Morgunblaðið - 26.11.2011, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 26.11.2011, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 ✝ EðvaldínaMagney Krist- jánsdóttir fæddist á Hríshóli í Barða- strandarsýslu 8. ágúst 1913. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. nóv- ember 2011. Foreldrar henn- ar voru Kristján Jens Einarsson, f. 15. apríl 1861, d. 1. september 1935 og kona hans Kristrún Magnúsdóttir, f. 11. september 1888, d. 15. ágúst 1917. Systkini hennar eru Halldór Kr. Kristjánsson, f. 26. febrúar 1915, d. 25. janúar 1988, og Einar Kristjánsson, f. 15. ágúst 1917. Eðvaldína giftist 19. sept- ember 1941 Magnúsi Sig- urbjörnssyni, bónda og oddvita í Glerárskógum, Dalabyggð, f. 23. apríl 1910, d. 19. október 1985. Dætur þeirra eru: 1) Kristrún Helga f. 17. október 1942, d. 10. október 2011. Maki, Viðar G. Waage. Börn þeirra: Ína, sambýlismaður Geir Guð- jónsson. Barn þeirra: Stein- grímur Geir. Eðvaldína eða Ína eins og hún var alltaf kölluð ólst upp á Hríshóli til fjögurra ára aldurs, fluttist þá í Hvammssveitina, fyrst að Sælingsdalstungu og síðar að Hólum í sömu sveit. Árið 1934 stundaði hún nám í Húsmæðraskólanum á Stað- arfelli í Dölum, eftir það dvaldi hún um tíma í Reykjavík og starfaði í Sjóklæðagerðinni. Ína fluttist ásamt eiginmanni sínum að Glerárskógum í Hvamms- sveit árið 1939 þar sem þau bjuggu allan sinn búskap og tók hún þátt í öllum bústörfum ásamt því að stjórna stóru heimili. Eftir lát Magnúsar 1985 fluttist hún til Reykjavík- ur. Ína var mikil hannyrða- og listakona, og liggja eftir hana fallegar myndir og aðrir list- munir. Í mars 2004 hélt hún yf- irlitssýningu á verkum sínum í Gerðubergi þar sem hún tók þátt í félagsstarfi frá 1985, og þar naut hún sín í leik og starfi. Síðasta ár dvaldi hún á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hún naut góðrar umönnunar. Eðvaldína verður jarðsungin frá Hvammskirkju í Dölum í dag, 26. nóvember 2011, og hefst athöfnin klukkan 14. a) Bjarki, sambýlis- kona: Sveinbjörg Ólafsdóttir. Börn Bjarka: Hinrik Við- ar, Viktor Snær og Marín Mjöll. b) Smári, maki: María Sunna Ein- arsdóttir. Börn þeirra: Daníel, Katrín Ósk og Davíð Emil. 2) Björk f. 19. febr- úar 1947. Maki: Steinar Tómas Karlsson. Börn þeirra: a) Magnús Helgi, maki Margrét Th. Friðriksdóttir. Börn þeirra: Hlynur Ingi, Steinar Friðrik og Ína Magney. b) Kristján Hörð- ur, maki: Bergþóra Linda Húnadóttir. Börn þeirra: Ísa- bella Eir og Emilý Björk. Dótt- ir Kristjáns: Þorbjörg Elísabet. 3) Bjarnheiður, f. 31. janúar 1951. Maki: Steingrímur S. Ei- ríksson, þau skildu. Börn þeirra: a) Harpa Sigríður, sam- býlismaður Ólafur Karel Jóns- son. Börn Hörpu Sigríðar: Arn- ar Óli og Steinar Ingi. b) Helga Elsku amma mín. Ég á svo góðar og dýrmætar minningar um þig. Mér eru ofarlega í huga sumr- in sem ég var hjá þér í sveitinni, þar kallaðir þú mig kaupakonuna þína. Þar kynntumst við svo vel og vorum svo nánar. Okkur kom vel saman enda var alltaf gott að vera nálægt þér. Í sveitinni vor- um við alltaf eitthvað að sýsla eins og prjóna, baka, spila, vinna í garðinum og svo var stundum farið í berjamó. Svo voru það ýmis störf sem ég sá um eins og að sækja póstinn, reka kindurn- ar úr túninu, brenna ruslið, loka gróðurhúsinu og fleira og þess- um verkum sinnti ég og tók al- varlega og hafði líka gaman af. Svo voru ferðir í Búðardal með Einari frænda, þá fórum við í fínni fötin, keyptum mat og út- réttuðum. Ég get enn fundið kaffiilminn í eldhúsinu á morgn- ana og séð þig standa við elda- vélina og hella upp á og ímyndað mér bragðið af kleinunum og pönnukökunum þínum. Við gátum alltaf spjallað mikið saman og hlegið, það var gaman að hlusta á þig segja sögur af afa Magnúsi og langömmum mínum og langöfum og alls kyns atburð- um úr þínu lífi. Mér er minnisstætt þegar þú sagðir að ég væri góð búkona eftir að ég byrjaði að búa og ég man hvað ég var montin að heyra þig segja það. Þú varst mér alltaf svo góð, varst dugleg að hrósa mér og hafðir óbilandi trú á mér, það og öll sú viska sem þú gafst af þér var og verður mér alltaf mikils virði. Guð geymi þig elsku amma. Þín nafna Helga