtímis kl. 11.15. Hagsmunasamtök íslenskrar tónlistar hvetja landsmenn til að fara að viðtækjunum af tilefninu. Syngjum saman á degi íslenskrar tónlistar  Kvikmyndin Órói í leikstjórn Baldvins Z, fram- leidd af Ingvari Þórðarsyni og Júl- íusi Kemp, var val- in besta mynd ársins á Alþjóð- legu unglinga kvikmyndahátíð- inni í Wiesbaden í Þýskalandi núna í vikunni. Leikstjórinn fékk 2.500 evr- ur í verðlaunafé. Kvikmyndin kom ný- lega út á dvd á Íslandi. Órói valinn besta myndin í Þýskalandi  Bók Einars Más Guðmundssonar, Bankastræti núll, hlýtur jákvæða gagnrýni í dönsku dagblöðunum Politiken, Berlingske Tidende og In- formation. Í Berlingske Tidende hlýt- ur bókin fjórar stjörnur af sex mögulegum og í Politiken fær bókin fimm stjörnur af sex mögulegum. Í In- formation segir m.a. að hann Einar sé bæði fært skáld og athugandi. Danskir gagnrýn- endur jákvæðir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég á minn snaga úti en verð að koma á mínum vanalega tíma, snemma á morgnana, til þess að eiga hann,“ segir Þorbjörn Guð- mundsson, einn fastagesta Vestur- bæjarsundlaugar í hálfa öld. Vesturbæjarsundlaug er þriðja vinsælasta sundlaug landsins með um 250 þúsund gesti á ári. Um 80- 90% eru reyndar fastagestir en er- lendum ferðamönnum fjölgar stöð- ugt. Atriði í Iceland Airwaves- tónlistarhátíðinni hafa verið í laug- inni og segir Hafliði Halldórsson, forstöðumaður sundlaugarinnar, að það hafi haft mikið að segja. Í gær voru 50 ár frá vígslu laugarinnar og verður afmælishátíð með ýms- um uppákomum í viku af því tilefni. Fastheldni Bárður Ísleifsson teiknaði laug- ina en Gísli Halldórsson tók við verkinu og lauk því. Hann var líka fastagestur í áratugi og átti sinn skáp í karlaklefanum. „Ég var ekk- ert að stríða við að fá lágt númer eins og sumir og fékk mér tveggja stafa tölu,“ segir Gísli sem hafði Snorralaug í Reykholti sem fyr- irmynd að heitu pottunum. Þor- björn gafst fljótlega upp á því að nota skápana og skipti um föt í úti- skýlinu þar til í fyrra að hann byrj- aði aftur að klæða sig úr og í inni á veturna. „Það er allt annað að vera vindþurrkaður,“ segir hann. Höskuldur Goði Karlsson var fyrsti forstöðumaður Vesturbæj- arsundlaugar. Hann segir að úti- skýlið hafi notið vinsælda frá byrjun, slegist hafi verið um sól- bekkina sem hann hafi látið smíða og pottarnir slegið í gegn. „Guðmundur Jónsson söngvari fékk aldrei nógu heitan pott, en hann hafði þann góða sið að spígspora um á handklæðinu eftir köldu sturtuna og fá sér í nefið á bakk- anum.“ Sumir geymdu sunddótið á staðnum. „Við höfðum litla þvotta- vél og þvoðum af þeim, einkum Pétri Snæland og félögum sem komu úr Sundhöllinni.“ Krakka- skarinn er honum sérlega minnis- stæður. Vegna mikillar aðsóknar á sumrin þurfti að takmarka tímann í lauginni og þegar mest var var rekið upp úr eftir 45 mínútur. Höskuldur Goði innleiddi gul, rauð, græn og blá litabönd og sagði lit- urinn til um hvenær viðkomandi þurfti að fara upp úr. „En sumir strákarnir voru fljótir að átta sig á því að skila ekki böndunum, áttu alla liti og sýndu aldrei þann lit sem við átti hverju sinni,“ segir hann. Sundfataþvottur og svindl  Afmælishátíð í Vesturbæjarlaug vegna 50 ára sögu Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Vesturbæjarsundlaug Á meðal nýjunga voru sólbekkir, heitir pottar og útiskýli þar sem fólk gat skipt um föt. Hörður Felixson vann í steypu- vinnu við Vesturbæjarsundlaug sumarið 1958. Hörður var stór og sterkur og keyrði steypu- börur frá klukkan 20 mín- útur yfir sjö á morgnana til um klukkan sjö á kvöldin. Hann lék handbolta og fót- bolta með KR og var einn besti miðvörður landsins. Þetta sumar lék Hörður fyrsta landsleik sinn í fótbolta þegar Ís- land tók á móti Írlandi á Laug- ardalsvelli. „Ég vann minn vinnu- dag eins og venjulega en síðdegis kom verkstjórinn til mín þar sem ég var á ferðinni með börurnar fullar af steypu og sagðist ætla að gefa mér frí það sem eftir væri dagsins,“ segir Hörður. „Ég hætti því snemma, um fimmleytið, en það dugði ekki til, við töpuðum 3:2. En þetta var góður verkstjóri og ég á góðar minningar frá laug- inni.“ Fékk að fara um fimmleytið HÖRÐUR FELIXSON RÉTT NÁÐI Í FYRSTA LANDSLEIKINN Hörður Felixson 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Andlát: Fjölnir Stefánsson 2. Valdi HM frekar en starfið 3. Beiðni Huangs synjað 4. Ekki búinn að tapa aleigunni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 5-10 m/s við SV-ströndina en annars hæg suðlæg eða breytileg átt. Él á S- og V-landi. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á sunnudag Suðvestan 3-8 m/s með éljum SV-til, en björtu veðri á NA- og A-landi. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Á mánudag Sunnan 8-15 m/s með slyddu eða rigningu. Austlægari á N-verðu landinu og snjókoma eða slydda. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, annars um og undir frostmarki. Kornungt lið Njarðvíkur gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna að velli í úr- valsdeild karla í körfubolta í gær- kvöld. Sextán ára strákur var þar í þýðingarmiklu hlutverki. Charles Parker tryggði Keflavík annan sig- urinn í röð með „flautukörfu“, nú gegn Snæfelli í framlengdum leik í Stykkishólmi, og Þór úr Þorlákshöfn vann Fjölni örugglega. »4 Njarðvíkurstrákar skelltu Stjörnunni Ísland sigraði Tékkland, 31:24, í vináttulandsleik kvenna í handknattleik á Hlíð- arenda í gærkvöld. Frammi- staða liðsins, eins og þegar það spilaði vel í gær, ætti að koma því í 16 liða úrslitin á HM eins og markmiðið hlýtur að vera. Vörn og markvarsla verða hinsvegar að standast áhlaup sterkari sóknarmanna en þeirra sem þær áttu við í gær. »2 Fín frammistaða gegn Tékkum Gylfi Gylfason, hornamaður úr Hauk- um, er leikmaður níundu umferð- arinnar í handboltanum hjá Morg- unblaðinu. Hafnarfjarðarliðið er á toppi deildarinnar. „Við erum ekki með stórstjörnur en með ágæta liðs- heild og jafnt og flott lið,“ segir Gylfi um frammistöðu Haukanna. »2-3 „Ekki með stórstjörnur en ágæta liðsheild“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.