Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Tugir þúsunda manna söfnuðust sam-
an á Tahrir-torgi í Kaíró í gær og
kröfðust þess að leiðtogar hersins í
Egyptalandi létu þegar í stað af völd-
um.
Leiðtogar hersins sögðust ekki ætla
að fresta þingkosningum, sem eiga að
hefjast á mánudaginn kemur, þrátt
fyrir blóðug átök á götum höfuð-
borgarinnar milli öryggissveita og
mótmælenda. Æðsta ráð hersins fól í
gær Kamal al-Ganzuri, fyrrverandi
forsætisráðherra, að mynda nýja
bráðabirgðastjórn. Ganzuri er 79 ára
gamall og var forsætisráðherra á ár-
unum 1996 til 1999 þegar Hosni Mub-
arak var forseti.
Hreyfingar lýðræðissinna í Egypta-
landi hafa krafist þess að mynduð
verði borgaraleg þjóðstjórn sem verði
meðal annars skipuð Amr Mussa,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
Arababandalagsins, og Mohamed El-
Baradei, fyrrverandi yfirmanni
Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunarinnar. ElBaradei var á með-
al þeirra sem tóku þátt í mótmælunum
á Tahrir-torgi í gær.
Mikla athygli vakti að áhrifamesti
klerkur súnní-múslíma í Egyptalandi,
æðsti klerkur al-Azhar moskunnar,
lýsti yfir stuðningi við kröfur mótmæl-
endanna í Kaíró. Forseti Egyptalands
skipar klerkinn og mjög sjaldgæft er
að hann taki afstöðu gegn ráðamönn-
um landsins í þjóðfélagsmálum.
„Hann styður ykkur og biður fyrir
sigri ykkar,“ sagði talsmaður klerks-
ins við mótmælendur á Tahrir-torgi.
Annar klerkur, sem stjórnaði bæn-
um á torginu, skoraði á leiðtoga hers-
ins að afsala sér öllum völdum til borg-
aralegrar þjóðstjórnar. Mazhar
Shahin, sem hefur verið kallaður
„klerkur byltingarinnar“, sagði að
mótmælendurnir yrðu á torginu þar
til leiðtogar hersins yrðu við kröfum
þeirra. „Það eina sem kemur til greina
er að mynduð verði þjóðstjórn sem
taki við völdum forsetans,“ sagði
klerkurinn.
Kosningum frestað?
Bandaríkjastjórn var í fyrstu treg til
að gagnrýna leiðtoga hersins í Egypta-
landi en skoraði í gær á þá að verða við
kröfum mótmælendanna og afsala sér
völdum til borgaralegrar ríkisstjórnar
eins fljótt og mögulegt væri. „Stjórn
Bandaríkjanna er eindregið þeirrar
skoðunar að ný ríkisstjórn Egypta-
lands þurfi að fá raunverulög völd þeg-
ar í stað,“ sagði Jay Carney, fjölmiðla-
fulltrúi í Hvíta húsinu í Washington.
Margir mótmælendanna vilja að
þingkosningunum verði frestað en
margir Egyptar eru andvígir því,
þeirra á meðal leiðtogar Bræðralags
múslíma, sem talið er að fái mest fylgi í
kosningunum.
Yfir 40 mótmælendur, þar af 36 í
Kaíró, hafa beðið bana í átökunum frá
því að mótmælin hófust á Tahrir-torgi
fyrir viku.
Herinn láti
af völdum
þegar í stað
Æðsti klerkur súnní-múslíma styður
kröfur mótmælendanna í Egyptalandi
Vantreysta hernum
» Leiðtogar hersins hafa boð-
að til þingkosninga sem eiga
að hefjast á mánudaginn kem-
ur. Gert er ráð fyrir að þeim
ljúki 11. mars á næsta ári.
» Þeir hafa einnig lofað for-
setakosningum ekki síðar en í
júní á næsta ári.
» Leiðtogar hersins hafa lofað
að láta af völdum þegar nýr
forseti hefur verið kjörinn en
mótmælendur treysta ekki lof-
orðum þeirra og vilja að borg-
araleg þjóðstjórn taki við völd-
unum fyrir þingkosningarnar.
