Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011
Þegar ég hugsa vestur hugsa
ég um veðruð fjöll sem rísa stolt
við ysta haf. Ég hugsa um djúpa
lognkyrra firði en líka vinalegt
öldugjálfur í fjöru. Ég hugsa um
breiður af birki í bröttum hlíðum
og ég hugsa um sel, fálka, máv og
ref. Þegar ég hugsa um Vestfirði
hugsa ég um Ísafjörð og Jönu,
Kristjana Guðný
Samúelsdóttir
✝ KristjanaGuðný Sam-
úelsdóttir fæddist í
Meiri-Hattardal í
Álftafirði 12. maí
1918. Hún lést á
öldrunardeild
Fjórðungssjúkra-
hússins á Ísafirði
13. nóvember 2011.
Útför Kristjönu
fór fram frá Ísa-
fjarðarkirkju 19.
nóvember 2011.
ömmu konu minnar
og langömmu barna
minna.
Og nú þegar ég
hugsa vestur og
Jana er farin finnst
mér Ísafjörður hafa
misst mikið. Jana
var síðust eftirlif-
andi í stórum systk-
inahópi og sem slík
eins og ættmóðir. Á
ættarmóti í Hattar-
dal í Álftafirði síðastliðið sumar
var hún mesti hrókur þótt komin
væri á tíræðisaldur. Hún sagðist
þá fegin að hafa náð að lifa svo
lengi. Jana var fyrirmynd mín
um lífsgleði og æðruleysi, jafnan
brosandi og aldrei velti hún sér
upp úr leiðindum, gerði frekar
grín að fýlupúkum. Jana gaf okk-
ur fjölskyldunni margar góðar
stundir en einu sinni í vikutíma
átti ég athygli hennar einn.
Í kjölfar hörmulegra snjóflóða
sem féllu á Súðavík í janúar 1995
fór ég, ásamt félögum í björgun-
arsveitinni, með togara Bæjarút-
gerðarinnar til Ísafjarðar. Sigl-
ingin vestur varaði yfir
sólarhring og sjóveikin dró hratt
úr lífsviljanum svo ég hafði ekki
einu sinni dug til að koma mér í
björgunarbát þótt ég teldi víst að
dallurinn væri að missa tökin á
haffletinum. Það fyrsta sem ég
gerði þegar við náðum landi var
að skjögra upp á Hlíf og skjálf-
andi á beinunum hringdi ég dyra-
bjöllunni. Aldrei gleymi ég hlýj-
um faðmi Jönu sem þá tók á móti
mér. Ég var dregin úr blautum
plöggum og gefið ómælt af sérríi
og hlýrri alltumvefjandi um-
hyggju sem endurnýjaði lífsvilj-
ann. Ég náði fljótlega áttum en
þá viku sem ég dvaldi á Ísafirði
við margvísleg björgunarstörf
kom ég reglulega við hjá Jönu til
að spjalla og leiðrétta sjóriðuna
með sérrístaupi.
Ég veit að Jana kvaddi sátt
eftir gleðiríkt líf og ekki laust við
að hún hafi verið svolítið spennt,
eins og unglingsstelpa, að hitta
Gústa sinn.
Takk elsku Jana.
Jón Gauti.
Fyrsta minning mín um Krist-
jönu Samúelsdóttur, eða Jönu, er
þegar ég í æsku fór í hannyrða-
búðina með móður minni, Álf-
heiði Guðjónsdóttur, til að kaupa
prjónagarn eða stramma til að
sauma í. Jana var þessi blíða og
glaðlega kona sem veitti mér at-
hygli og spjallaði við mig, það var
eins og faðmur hennar væri sér-
staklega stór og hlýr.
