Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 278. tölublað 99. árgangur
JÓLABLAÐIÐ
128 SÍÐUR AF UPPSKRIFTUM, VIÐ-
BURÐUM, GÓÐUM GJÖFUM O.FL.
3 - 110 R.
10 R.
R.
hálsi 3
- 110 R
.
. .
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kolefnislosun Álverið í Straumsvík er
eitt fyrirtækjanna sem borga skattinn.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir að aldrei hafi
staðið til í bandorminum að tví-
skatta fyrirtæki sem borga kolefn-
isskatta, tryggt verði að Ísland
verði að öllu samanlögðu vel sam-
keppnishæft.
„Við erum meðvituð um það hér í
ráðuneytinu að losunarheimild-
irnar og kaup á þeim eru að koma
til sögunnar [á Evrópska efnahags-
svæðinu] og um það er fjallað í
greinargerðinni með lögunum,“
segir Steingrímur. „Þar af leiðandi
segjum við að það þurfi að stilla
þessa hluti af við þá framtíð.“
Aldrei hafi staðið annað til en að
samræma þá kolefnisskatta sem
hér yrðu á notkun við þá skatta sem
yrðu settir á losun hjá sumum
greiðendum skattsins. »4
Hyggst tryggja að
Ísland verði vel
samkeppnishæft
Kristján Jónsson
kjon@mbl.s
Samfylkingarmenn eru sumir afar
ósáttir við þá ákvörðun innanríkis-
ráðherra að hafna beiðni um undan-
þágu vegna kaupa kínverska auð-
mannsins Huangs Nubos á
Grímsstöðum á Fjöllum. Talsmaður
Huangs á Íslandi, Halldór Jóhanns-
son, kvartar undan því að innanrík-
isráðuneytið hafi ekki svarað tölvu-
skeytum hans og ráðherra aldrei átt
fund með honum eða Huang.
Bergur Elías Ágústsson, sveitar-
stjóri Norðurþings, segir menn hafa
reynt að hafa frumkvæði en allt sé
slegið af, fyrst álver og nú eigi að
stöðva kísilverksmiðju með sköttum.
„Við vorum svo heppin að fá hingað
Huang Nubo sem var tilbúinn að
fjárfesta í sveitarfélaginu og taka
virkan þátt í að efla ferðaþjónustuna
en það verður ekki leyft. Það er ekki
laust við að maður verði hugsi.“
Verkalýðsleiðtoginn Aðalsteinn
Baldursson segir að ástandið sé farið
að líkjast „einelti“ gagnvart Norður-
þingi.
Árni Páll Árnason efnahags- og
viðskiptaráðherra sagði niðurstöð-
una óhjákvæmilega vekja spurning-
ar um stjórnarsamstarfið og fram-
hald þess. Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra segir aðspurður
að mikið hugarflug þurfi til að kom-
ast að þeirri niðurstöðu að málið ógni
stjórnarsamstarfinu. „Þetta snýst
ekki um pólitík heldur um það eitt að
fara að landslögum,“ segir hann.
En eru líkur á að stjórnin falli
vegna máls Huangs? „Menn eru mis-
jafnlega fúlir yfir þessu,“ sagði Öss-
ur Skarphéðinsson utanríkisráð-
herra. „Sumir eru verulega
óánægðir en þetta mál er þrátt fyrir
allt ekki af þeirri stærðargráðu að
það steypi stjórninni.“
MFordæmalaus stærð »6
Ósætti vegna synjunar
Össur segir mál Huangs ekki af „þeirri stærðargráðu að það steypi stjórninni“
Fulltrúar Norðurþings segja allar fjárfestingarhugmyndir slegnar af
Ljósmynd/Birkir Fanndal
Deiluefni Grímsstaðir á Fjöllum.
Fyrsta helgin í aðventu er gengin í garð og má
búast við því að í kvöld og næstu vikur sæki
fjöldi manns jólahlaðborð með tilheyrandi glöggi
til að hita sig upp fyrir hátíðarnar. Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu hóf í gær sitt hefðbundna
átak gegn ölvunarakstri á aðventu. Hátt í 200
bílar voru stöðvaðir og var einn bílstjóri látinn
hætta akstri, en flestir voru þó til fyrirmyndar
líkt og þetta unga fólk sem lögreglan ræddi við.
Gluggað að glöggi í umferðinni á aðventu
Morgunblaðið/Júlíus
Fjöldi fólks sem tapaði stofnfé sínu
við fall sparisjóðanna gerir sér nú
vonir um að skuldirnar verði felldar
niður, eftir að dómur Hæstaréttar féll
í máli stofnfjáreigenda Byrs spari-
sjóðs.
Samtök stofnfjáreigenda margra
sparisjóða meta nú hvort forsendur
dómsins eigi við um fleiri. Málin eru
mörg og mismunandi, en dæmi eru
um heimili sem skulda á annað hund-
rað milljónir króna vegna stofnfjár-
kaupa í sparisjóðum sinnar heima-
byggðar. Algengt
var að sparisjóð-
irnir veittu lán til
einstaklinga sem
vildu styðja sjóð-
inn með auknu
stofnfé. Eignin er
í flestum tilvikum glötuð, en lánin
standa eftir. Í Húnaþingi vestra og
Bæjarhreppi var ekki óalgengt að
einstaklingar keyptu stofnfé fyrir 20
milljónir með lánum sem voru að
hluta gengistryggð og standa nú í um
30 milljónum. Dæmi eru um að fólk
hafi tekið enn hærri lán. Svo voru aðr-
ir sem tóku ekki lán fyrir stofnfénu en
þeir hafa tapað sínu fé. Ekki eru allir
stofnfjáreigendur vongóðir um lausn.
„Við erum að borga og munum borga
út ævina,“ segir Stefán Sigurjónsson,
stofnfjáreigandi í Sparisjóði Vest-
mannaeyja en þar fjármagnaði hver
kaupin fyrir sig. „Ég er hættur að líta
á þetta sem eign. Maður fær ekki einu
sinni koníak á fundum, aðeins malt og
appelsín.“ »20
Dómurinn vekur vonir
Stofnfjáreigendur víða um land eygja von um niðurfellingu
Vatnavinir hafa kynnt fyrir borg-
aryfirvöldum og fleirum marg-
breytilega möguleika á að efla bað-
og sundmenningu Íslendinga. Þetta
væri hægt að gera í smáum skref-
um, sums staðar þyrfti að ráðast í
töluverða uppbyggingu en annars
staðar ekki. „Til að gera sjóböð að-
gengilegri á Seltjarnarnesi og
Álftanesi þarf bara aðstöðu til að
skipta um föt og kannski eina
sturtu og einn heitan pott,“ segir
Olga Guðrún Sigfúsdóttir, einn
vatnavina. »18
Efla menningu með
fleiri möguleikum til
að fara í bað