Ína. Elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin frá okkur fyllist ég miklum söknuði en stend eftir með minningar um stórkostlega konu, konu sem var alltaf svo dugleg í öllu sem hún tók sér fyr- ir hendur, yndislega góð við alla og allir vildu þekkja. Ég var ekki há í loftinu þegar ég man eftir þér fyrst, ég verð ævinlega þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér, segi það stolt að þú hafir kennt mér að prjóna, hekla, baka kleinur og pönnu- kökur og margt fleira. Þegar við vorum bara tvær í sveitinni og ég að „passa“ þig eins og oft var sagt var ég alltaf að taka upp á alls konar vitleysum og þú lést allt eftir mér og varst ótrúlega þolinmóð við uppátækjasömu stelpuna. Sérstaklega minnisstæðar eru kaupstaðarferðirnar í Búðardal, þá þurfti ég litla svefnpurkan að vakna miklu fyrr en venjulega því Einar bróðir þinn sem keyrði okkur vildi fara fyrir hádegi, og svo mættum við spariklæddar út á hlað þegar Einar kom að sækja okkur. Þú laumaðir alltaf að mér smá pening til að ég gæti keypt mér eitthvað gott. Þegar þú fluttir suður var það mikið sport að fá að gista hjá þér og þá vökt- um við oft frameftir og borðuð- um súkkulaði, horfðum á sjón- varpið og kúrðum svo saman í þinni holu. Þröngt máttu sáttir liggja. Í morgunmat fékk ég svo ristað hveitibrauð með smjöri, sem ég fékk aldrei nema hjá þér. Ég er ótrúlega stolt að hafa átt þig fyrir ömmu og á eftir að minnast þín á hverjum degi sem eftir er. Ég vona að þú hafir hitt allt fólkið okkar þarna hinum megin. Ég kveð þig með miklum söknuði með ljóði eftir Guðrúnu frá Brautarholti. Við sjáumst seinna elsku amma mín. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. Þín Harpa. Ína föðursystir mín fæddist á Hríshóli í Reykhólasveit árið fyrir upphaf fyrri heimsstyrjald- ar. Hún var dóttir Kristrúnar Magnúsdóttur og Kristjáns Ein- arssonar sem eignuðust auk hennar drengina Halldór og Ein- ar, föður minn. Kristrún lést nokkrum klukkustundum eftir að hann fæddist, í ágúst 1917. Ína var þá nýorðin fjögurra ára. Hún sagðist hafa verið fjörug skotta fram að því en allt breytt- ist við móðurmissinn. Hún átti eina minningu um mömmu sína: þær voru á leið í bólusetningu á næsta bæ og mamma hennar lánaði henni fína trefilinn sinn og Ínu þótti hún vera glæsilegasta stúlkan í Reykhólasveit. Vorið 1918 flutti Kristján suð- ur í Dali. Pabbi fór í fóstur en Ína og Haddi fylgdu pabba sín- um. Ína ólst upp í Hólum í Hvammssveit og var farin að gegna störfum ráðskonu barn að aldri. Hún fékk fyrst að fara í kaupstaðinn tólf ára, það hafði gengið svo vel að þvo ullina. Um tvítugt fór hún til Reykjavíkur og vann þar í nokkur ár áður en hún hélt aftur vestur. Hún giftist Magnúsi Sigurbjörnssyni í Gler- árskógum í Hvammssveit og þar bjuggu þau í fjóra áratugi og eignuðust þrjár dætur. Magnús var grandvar dugnaðarmaður og Ína lærði ekki að hvíla sig fyrr en á áttræðisaldri og lærði þó ekki. Magnús lést skömmu eftir að þau hættu búskap og Ína stóð uppi ein. Þá fór hún að gera það sem hana hafði kannski alltaf langað til; að mála myndir. Dæt- urnar réðu henni einkakennara og myndirnar báru vitni inn- bornu listfengi. Svo fór hún vest- ur á sumrin og ræktaði garðinn sinn. Hún var minnug og mundi þá tíma upp úr fyrra stríði þegar enn hafði ekki heyrst í vél vestur í Hvammssveit. Fyrir skömmu sagði ég henni frá því hvað það hefði verið erfitt að ná bíllausum mínútum þegar ég var að hljóð- rita lækjarniðinn í Leysingja- staðahlíðinni til að nota í tónlist. „Ja, það var nú öðruvísi þegar ég var í Hólum. Hann pabbi þinn söng alltaf þegar hann var að reka kindurnar á Leysingjastöð- um, við heyrðum í honum yfir og pabbi sagði að hann myndi eyði- leggja í sér röddina með þessu!“ Hún reyndist mér drjúg hjálp- arhella þegar mig langaði að skyggnast inn í líf þess fólks sem við vorum bæði komin af. Sársaukinn yfir að hafa ekki fengið að kynnast móður sinni betur bjó enn með henni tæplega aldargamalli. En hún var sterk í sínu milda og ívið glettna fasi. Á þann styrk reyndi í haust þegar hún missti elstu dóttur sína. 1. júní 1913 voru næturgestir á Hríshóli þar sem Kristrún var langt gengin með Ínu. Í þeim hópi var Matthías Jochumsson, að líta æskuslóðirnar í hinsta sinn. Þeim dvaldist á Hríshóli daginn eftir vegna þess að skáld- ið var að ræða spíritisma við Kristján bónda. Kannski hefur sú umræða borist til Ínu í móð- urkviði, en hún var sannfærð um að annað líf biði hennar að loknu þessu. Það vona ég líka, meðal annars vegna þess að það var svo gaman að tala við Ínu frænku, einhverja ærlegustu og falleg- ustu manneskju sem ég hef kynnst. Tómas R. Einarsson. Blessuð sé minning Ínu, minn- ing um yndislega góða konu, manneskjulega bóndakonu sem byggði sitt ból undir dalanna sól. Ína var gift ömmubróður mín- um Magnúsi sem lést fyrir 26 ár- um, þau bjuggu saman í Gler- árskógum vestur í Dölum. Eftir að frændi minn féll frá flutti Ína suður til Reykjavíkur og bjó í höfuðborginni yfir vetrarmán- uðina en fyrir vestan á sumrin. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera í sveit hjá Ínu og Magnúsi frænda. Ég var aðeins Eðvaldína Magney Kristjánsdóttir (Ína) Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is • grand.is Grand erfidrykkjur • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓN JÓSEFSSON flugvirki, Markarflöt 10, Garðabæ, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 24. nóvember. Kristín Gísladóttir, Brynja Hrönn Jónsdóttir, Hildur Edda Jónsdóttir, Bragi Smith, Sverrir Már Jónsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Helgi Hrannar og Brynjar Orri, Anna Guðrún Jósefsdóttir, Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir. ✝ Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför okkar elskulega eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JENS PÉTURS CLAUSEN, Fögrubrekku 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki göngudeildar hjarta- bilunar og hjartadeildar Landspítalans. Marsibil Jóna Tómasdóttir, María Anna Clausen og fjölskylda, Arinbjörn Viggo Clausen og fjölskylda, Bára Jóhannesdóttir og fjölskylda, Bjarki Þór Clausen og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúðar- kveðjur við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS B. PÁLSSONAR, Ægisíðu 44, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir alúð og umhyggju. Sigríður Einarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Páll Einarsson, Ingibjörg Briem, Baldvin Einarsson, Sigrún Steingrímsdóttir, Árni Einarsson, Unnur Þóra Jökulsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN ÞORLEIFSSON, Bárugötu 12, Dalvík, lést á Dalbæ mánudaginn 21. nóvember. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jónína Árnadóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang- afi og vinur, HERMANN VALSTEINSSON, Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Haukur Hermannsson, Ólöf Ásgeirsdóttir, Pétur Ágúst Hermannsson, Reynir Hermannsson, Martha M. K. Ingimarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær unnusta mín, dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, PETRÍNA MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, Sólheimum 27, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 1. desember kl. 13.00. Guðmundur Mjöllnir Þorsteinsson, Árni Sigurðsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Kristófer Eiríkur Árnason, Sandra Ólafsdóttir, Þorkell Árnason, Oddný Bergþóra Helgadóttir, Viðar Már Ólafsson, Kristófer Örn Kristófersson, Kristinn Arnar Kristófersson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTJANA ÞÓRHALLSDÓTTIR, Reykjaheiðarvegi 6, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtudaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Þórhallur Björnsson, Sigríður Björg Sturludóttir, Þorkell Björnsson, Hulda Guðrún Agnarsdóttir, Arnar Björnsson, Kristjana Helgadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN ÁSTRÓS SIGURÐARDÓTTIR, Höfðabrekku 23, Húsavík, lést í faðmi fjölskyldunnar aðfaranótt föstudagsins 25. nóvember. Útförin verður tilkynnt síðar. Ólafur Ármann Sigurðsson, Sandra Kristín Ólafsdóttir, Einar Víðir Einarsson, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, Hrafn Malmquist, Ólafur Ármann Sigurðsson, Ásta Björk Aðalgeirsdóttir, Atli, Bogi og Lísa Bríet.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.