Morgunblaðið - 26.11.2011, Side 47

Morgunblaðið - 26.11.2011, Side 47
Rapparinn Emmsjé Gauti hefur sent frá sér myndband við lagið „Ég er alltof“ sem smíðað er af Basic-B og finna má á plötu Emmsjé Gauta, Bara Ég. Á plötunni leggja ýmsir listamenn Gauta lið, m.a. Berndsen, Blazroca og Frikki Dór. Tökur á myndband- inu fóru fram í febrúar sl. og stóðu þær nótt sem nýtan dag í tvo sólar- hringa. „Myndbandið hefur fengið rosa- legar undirtektir á skömmum tíma og virðast skiptar skoðanir á inni- haldi þess,“ segir í tilkynningu frá rapparanum og er sjón sögu ríkari. Myndbandið má sjá á YouTube. Skiptar skoðanir Morgunblaðið/Ernir Notalegt Rapparinn Emmsjé Gauti hefur það huggulegt í baði. MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Frostrósir hófu árlega jóla- tónleikaferð sína í gær. Fyrstu tón- leikarnir verða haldnir í Færeyjum og síðan verður farið í hringferð um landið og þá viðameiri hringferð en hin fyrri ár, í tilefni af því að Frost- rósir hafa haldið jólatónleika í tíu ár. Alls verða haldnir tónleikar á 15 stöðum víðs vegar um landið og mikill fjöldi tónlistarmanna kemur að þeim. Flytjendur í hringferðinni um landið verða söngvararnir Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Hera Björk, Margrét Eir og Vala Guðnadóttir ásamt níu manna hljómsveit og barna- og unglingakórum. Tónleik- arnir á Akureyri og í Reykjavík eru enn stærri í sniðum, karlakórinn Fóstbræður bætist m.a. við og fjöldi flytjenda fer í annað hundraðið. Margrét Eir er orðin býsna sjóuð í Frostrósum, hefur sungið með þeim öll árin að undanskildu einu. Margrét var á Reykjavíkurflugvelli þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar í gær en þá var ekki ljóst hvenær flogið yrði til Færeyja vegna þess ofsaveðurs sem gekk yf- ir þær deginum áður sem olli miklu tjóni. Tugir tónleika „Veistu, ég hætti að telja þegar ég var komin upp í tuttugu,“ svarar Margrét, spurð að því hvað hún syngi á mörgum Frostrósatónleik- um í ár. „Þetta eru yfir tuttugu, í kringum þrjátíu,“ bætir hún við. Hver söngvari syngi átta til tíu lög og þá m.a. í dúettum. Tónleikunum sé skipt niður í lagasyrpur og nefnir Margrét sem dæmi að ein heiti „Yl- urinn frá arninum“. Í þeirri syrpu séu létt lög á borð við „Hvít jól“. „Þetta er svolítið hátíðlegt í ár, verð ég að segja. Ég hef alltaf verið pínulítið skotin í svona hátíðlegu prógrammi,“ segir Margrét en efn- isskrá Frostrósa er breytileg milli ára. Til dæmis um hátíðleikann nefnir hún að tvær Ave Maríur verði sungnar í Færeyjum, „Heyr himna smiður“ og „Jólafriður“. „Það eru nokkrar stórar bombur þarna, mikið af hátíðlegum lögum,“ segir Margrét, aðeins minna af jóla- poppi fyrir vikið. „Það er nauðsyn- legt að hafa góða blöndu af hvoru tveggja,“ segir hún, þ.e. poppuðum jólalögum og sígildum. Spurð að því hvort ákveðin lög séu í uppáhaldi hjá henni nefnir hún „Heyr himna smiður“ og „Ó, helga nótt“. Ferðalagið erfiðast -Þetta er svakaleg törn, ertu ekki búin á því þegar jólin loksins koma? „Í fyrsta skipti þegar þetta var svona törn, held það hafi verið 2007, 17 tónleikar minnir mig, þá var ég svolítið þreytt. En maður bara set- ur sig inn á þetta, þetta er bara vertíð. Það er ekki endilega að tón- leikarnir séu erfiðastir heldur ferðalagið,“ svarar Margrét. Þá skipti miklu að vera í góðum fé- lagsskap. „Auðvitað tekur þetta svolítið á, maður er fjarri fjölskyldu og vinum og svona. Þetta er samt ekki svona dramatískt sko,“ segir Margrét og hlær. -Ertu jólabarn? „Ég er það í rauninni ekki. Ég er jólabarn þegar kemur að jólunum sem mér finnst bara vera á Þorláks- messu. Ég sit ekki og föndra og allt það,“ svarar Margrét. Hún geri sör- ur með vinkonum sínum, skemmti sér á Þorláksmessu og njóti þess að elda jólamatinn. Frostrósir koma við á eftirfar- andi stöðum á hringferð sinni um landið: Akranesi, Reykjanesbæ, Selfossi, Vestmannaeyjum, Höfn, Egilsstöðum, Eskifirði, Vopnafirði, Ýdölum, Varmahlíð, Ísafirði, Tálknafirði, Reykjavík og Akureyri. Frostrósirnar springa út  Frostrósir halda í árlega jólatónleikaferð sína  Færeyjar fyrsti viðkomustaður rósanna Ljósmynd/Lína Thoroddsen Jólalegt Frostrósir stilltu sér upp í gær á Reykjavíkurflugvelli, förinni var heitið til Færeyja. Margrét Eir Hjartardóttir frostrosir.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar JACK AND JILL Sýnd kl. 6 - 8 - 10 HAPPY FEET 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 - 6 HAPPY FEET 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 (700kr.) IMMORTALS 3D Sýnd kl. 8 - 10:15 BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 TOWER HEIST Sýnd kl. 10 ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) ELÍAS ÍSL TAL Sýnd kl. 4:15 ÞÓR 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY „HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL BETRI EN FYRRI MYNDIN!“ „HIN FULLKOMNA HELGIDAGASKEMMTUN“ - MARA REINSTEIN / US WEEKLY HHHHSjáðu Al P acino fara á kostum í sprenghl ægilegu a ukahlutver ki! HHH T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu AukakrónumTilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKT R MEÐ RAUÐU - H.S.S., MBL HHHHH B.G. -MBL HHHH SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% FRÁ FRAMLEIÐENDUM 300 Í 3D T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT -Þ.Þ., FT FORSÝNINGAR JACK AND JILL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 - 5.50 - 8 - 10.10 L JACK AND JILL LÚXUS KL. 1 - 3.30 - 5.50 - 8 - 10.10 L TROPA DE ELITE 2 KL. 10.20 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 TOWER HEIST KL. 5.40 - 8 12 IN TIME KL. 10.20 12 TINNI 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 - 8 7 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 - 5.50 L ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 1 (TILBOÐ) L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D FORSÝNING KL. 3.30** *AÐEINS LAUGARDAG - **AÐEINS SUNNUDAG JACK AND JILL KL. 3.40 (TILBOÐ) - 5.50 - 8 - 10.10 L TROPA DE ELITE 2 KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 IN TIME KL. 8 - 10.30 12 TINNI 3D KL. 3.10 (TILBOÐ)** - 5.40 7 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.20 (TILBOÐ) L ELDFJALL KL. 3.30 - 5.45 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D FORSÝNING KL. 3.10* JACK AND JILL KL. 6 - 8 - 10 L IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.10 16 TOWER HEIST KL. 6 12 TINNI 3D KL. 4 (TILBOÐ) 7 ELÍAS OG FJÁRSJÓÐSLEITIN KL. 4 (TILBOÐ) L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.