Morgunblaðið - 26.11.2011, Page 42

Morgunblaðið - 26.11.2011, Page 42
42 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Víkverja finnst jólasnjórinnsem kom loksins í lok nóv- ember vera góð tíðindi. Það er svo miklu þægilegra að keyra í um- ferðinni þegar allir keyra á 20 kílómetra hraða og enginn er að taka fram úr manni og maður þor- ir ekki að taka fram úr öðrum. Svo er þægilegt að mæta loksins of seint í vinnuna og allir hafa fullan skilning á því. Víkverja finnst allt- of of oft vera mikið skilningsleysi gagnvart því að hann lúri aðeins lengur í rúminu sem er mun hlýrra á svona köldum vetr- armorgnum en á öðrum tímum ársins. x x x Það er samt áhugavert að það ereinsog það komi alltaf Íslend- ingum á óvart þegar snjórinn byrjar að falla á þessu landi. Eins- og menn hafi búist við að í þetta skiptið myndu þeir ekki þurfa að setja vetrardekkin undir bílinn, nú yrði þetta bara samfleytt sum- ar allan ársins hring. x x x Það að vera óviðbúnir vetrinumsem menn vita þó að kemur á endanum er ekki séríslenskt fyr- irbrigði. Víkverji er svo sjóaður að hann hefur búið í útlöndum og í einu slíku varð alltaf panikástand þegar snjórinn kom og umferð- arslys jukust til muna. x x x Þegar Víkverji hugsar til þessað fólk hafi virkilega hafið þjóðflutninga norður á sínum tíma, fyrir mörg hundruð árum, á brott úr sólinni til að komast í kuldann þá er hann forviða. Það er alveg ljóst að þeir sem hafa tekið þá ákvörðun hafa gert það í neyð enda virðast þeir Íslendingar sem eignast einhvern pening alltaf færa sig suður aftur. Víkverji er annars mjög fylgjandi gróður- húsaáhrifunum. Jú, þau munu kannski tortíma veröldinni en í það minnsta munu Íslendingar fá að njóta sólar í meira mæli. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 fleðulæti, 4 súld, 7 þreytir, 8 ýkjur, 9 trant, 11 gefið fæði, 13 augnhár, 14 umönnun, 15 erfið, 17 rán- dýr, 20 sár, 22 pysjan, 23 á, 24 sjúga, 25 virki. Lóðrétt | 1 háðsk, 2 hagn- aður, 3 harmur, 4 stutta leið, 5 nægir, 6 sér eftir, 10 þyngd- areiningin, 12 tíu, 13 eld, 15 kunn, 16 orðað, 18 lítill bátur, 19 bola, 20 elska, 21 flenna. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ergilegur, 8 bagan, 9 dugur, 10 aða, 11 tæran, 13 rorra, 15 skökk, 18 smári, 21 aft, 22 grunn, 23 aðall, 24 raka- laust. Lóðrétt: 2 ragur, 3 innan, 4 endar, 5 uggur, 6 ábót, 7gróa, 12 auk, 14 orm, 15 segl, 16 öfuga, 17 kanna, 18 slaga, 19 árans, 20 illt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 26. nóvember 1981 Útgáfa DV hófst. Þá samein- uðust Dagblaðið og Vísir. „Hið sameinaða dagblað hefur að meginmarkmiði að starfa óháð flokkum og flokks- brotum,“ sögðu ritstjórarnir Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram í forystugrein. 26. nóvember 1987 Fyrsta einkasýning Louisu Matthíasdóttur listmálara hér á landi var opnuð í Gallerí Borg, en hún hafði þá dvalið í Bandaríkjunum í 46 ár. „Flest málverkanna seldust á tíu mínútum,“ sagði Morg- unblaðið. 