Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Innanríkisráðherra, Ögmundur Jón- asson, hefur hafnað beiðni Huang Nubo um að kaupa jörðina Gríms- staði á Fjöllum. Þann 31. ágúst sótti Huang í nafni fyrirtækis síns Beijing Zhongkun Investment Group um undanþágu frá lögum vegna kaupa á jörðinni. Um viku áður, 23. ágúst hafði Huang skrifað undir samning við seljendur og var kaupverðið um milljarður króna. Grímsstaðir eru í heild sinni um 300 ferkílómetrar sem eru í óskiptri sameign ríkisins að um fjórðungi og annarra eigenda að þremur fjórðu. „Við landeigendur hörmum þessa niðurstöðu og munum skoða okkar mál í framhaldinu áður en við tjáum okkur meira um það,“ segir Jóhannes Hauksson, einn eigenda jarðarinnar að Grímsstöðum. Uppfyllir ekki skilyrði Þar sem félag Huang er utan Evr- ópska efnahagssvæðisins falla kaup hans ekki undir undanþáguákvæði 2. tölul. 4. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt af fast- eign. Innanríkisráðuneytið vísar í rök- stuðningi sínum til laganna og meg- inreglu þeirra um að enginn megi öðl- ast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteign hér á landi nema að uppfyllt- um þeim skilyrðum er koma fram í 1. mgr. 1. gr. laganna: Að félagið eigi heimilisfang og varnarþing á Íslandi, að allir stjórnend- ur félagsins séu íslenskir ríkis- borgarar eða með lögheimili á Ís- landi í a.m.k. fimm ár, að 4/5 hlutar hlutafjár félagsins séu í eigu ís- lenskra ríkisborg- ara og að íslenskir ríkisborgarar fari með meirihluta atkvæða á hluthafa- fundum. Skýra beri undanþágu þröngt Í fyrrgreindum lögum er að finna ákvæði þar sem innaríkisráðherra er veitt heimild til að víkja frá fyrr- greindum skilyrðum. „Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1966 getur innanríkisráð- herra, svo sem fyrr greinir, veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum 1. mgr. 1. gr. laganna ef annars þykir ástæða til. Er hér um að ræða undanþáguákvæði sem ber samkvæmt almennum lög- skýringarreglum að túlka þröngt.“ Ráðuneytið beitir markmiðsskýr- ingu við túlkun undanþáguákvæðis- ins með því að benda á að við beitingu þess sé mikilvægt að líta til markmiða núgildandi laga um eignarrétt og af- notarétt fasteigna og forvera þeirra, samnefndra laga nr. 63/1919. Af lög- skýringargögnum þeim tengdum megi ráða að „takmarkanir útlend- inga til þess að öðlast réttindi yfir fasteignum á Íslandi væru nauðsyn- legar til þess að standa vörð um sjálf- stæði eða fullveldi landsins og mögu- leika Íslendinga til að njóta sjálfir arðs af auðlindum sínum“. Verði að líta til stærðar Þá telur ráðuneytið ekki hægt að horfa fram hjá stærð þesss landsvæð- is. „Að mati ráðuneytisins verður ekki horft framhjá því hversu stórt land- svæði er um að ræða sem félagið hyggst kaupa, eða 30.639 hektarar, og að engin fordæmi eru fyrir því að jafnstórt landsvæði á Íslandi hafi ver- ið fært undir erlend yfirráð. Telur ráðuneytið það ekki samrýmanlegt tilgangi og markmiði laga nr. 19/1966 að ráðherra veiti leyfi til þess að víkja frá skilyrðum 1. mgr. 1. gr. laganna þegar um jafnstórt svæði er að ræða.“ Ráðuneytið bendir í ákvörðun sinni á að í fyrrgreindu ákvæði séu sett ströng skilyrði fyrir eignarrétti eða afnotarétti hlutafélaga yfir íslenskum fasteignum og að félag Huang upp- fylli ekkert þeirra. „Telur ráðuneytið því að í máli þessu séu aðstæður með þeim hætti að ef leyfi væri veitt til undanþágu frá lögunum væri vikið svo langt frá þeirri meginreglu sem 1. mgr. 1. gr. mælir fyrir um, að ekki sé réttlæt- anlegt.“ Að þessu virtu telur ráðuneytið því ekki ástæðu til að veita Beijing Zhongkun Investment Group leyfi til að víkja frá skilyrðum laganna og kaupa 72,19% eignarhlut í óskiptri heildareign Grímsstaða á Fjöllum. Fordæmalaus stærð lands  Innanríkisráðuneytið hafnaði beiðni Huangs með vísan til markmiðs laganna  Ekki hægt að horfa framhjá stærð landsins  Leyfi til undanþágu of mikið frávik frá meginreglu til að vera réttlætanlegt www.mats.is Grímsstaðir á Fjöllum Huang Nubo kvaðst ætla að byggja upp ferðaþjónustu fyrir tugi milljarða á jörðinni. Ögmundur Jónasson Talsmaður Huangs Nubos hér á landi, Halldór Jóhanns- son, sagði í gærkvöld að Huang væri í Kína og hefði ekki enn haft tíma til að kynna sér vel niðurstöðu innanrík- isráðherra, fyrst þyrfti líka að þýða úrskurðinn. En að sjálfsögðu ylli hann vonbrigðum. „Ég vænti þess að fá einhver viðbrögð frá honum á morgun [í dag], hvort hann vilji gera eitthvað frekar,“ sagði Halldór. „Það er ekki hans hagsmunamál að eiga land á Íslandi heldur að byggja eitthvað upp. En þessi jörð var til sölu á ákveðnu verði og þess vegna kom þetta til. Aðrar hugmyndir hafa ekkert verið ræddar.