FYRIRHUGAÐAR KOSNINGAR
Heimildir: World Factbook, fréttir fjölmiðla, Reuters
Neðri deild
þingsins
KOSIÐ Í ÁFÖNGUM
Efri deild þingsins
5. des.
Síðari
umferð
21. des.
Síðari
umferð
10. jan.
Síðari
umferð
20122011
5. febr.
Síðari
umferð
21. febr.
Síðari
umferð
11.mars
Síðari
umferð
28. nóv.
1. áfangi
Sæti Sæti
14. des.
2. áfangi
3. jan.
3. áfangi
29. jan.
1. áfangi
14. febr.
2. áfangi
4.mars
3. áfangi
270498
19
20
21
22
23
2425
26
27
Súes
(18)
10
11
1213
1415
16
17
Lúxor (7)
Kaíró
Port Said (8)Alexandría
5
1
2
4
6
3
9
Aswan
Behaira
Beni Suef
Giza
Ismailia
Menoufiya
Sharqiya
Sohag
Súes
10
11
12
13
14
15
16
17
18
2. áfangi
1. áfangi
Kaíró
Alexandría
Assiyut
Damietta
Fayoum
Kafr el-Sheikh
Lúxor
Port Said
Rauðahaf
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Al-Gharbiya
Dakhleya
Matrouh
Minya
Nýi dalur
Norður-Sínaí
Qalyubia
Qena
Suður-Sínaí
19
20
21
22
23
24
25
26
27
3. áfangi
Egyptar
99,6%
Múslímar
90%
Koptar
9%
Aðrir
1%
Aðrir
0,4%
Stærð: 1.001.450 ferkm
Íbúafjöldi: 82,08 millj. (áætlað í júlí)
Á kjörskrá: 50 milljónir
VLF: 497,8 milljarðar $(áætlað 2010)
VLF á mann: Um 744.000 kr. (áætlað 2010)
Atvinnuleysi: 9% (áætlað 2010)
Atvinnuvegir: Vefnaður, matvælafram-
leiðsla, ferðaþjónusta, efnaiðnaður,
EGYPTALAND Í TÖLUM
Stofnaður í apríl sem pólitískur
flokkur Bandalags múslíma
(bannað á valdatíma Mubaraks)
Kveðst vilja stjórnarskrá sem
sem virði réttindi múslíma og
annarra trúarhópa
Kveðst vilja lýðræði og
fjölræði í Egyptalandi
Stofnaður 1978
Hefur verið helsta afl frjálslyndra
lýðræðissinna
Nýtur stuðnings frammámanna
í viðskiptalífinu og Kopta
Kveðst styðja frjálst hagkerfi
með öflugt ríkisvald
Hefur gagnrýnt íslamista
Styður frjálsan markaðsbúskap,
aðskilnað ríkis og trúarbragða,
kveðst vilja binda enda á
stéttamisrétti og stækka
millistéttina
Yfir 50 stjórnmálaflokkar taka þátt í
þingkosningunum
STÆRSTU FLOKKARNIR
Frelsis- og
réttlætisflokkurinn
(FRF)
WAFD
Mið-hægriflokkur
Al-aMasryeen
al-Ahrar
(Frjálsir
Egyptar) frjálslyndur flokkur
Reuters
Ólga Mótmælendur með stóran fána á Tahrir-torgi í Kaíró í gær þegar tugir þúsunda manna söfnuðust þar saman.
NÝLEGIR
GÆÐABÍLAR
Á GÓÐU VERÐI
MM Pajero 3,2 In-
tense. Árgerð 2008, dísel,
sjálfsk. Ekinn 76.000 km
Ásett verð:
5.740.000,-
Mercedes-Benz
ML500. Árgerð 2006, ben-
sín, sjálfsk. Ekinn 104.000 km
Ásett verð:
4.990.000,-
VW Golf Trendl.1,4
Árgerð 2010, bensín,
beinsk. Ekinn 42.000 km
Ásett verð:
2.750.000,-
Audi Q7 TDi 3,0
Árgerð 2006, dísel,
sjálfsk. Ekinn 75.000 km
Mercedes-Benz
E500. Árgerð 2002, bensín,
sjálfsk. Ekinn 126.000 km
Ásett verð:
2.950.000,-
Ásett verð:
6.290.000,-