Síðan liðu árin og löngu síðar,
1990, urðu móðir mín, þá nýorðin
ekkja, og Jana, nágrannar á Hlíf,
íbúðum aldraðra á Ísafirði. Þótt
þær þekktust ágætlega frá fyrri
árum hófst með þeim einstakur
vinskapur frá þessum tímamót-
um sem entist fram til hins síð-
asta. Þær studdu staðfastlega
hvor aðra í því sem lífið bar að
þeirra garði. Þær hjálpuðust að
við að gera sér og öðrum íbúum á
Hlíf lífið skemmtilegt með ýms-
um uppákomum, fyrir utan að
fylgjast að í kirkjustarf og á Odd-
fellowfundi. Þær skiptust á að
elda kvöldmat og borðuðu saman,
því þeim fannst ótækt að vera að
elda hvor um sig fyrir eina mann-
eskju hvor í sínu eldhúsinu, í
íbúðum hlið við hlið. Þær lásu
hvor fyrir aðra og sungu saman,
þær ferðuðust saman til og frá
höfuðborginni í kringum hátíðis-
daga til að heimsækja okkur ætt-
ingja sína.
Á þessum árum kynntist ég
enn frekar þeirri lífsgleði og já-
kvæða hugarfari sem einkenndi
Jönu alla tíð og er óhætt að segja
að henni hafi tekist að strá góðum
fræjum í huga mér. Þegar halla
fór undan fæti með heilsu móður
minnar studdi Jana hana enn
frekar og vakti yfir velferð henn-
ar. Ógleymanlegur er mér sá
styrkur er hún veitti mér þá síð-
ustu sólarhringa er ég sat yfir
móður minni og vinkonu hennar
fyrir rétt rúmu ári. Um leið og ég
minnist Jönu með miklu þakklæti
og djúpri virðingu votta ég ást-
vinum hennar innilega samúð
mína.
Guðný Lilja Oddsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, "Senda inn
minningargrein", valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein.
Minningargreinar
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
Gvendur dúllari
Fornbókabúð á vefnum
www.gvendur.is
Dýrahald
Jólatilboð - Kauptu einn og fáðu
annan á hálfvirði
Íslenskir fjárhundar til sölu. Verð
100.000. Afhendast heilsufarsskoð-
aðir, örmerktir og ættbókarfærðir.
Uppl. í síma 566 8417,
www.dalsmynni.is - Bjóðum
raðgeiðslur, Visa og Mastercard.
Hundaræktun með leyfi.
HRFÍ labradorhvolpar
Ótrúlega fallegir og rólegir hvolpar
m/ættbók undan http://www.retrie-
ver.is/DogProfile.asp?pedID=3519
Sölku og Bergskála Kletti
http://www.retriever.is/DogPro-
file.asp?pedID=3622 Hagstætt verð ;)
846 4483, bjonsdottir@simnet.is.
Gisting
AKUREYRI
Höfum til leigu íbúð
með gistiaðstöðu fyrir 6-7 manns.
Fullbúin íbúð, gott verð.
Upplýsingar í síma 690-4899.
AKUREYRI
Höfum til leigu 85 og 140 m²
sumarhús 5 km frá Akureyri, öll
með heitum potti og flottu útsýni yfir
Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir
á Akureyri. www.orlofshus.is,
Leó, sími 897 5300.
Hljóðfæri
Þjóðlagagítarpakki:
kr. 22.900,- Gítar, poki, ól, auka-
strengir, stilliflauta og kennslu-
forrit.
Gítarinn ehf., Stórhöfði 27,
S. 552 2125.
www.gitarinn.is,
gitarinn@gitarinn.is
Húsnæði íboði
Lítið herbergi við Lokastíg
Herbergið er með húsgögnum,
parket á gólfum, aðgangur að
eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergi
með sturtu. Einnig aðgangur að Inter-
neti og tölvu. Langtímaleiga.
Laust. 50.000. Tveir mánuðir fyrirfram
sem er 100.000.
osbotn@gmail.com
Sumarhús
Sumarhúsalóðir í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir í
kjarrivöxnu landi Vaðness í Grímsnes-
og Grafningshreppi. Allar nánari
upplýsingar í síma 896-1864.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Tómstundir
Fjarstýrðar innanhússþyrlur -
Gott verð
Erum með mikið úrval af fjarstýrðum
tækjum á góðu verði. Með hverju
keyptu tæki fylgir ávísun sem gildir
sem 1.000 kr. inneign á næsta
fjarstýrða tæki. Netlagerinn slf.