“ Halldór er mjög óánægður með viðbrögð innanrík- isráðuneytisins gagnvart málaleitun Huangs, fjölmörgum tölvuskeytum sínum gegnum tíðina hafi ekki verið svarað. Sér hafi ekki tekist að fá fund með ráðherra sem hafi aldrei rætt við Huang, ekkert samráð haft við hann. Hann hafi m.a. sent ráðherra bréf 29. ágúst, sagt frá hugmyndum Huangs og beðið um fund. „Þar stendur m.a.: „Fyrir hans hönd óska ég eftir fundi með þér við fyrsta tækifæri til að ræða þetta mikilvæga mál og hvernig skuli staðið að frekari vinnslu þess.“ Ég hef aldrei fengið svar.“ Beiðni um fund hafi aldrei verið svarað Huang Nubo Tryggvi Þór Herbertsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Norðaust- urkjördæmi, segir niðurstöðu Ög- mundar Jónassonar innanríkisráðherra í Grímsstaða- málinu mjög afgerandi. Hann hefði viljað sjá að ríkið hefði gengið til samninga um einhvers konar lausn af öðru tagi sem Huang Nubo gæti sætt sig við. „Ég verð að segja að mér finnst þetta ansi harkalegt að útiloka hann algjörlega en ég aftur á móti skil að það sé erfitt að selja 300 ferkílómetra til útlendinga,“ segir Tryggvi Þór. „Við hefðum kosið að menn hefðu reynt að ná fram jákvæðri nið- urstöðu en svo virðist vera að vilja til þess hafi skort,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Ákvörðun innanríkisráðherra sé mikil vonbrigði og ríkisstjórnin þurfi að spýta í lófana gagnvart svæðinu. Skort vilja til að ná jákvæðri niðurstöðu Höskuldur Þór Þórhallsson Tryggvi Þór Herbertsson „Almennt held ég að þetta séu sú lög- formlega niðurstaða sem allir ráð- herrar hefðu komist að. Málið er nú komið í annan farveg sem þarf að vinna úr,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG í Norðausturkjör- dæmi. „Vilji þessi aðili eða einhver annar koma að uppbyggingu ferða- mála á Íslandi þurfa þeir ekkert endi- lega að kaupa stóran hluta landsins, það er hægt að gera líka í samstarfi við innlenda aðila.“ Ef Huang sjái hagnaðarvon í því að reka hér hótel og golfvöll hljóti hann að geta það án þess að eiga landið. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er einnig þingmaður VG í kjördæminu. Hann segir að það ráðist af viðbrögðum Huangs hvort lausn finnist þótt ekkert verði að jarðarkaupunum. „En ég held að þetta sé rétt túlkun á lögunum, ég hef látið sannfærast um að á lögformlegum for- sendum hefði ekki verið hægt að svara þessu öðruvísi.“ Komið í annan farveg sem vinna þarf úr Steingrímur J. Sigfússon Björn Valur Gíslason Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772 og á ostabudin.is Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra sagði í samtali við Smuguna og Stöð 2 að hún væri afar ósátt við ákvörðun innanríkisráðherra um að synja beiðni Huangs. Hún segir ákvörðunina tekna í andstöðu við ráð- herra Samfylkingarinnar. Ákvörðun- in hafi verið á borði Ögmundar en hann hafi beitt „mjög þröngri“ laga- túlkun. „Ég var mjög ósátt við að Ög- mundur Jónasson hafi tilkynnt um ákvörðun sína fyrir ríkisstjórnarfund. Ég tel að ákvörðun af þessari stærð- argráðu hefði átt að ræða við ríkis- stjórnarborðið þótt hún liggi lögform- lega hjá ráðherranum. Ríkisstjórnin vill auka erlenda fjárfestingu og upp- byggingu í ferðaþjónustu og við þurf- um sárlega á erlendri fjárfestingu að halda,“ segir Jóhanna. Aðspurð um titring í samstarfinu segir Jóhanna að stjórnin hafi ekki verið mynduð um landakaup Kín- verja. „En þetta styrkir ekki ríkis- stjórnarsamstarfið. Það er alveg ljóst.“ Kristján Möller, þingmaður Sam- fylkingar í NA-kjördæmi, segir engin málefnaleg rök fyrir ákvörðun Ög- mundar. „Hann er búinn að tala allan tímann um þetta mál með lítilsvirðingu og hefur sýnt því andstöðu, þess vegna tel ég að hann sé vanhæfur til þess að fjalla um þetta mál,“ segir Kristján. Rætt sé um að breyta lögunum en ekk- ert verið ákveðið í þeim efnum. Ekkert samráð hafi átt sér stað um málið í rík- isstjórn en efnahags- og viðskiptaráð- herra hafi sent frá sér álitsgerð þar sem varað hafi verið við því að hafna beiðninni. kjon@mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir Kristján Möller „Þetta styrkir ekki ríkisstjórnarsamstarfið“  Jóhanna lýsir óánægju með ákvörðun Ögmundar

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 278. tölublað (26.11.2011)
https://timarit.is/issue/369400

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

278. tölublað (26.11.2011)

Aðgerðir: