Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011
Michael Woodford, fyrrverandi
forstjóri japanska myndavélafram-
leiðandans Olympus, sem var rek-
inn í október, mætti á stjórn-
arfund fyrirtækisins í Tókýó í
gær. Woodford var rekinn eftir að
hann upplýsti að fyrirtækið hefði
falsað bókhald til þess að fela mik-
ið tap.
Á blaðamannafundi eftir stjórn-
arfundinn sagði Woodford, sem er
Breti, að fundurinn með stjórninni
hefði verið uppbyggilegur.
Olympus á það á hættu að verða
rekið úr Kauphöllinni í Tókýó og
afskráð. Woodford sagði að sam-
eiginlegt markmið hans og stjórn-
arinnar væri að tryggja áfram-
haldandi veru Olympus í
Kauphöllinni í Tókíó og á mark-
aði.
Aðspurður um andrúmsloftið á
stjórnarfundinum svaraði Wood-
ford að vissulega hefði verið
spenna á fundinum. „En mér virt-
ist sem það væri sameiginlegt
markmið viðstaddra að haga um-
ræðum þannig að spennan ykist
ekki. Við tókumst ekki í hendur,“
sagði Woodford.
Tókumst ekki í hendur
Fyrrverandi forstjóri Olympus í Tókíó
Reuters
Svarað Michaels Woodford svaraði blaðamönnum í Tókíó í gær.
Moody’s færði
lánshæfi rík-
issjóðs Ungverja-
lands niður í
ruslflokk í gær,
úr Baa3 í Ba1.
Matsfyrirtækið
gaf sem ástæður
fyrir endurmati
sínu risavaxnar
skuldir landsins,
veikar vonir um
aukinn hagvöxt og mikla óvissu um
að ríkisstjórn Ungverjalands takist
að ná efnahagslegum markmiðum
sínum.
Ungverjaland fylgir þannig
Portúgal niður í ruslflokk, en Fitch
lækkaði lánshæfi Portúgals í fyrra-
dag.
Stjórnvöld í Ungverjalandi tóku
matinu mjög illa í gær og sögðu
mat Moody’s vera hluta af efna-
hagslegum árásum á landið.
Í síðustu viku lýsti Viktor Orban,
forsætisráðherra Ungverjalands,
því yfir að ríkisstjórn hans myndi
óska eftir fjárhagslegri baktrygg-
ingu frá Evrópusambandinu og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum, en Ung-
verjaland myndi ekki sækjast eftir
nýjum lánum.
Ungverja-
land komið
í ruslflokk
Spáð Gjaldeyris-
miðlari í Búkarest.
Fjallað er um
stöðu íslenska
hagkerfisins í
dálknum Lex á
heimasíðu
breska blaðsins
Financial Times.
Í umfjölluninni
kemur fram að
afnám gjaldeyr-
ishaftanna gæti
hleypt lífi í hag-
kerfið sem einkennist af minni hag-
vexti en búast mætti við í kjölfar
gengisfalls krónunnar og nánast
engum vexti í fjárfestingu. Dálka-
höfundur telur hinsvegar fátt
benda til þess að höftin verði af-
numin í bráð og bendir á að síðast
þegar gjaldeyrishöft hafi verið lög-
fest hér á landi hafi þau verið við
lýði í ríflega sex áratugi.
Þrátt fyrir jákvæðar fréttir á
borð við að hagvöxtur sé farinn að
mælast á ný og að efnahagsáætlun
stjórnvalda og AGS hafi runnið sitt
skeið á enda telur dálkahöfundur
enn of snemmt að álykta að önnur
ríki í efnahagsþrengingum geti
lært af Íslendingum.
Nauðsyn að
afnema höft
Höft Seðlabankinn
sér um höftin.
Fram kemur í
fréttabréfi Við-
skiptaráðs Ís-
lands frá í gær,
að stærsta
greiðslutrygg-
ingarfélag
heims, Euler
Hermes, hafi
staðfest að það
sé tilbúið til að
tryggja greiðslur fyrirtækisins
Innnes á sama hátt og gildir með
fyrirtæki í öðrum löndum. Fram
kemur að félagið hafi frá hruni
lagt áherslu á að upplýsa Euler
Hermes reglulega um stöðu fyr-
irtækisins. Góð fjárhagsleg staða
fyrirtækisins og mikið upplýsinga-
streymi séu liður í að þessi árang-
ur hafi náðst.
Finnur Oddsson, framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs, segir að þetta
sé skref í rétta átt og vonandi
merki um að opnað verði frekar
fyrir greiðslutryggingar til ís-
lenskra aðila.
Merki um
aukið traust
Finnur Oddsson