Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 43
DAGBÓK 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011
Karlinn á Laugaveginum varsvartur í framan þegar ég hitti
hann, hafði áhyggjur af tvísköttun
og sagði að Steingrímur væri með
álbarn í maganum, – „það er verra
en að vera með steinbarn í mag-
anum,“ sagði hann. „Hjarta þeirra á
Skaganum slær á Grundartanga“:
Steingrímur hleypur hæstu fjöll
með heljarstóra rauða kúlu á maganum
langar að drepa álver öll
og ekki er bein úr sjó að hafa á
Skaganum.
Og síðan:
Engan kvóta er að fá
ekki er skreið í hjöllum.
Staðreyndir ýmsar stangast á
Steingrímur kemur af fjöllum!
Leó Eyjólfsson orti:
Ef að finn ég ekki nein
önnur bjargarræði,
brenni ég hafís, borða stein,
brúka vind í klæði.
„Hugarhjal“ stendur á miða föð-
ur míns við þessa hringhendu Jens
Jenssonar:
Allt vill ganga andhælis,
allt vill ranga veginn,
allt vill spranga úrhendis,
allt vill þangað megin.
Sigurður Z. sendi Þorsteini
Scheving lyfsala á miða þessa vísu á
bannárunum og fékk brennivín út á
það:
Eg er að verða aumingi,
aðeins tíri á skari;
sendu lækning sálinni
svo hún ekki fari!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Steingrímur
kemur af fjöllum
Til athugunar
Menn tala um að aka eða hjóla hringinn í kring-
um landið. Betra væri að segja: Ég ætla að
ganga eða aka hringinn um landið. Síðan er
annað. Einhver er á útopnu var notað mikið um
tíma, þetta er gamalt gufuvélamál og kom til af
því að ef nauðsyn krafði að ná öllu mögulegu
afli úr vél þá var lokað fyrir ventlana og allri
mögulegri gufu veitt að vélinni til að ná há-
marksganghraða. Þetta hét á þeim tíma að
keyra á útopnuðu með blautum dampi.
Lesandi.
Áskorun til RÚV
Vinsamlega takið til sýninga þætti með Chapl-
in, Abbott og Costello, Gøg og Gokke og Bakka-
bræðrum, landinn yrði alsæll.
Ein í gamla tímanum.
Velvakandi
Ást er…
… stundum
dálítið óþekk.
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞÁ ER KOMIÐ AÐ KATTA-
MATREIÐSLUÞÆTTINUM MEÐ
TÍBERÍUSI
KOMIÐ ÞIÐ SÆL, Í DAG ER
EIGANDINN MINN Í BURTU OG ÞAÐ
GEFUR MÉR SÉRSTAKT TÆKIFÆRI...
...TIL AÐ
ELDA GULL-
FISKAGÚLLAS
MIKIÐ ER
ÞESSI GULLFISKUR
EITTHVAÐ
STRESSAÐUR
ÉG HELD
AÐ ÞIÐ TÓN-
LISTARMENN
SKILJIÐ EKKI
ÁSTINA
ÞAÐ EINA SEM ÞIÐ HUGSIÐ
UM ER TÓNLISTIN YKKAR! ÞIÐ
HUGSIÐ BARA UM TÓN-
LISTINA OG YKKUR SJÁLFA!
YKKUR ER SAMA UM AÐRA!
YKKUR ER SAMA UM ÁSTINA,
NÆRGÆTNI EÐA...
ÉG VONA AÐ
ÞESSIR HLUTIR SÉU
EKKI ILLAFENGNIR,
HRÓLFUR MINN
SVO
SANNARLEGA
EKKI, BRÓÐIR
ÓLAFUR
HVAÐ FINNST
ÞÉR UM ÞETTA
SLAGORÐ?
MÉR
FINNST
EITTHVAÐ
SKRÍTIÐ VIÐ
ÞAÐ...
HVAÐ
ÁTTU VIÐ
MEÐ
„SKRÍTIД?
ÉG VEIT ÞAÐ
EKKI ALVEG. ÉG
SKAL SEGJA ÞÉR ÞAÐ
ÞEGAR ÉG ER BÚINN
Á KLÓSETTINU
ÉG ER ÞEGAR
BÚINN AÐ PANTA
NÝ SKILTI!
LEADFOOT:
ÞEGAR HLUTIR
ÞURFA AÐ
KOMAST TIL
SKILA!
„ÞEGAR
HLUTIR ÞURFA AÐ
KOMAST TIL
SKILA”
HVAÐ
ERTU AÐ
HUGSA
ÁSTIN MÍN?
ÉG VILDI AÐ
ÉG VÆRI EINS FRÆG
OG TONY STARK, HANN
ER FRÆGARI EN
FLESTAR KVIKMYNDA-
STJÖRNUR
ÉG ER BARA LÍTIL
LEIKKONA SEM LEIKUR
FYRST OG FREMST Í
LITLUM SÝNINGUM
AFSAKIÐ,
ÉG VONA AÐ
ÉG SÉ EKKI AÐ
TRUFLA...
MIG
LANGAÐI
BARA AÐ
HITTA HINA
HÆFILEIKA-
RÍKU MARY
JANE PARKER
EINHVER HÉRNA
HEFUR ÞÓST VERA ÉG OG
NOTAÐ KREDITKORTIÐ MITT
ÁN MINNAR VITUNDAR!
ÞEIR
VORU AFAR
VANDFENGNIR!
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is
Um miðja tuttugustu öld spilltisvokallað eiðrofsmál sam-
starfi sjálfstæðis- og framsókn-
armanna. Þetta mál snerist um það,
að ráðherrar Framsóknarflokksins
í þjóðstjórninni svonefndu töldu sig
í ársbyrjun 1942 hafa fengið loforð
um það frá ráðherrum Sjálfstæð-
isflokksins, þar á meðal Ólafi
Thors, að ekki skyldi á næstunni
hreyft við kjördæmaskipan, sem
var Framsóknarflokknum mjög í
hag.
Þótt Sjálfstæðisflokkurinn fengi
jafnan miklu fleiri atkvæði í kosn-
ingum en Framsóknarflokkurinn,
hafði hann færri þingmenn. Því olli
meðal annars, að Framsókn-
arflokkurinn hlaut báða þingmenn-
ina í nokkrum tvímennings-
kjördæmum, sem þá voru til, þótt
Sjálfstæðisflokkurinn hefði litlu
minna fylgi í þeim kjördæmum
flestum.
Vorið 1942 bar Alþýðuflokkurinn
óvænt fram tillögu um að breyta
þessari skipan. Sjálfstæðismenn
töldu sig verða að samþykkja hana,
enda gerðu þeir sér vonir um að fá
annan manninn af tveimur í sex tví-
menningskjördæmum, þar sem
Framsóknarflokkurinn hafði haft
báða. Sagði einn þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, dr. Magnús Jóns-
son prófessor, í útvarpsumræðum í
maílok 1942: „Sjálfstæðismenn geta
ekki hafnað sex steiktum gæsum,
sem koma fljúgandi upp í munn-
inn.“ Framsóknarmenn töldu sig
illa svikna. Ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins kváðust hins vegar aðeins
hafa lofað að hafa sjálfir ekki frum-
kvæði að breytingum á kjör-
dæmaskipaninni. Þeim væri frjálst
að samþykkja tillögur annarra.
Kosið var samkvæmt hinni
breyttu kjördæmaskipan haustið
1942. Þá brá svo við, að sjálfstæð-
ismenn unnu aðeins annan mann-
inn í fjórum af þessum sex kjör-
dæmum. Eysteinn Jónsson hélt
öðru sætinu í Suður-Múlasýslu og
Páll Zóhóníasson öðru sætinu í
Norður-Múlasýslu. „Steiktu gæs-
irnar“ urðu því aðeins fjórar, en
ekki sex, og þeir Eysteinn og Páll
voru kallaðir gæsabanar fyrir vik-
ið. (Ég hef áður rætt það hér, hvers
vegna flokksbróðir þeirra, Her-
mann Jónasson, var kallaður kollu-
bani).
Eiðrofsmálið hafði hins vegar
þær afleiðingar, að framsókn-
armenn neituðu að sitja í rík-
isstjórn undir forystu Ólafs Thors
næstu ellefu árin, fram til 1953.
Því er við að bæta, að orðtakið að
„steiktar gæsir komi fljúgandi upp
í munninn“ á að hafa komið fyrir
þegar í verkum grísks gam-
anleikjaskálds, Telekleidesar, á 5.
öld fyrir Krists burð.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Gæsabanarnir
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is