26. nóvember 1998 Eftirlitsmyndavélar voru formlega teknar í notkun í miðborg Reykjavíkur, en áður höfðu verið gerðar tilraunir með þær. Í upphafi voru myndavélarnar átta og var markmiðið „að fækka af- brotum og skemmdarverkum á almannafæri“, eins og það var orðað í Morgunblaðinu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Þróttarinn Guðmundur Vignir Óskarsson, verk- efnastjóri hjá Reykjavíkurborg, hefur haft nóg að gera í gegnum tíðina og er hlaðinn verkefnum, en gefur sér samt tíma til þess að halda upp á 60 ára afmælið með fjölskyldu og vinum í dag. Að sjálf- sögðu verður fögnuðurinn í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Guðmundur Vignir kom m.a. að stofn- un alþjóðlega knattspyrnumótsins Rey Cup 2002 og er mótsstjóri keppninnar en hann var líka framkvæmdastjóri Þróttar á árunum 2003-2007. „Það er oft glatt á hjalla,“ segir hann um starfið í Þrótti og vísar til þess að í félaginu séu lands- þekktir skemmtikraftar og þar fari fram mjög öflugt barna- og ung- lingastarf. „Það er gróandinn og grunnurinn á félagsmódelinu.“ Guðmundur Vignir var lengi slökkviliðsmaður og þar lét hann líka til sín taka í félagsmálunum. Hann var síðasti formaður gamla fag- félags slökkviliðsmanna og fyrsti formaður og framkvæmdastjóri nýja félagsins, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna. Hann segir að félagsmálin séu mjög skemmtileg og gefandi og ánægjulegt sé að glíma við þróunarmál. „Ég er ofvirkur í verk- efnum,“ segir hann en leggur áherslu á heilsuna og fjölskyldulífið. Guðmundur Vignir Óskarsson 60 ára Ofvirkur í verkefnum  Margrét Kristjánsdóttir og Rannveig Sigrún Stef- ánsdóttir héldu hlutaveltu í anddyri Skagfirðingabúðar á Sauðárkróki og söfnuðu 22.952 kr. sem þær gáfu til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Með Mar- gréti og Rannveigu á myndinni eru Herdís Klau- sen og Hafsteinn Sæmunds- son. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Nú er rétti tíminn til þess að gera vel við sjálfan sig og næra líkama og sál. Láttu ekki ýta þér út í neitt sem þú ert ósáttur við. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er best fyrir þig að vinna bara í einrúmi í dag. Heilbrigð skoðanaskipti eru af hinu góða og sá er vinur sem til vamms seg- ir. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Kannski langar þig til þess að eyða fjármunum til þess að hjálpa einhverjum. Þótt þú lendir í einhverju mótlæti um skeið máttu ekki láta það á þig fá. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú verður hugsanlega fyrir von- brigðum með skiptingu á tilteknum hlunn- indum eða verkefni og áttir kannski von á meiru. Stundum er sannleikurinn sár. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú þarft á allri þinni einbeitingu að halda og mátt því ekki láta hugann reika um of. Láttu það ekki angra þig, þótt allt gangi ekki eftir sem aðrir segja. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þótt verkefnin hlaðist upp máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Virtu skoðanir annarra ef þú vilt sjálfur að aðrir taki þig alvarlega. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það getur stundum verið erfitt að fá sannleikann fram og ekki víst að öllum líki útkoman jafn vel. Gerðu þér dagamun af þessu tilefni en mundu að hóf er best. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Láttu ekki hugfallast þótt hug- myndir þínar hafi ekki fallið í góðan jarðveg. Þú áttar þig á því og stendur undir kröfum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú er nauðsyn að þú takir af skarið og nýtir forystuhæfileika þína. Haltu þínu striki því þú hefur engu að tapa. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Í dag er ekki rétti tíminn til þess að flýta sér, ekki í akstri, kaupum, sölu eða á stefnumóti. Vendu þig á að svara skilaboðum strax. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Stundum þarf að grípa til sér- stakra aðgerða til þess að vekja athygli sam- ferðamannanna. Hægðu á þér og teldu upp að tíu áður en þú hefst handa. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér stendur margt til boða þessa dagana og veist ekki enn hvað þér er fyrir bestu. Þú ert skýjum ofar því draumar þínir eru orðnir að veruleika. Stjörnuspá Sigurður Jó- hann Stefánsson, fyrrverandi bóndi á Stærri- Árskógi, Ár- skógsströnd, nú til heimilis að Víðilundi 24 Ak- ureyri, verður áttatíu og fimm ára á morgun, 27. nóvember. 85 ára Sudoku Frumstig 2 5 6 8 7 3 4 6 8 1 3 4 5 1 6 8 3 3 4 5 2 1 4 1 2 7 5 9 8 4 6 5 1 9 6 7 8 4 9 8 3 3 8 6 1 9 4 1 5 8 4 7 6 6 5 8 4 3 9 6 5 8 7 2 3 1 3 9 7 1 6 4 1 9 5 8 8 7 6 3 2 9 4 1 5 1 9 5 7 6 4 2 3 8 3 2 4 1 8 5 9 6 7 4 6 2 8 7 3 5 9 1 9 3 7 6 5 1 8 2 4 5 1 8 9 4 2 6 7 3 2 4 3 5 1 6 7 8 9 7 5 1 2 9 8 3 4 6 6 8 9 4 3 7 1 5 2 8 4 1 7 5 2 3 6 9 9 5 3 1 8 6 2 4 7 2 6 7 3 4 9 5 1 8 7 2 6 4 9 1 8 3 5 4 8 9 5 6 3 7 2 1 1 3 5 8 2 7 4 9 6 5 1 4 9 3 8 6 7 2 6 9 8 2 7 4 1 5 3 3 7 2 6 1 5 9 8 4 8 5 4 7 9 2 6 1 3 2 7 6 1 3 4 9 5 8 9 1 3 6 5 8 7 2 4 1 4 2 3 7 5 8 6 9 5 9 8 4 2 6 1 3 7 6 3 7 9 8 1 5 4 2 4 8 9 5 1 3 2 7 6 7 6 5 2 4 9 3 8 1 3 2 1 8 6 7 4 9 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 26. nóvember, 330. dagur ársins 2011 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Fulltrúar Íslands. S-Allir. Norður ♠D ♥ÁKG1092 ♦ÁG1085 ♣D Vestur Austur ♠K864 ♠G753 ♥7 ♥53 ♦KD976 ♦43 ♣842 ♣KG976 Suður ♠Á1092 ♥D864 ♦2 ♣Á1053 Suður spilar 7♥. Íslensk sveit, skipuð liðsmönnum Grants Thorntons, tók þátt Evrópubik- arnum í Bad Honnef um síðustu helgi. Tólf sveitir hófu keppni og var fyrst skipt í tvo riðla, síðan spilaðir lengri út- sláttarleikir. Grantverjum gekk heldur illa í riðlakeppninni, en unnu einvíg- isleiki sína í lokin og höfnuðu í 9. sæti. Spil dagsins kom upp í leik Grants og pólsku sveitarinnar. Eftir tvö pöss opnaði Pszczola (Pepsíkóla) í norður á 4♥ gegn Júlíusi Sigurjónssyni og Sveini Rúnari Eiríkssyni. Suður lét kyrrt liggja og Pepsí fékk alla slagina (710). Á hinu borðinu renndu bræð- urnir Hrólfur og Oddur Hjaltasynir sér í alslemmu í nokkrum sagn- hringjum, sem Oddur spilaði í suður. Tromp út er banvænt, en austur lét hjónin í tígli leiða sig afvega og kom út með ♦K (2210). Hlutavelta Flóðogfjara 26. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.26 0,2 6.41 4,5 13.00 0,2 19.02 4,0 10.31 16.00 Ísafjörður 2.29 0,1 8.38 2,5 15.08 0,0 20.57 2,1 11.02 15.39 Siglufjörður 4.39 0,1 10.51 1,4 17.09 -0,1 23.34 1,2 10.46 15.21 Djúpivogur 3.49 2,4 10.09 0,2 16.05 2,0 22.11 0,1 10.07 15.23 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. d4 Bb4+ 5. Bd2 Bxd2+ 6. Rbxd2 O-O 7. Bg2 c6 8. Dc2 b6 9. e4 dxe4 10. Rxe4 Rxe4 11. Dxe4 Bb7 12. Re5 Dc7 13. O-O Hc8 14. Df4 De7 15. Hfd1 Rd7 16. Hd2 Rf6 17. Had1 Hc7 18. g4 h6 19. h4 Rh7 20. Dg3 Hd8 21. a3 Hcc8 22. b4 b5 23. c5 Rf6 24. g5 hxg5 25. hxg5 Rd5 26. Be4 g6 27. Hd3 Kg7 28. Hf3 Hf8 29. Kg2 Hc7 30. Hh1 Dd8 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir nokkru í Ro- gaska Slatina í Slóveníu. Svissneski stórmeistarinn Yannick Pelletier (2584) hafði hvítt gegn Hannes Callam (2149) frá Þýskalandi. 31. Rxg6! fxg6 32. De5+ Rf6 33. gxf6+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.