Dugguvogi 17-19, sími 517-8878.
Vefsíða Tactical.is
Vorum að fá sendingu af
plastmódelum frá Italeri í
úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is
Finnið okkur á facebook.
Til sölu
Íslenski kvenþjóðbúningurinn
Glæsilegur búningur til sölu. Mjög
vel með farinn. Allt silfur handsmíðað
af Jóhannesi Guðmundssyni.
Upplýsingar í s. 852 3266.
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150. Verð aðeins 690 þ. kr.
Uppl. í síma 7757144.
Plastgeymslu-útihús
Plastgeymslu-útihús. 4,5 fm. Auðveld
í uppsetningu og viðhaldsfrí. Verð
180 þús. Uppl. í síma 893-3503 eða
845-8588.
Kristals-hreinsisprey
Hreinsisprey fyrir kristalsljósakrónur
og kristal.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
BÚÐU TIL ÞITT
DAGATAL
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!!...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
BÚÐU TIL ÞITT
MYNDA-
ALBÚM
BÚÐU TIL ÞÍN
JÓLAKORT
Gleðileg jól!
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
Verslun
Trúlofunarhringar - gamaldags
og nýmóðins
Auk gullhringa eigum við titanium-,
silfur- og tungstenpör á fínu verði.
Sérsmíði, skart, silfur og vönduð
armbandsúr. ERNA, Skipholti 3,
s. 552 0775, www.erna.is.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu.
Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata,
Kópavogi. fannar@fannar.is
s. 551-6488.
Húsnæði óskast.
Íslensk fjölskylda, sem er að flytja
heim frá Bandaríkjunum, óskar eftir
að taka á leigu íbúð á
höfuðborgarsvæðinu. Þarf að vera
laus sem fyrst. Æskileg stærð 4-5
svefnherbergi. Nánari upplýsingar
veitir Hrafnkell - keli@ccpgames.com
eða í s. 1 404 578 7530
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
Dóra Dröfn Skúladóttir,
geðhjúkrunarfræðingur, hefur
opnað samtalsmeðferðarstofu að
Skipholti 50b. Með Diploma í
hugrænni atferlismeðferð. Viðtals-
pantanir alla daga í síma 841-7010.
Netfang: hamir@simnet.is.
Málarar
Málarar Alhliðamálningarþjónusta.
Getum bætt við okkur verkefnum, til-
boð eða tímavinna. Vönduð vinnu-
brögð, hagstæð verð í boði og góðir
greiðsluskilmálar.
Sími 823 8547 og 659 9676.
Frímerki-Mynt-Seðlar:
Uppboðsaðili kaupir frímerki,
umslög, mynt, seðla, póstkort,
minnispeninga, orður, gömul skjöl
og margt fleira. Staðgreiðsla í
boði. Sími 561 5871 og 694 5871.
Til sölu
Castiglione. Ítölsk. 9/3 skiptingar,
lófaskipting, 3ja kóra. Verð kr.
195.000. Sími 694 3636.
Frítt sölumat
Ertu í söluhugleiðingum?
Haraldur A. Haraldsson löggiltur
fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
GSM 690 3665.
UPPÁHALDS HVOLPAR -
HRFÍ ÆTTBÓK
Þessir tveir eru geðgóðir og skemmti-
legir labradorhvolpar, og mjög lofandi
veiðihundar ;) Tilbúnir til afhendingar.
Uppl. Sirrý 772-5477 eða
uppahalds@gmail.com
Kaupi gamla mynt og seðla
Kaupi gömul mynt- og seðlasöfn.
Geri tilboð á staðnum. Gull- og silfur-
peningar. S. 821 5991, Sigurður.