Morgunblaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 11
Skrúbbur Bananar eru mjög góðir í líkamsmeðferðir.Olía Barnaolíunæring mýkir hárið og gefur því prótín.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
Hér fylgja með þrjár uppskriftir úr
bókinni Náttúruleg fegurð.
Banana- og
sykurskrúbbur
Bananar eru mjög góðir í líkams-
meðferðir. Þeir eru róandi, nær-
andi og rakagefandi fyrir húðina.
Þessi skrúbbur fjarlægir dauðar
húðfrumur á mildilegan hátt og
strekkir húðina.
1 banani, vel þroskaður
4 msk. sykur
½ tsk. vanilludropar
glerskál
Aðferð Stappið bananann vel og
blandið sykrinum og vanilludrop-
unum saman við í skál. Ekki hræra
of mikið því þá verður blandan of
blaut. Nuddið þessu á líkamann
fyrir sturtuna (fínt að gera það
samt í baðkarinu svo skrúbburinn
fari ekki út um allt). Ef þið viljið fá
í andlitið líka maukið þá banana
án sykurs og berið á andlitið. Skol-
ið svo vel af.
Jólamaski
Tilvalið í öllu jólastressinu að
setja þennan yndislega jólailm-
andi maska á andlitið og slaka að-
eins á.
2 msk. hunang
2 msk. nýmjólk
1 tsk. vanilludropar
½ tsk. kanilduft
glerskál
Aðferð Blandið öllum hráefnunum
vel saman í skál og berið á andlit.
Bíðið í 15 mínútur. Andið inn jóla-
lyktinni og slakið á. Hreinsið að
lokum af með volgu vatni.
Barnaolíunæring
Mýkir hárið og gefur því nátt-
úrulegt prótín.
3 msk. vatn
1 egg
2 msk. barnaolía
glerskál
Aðferð Hrærið allt hráefnið vel
saman í skálinni og berið í blautt
hár. Vefjið handklæði um höfuðið
og bíðið í 15 mínútur. Skolið svo úr
með sjampói. Notist samdægurs.
Jólamaski með kanil
UPPSKRIFTIR
Við eigum mikið af hæfileikaríku ungu
fólki og söngnemarnir í Söngskóla
Sigurðar Demetz eru einmitt þesslags
fólk, með fagrar söngraddir á bjartri
leið til framtíðar. Þetta unga fólk býð-
ur til óperusýningar í kvöld kl. 20 í
Skógarhlíð 20 (Ýmis-húsinu). Í til-
kynningu segir að þar verði sannkölluð
tónlistarveisla en nemendur setja þar
upp óperuna „Arthúr konung“ eftir
Henry Purcell með skemmtilegum og
líflegum hætti. Undir söng nemenda
spilar 13 manna alþjóðleg hljómsveit
og verður ævintýrabragur yfir verkinu.
Söngvararnir skipta að meðaltali um
búninga fjórum sinnum meðan á óper-
unni stendur. Bjarni Thor Kristinsson
óperusöngvari sér um leikgerð og leik-
stjórn og hljómsveitarstjóri er Gunn-
steinn Ólafsson. Almennt miðaverð er
1900 kr en 1000 kr fyrir nemendur og
eldri borgara. Miða má nálgast í síma
552-0600 og við innganginn.
Endilega...
...sjáið og heyr-
ið söngnema
Ljósmynd/Sigrún Sig.
Skagfirðingur Árni Geir Sigur-
björnsson syngur í óperunni.
Það er bæði
skemmtilegt og hag-
kvæmt að búa til eig-
in snyrtivörur og ég
kaupi ekkert lengur
sem ég get búið til.
Kerry Taylor Auctions kallast fyrirtæki
sem starfrækt er í London. Það sérhæfir
sig í sölu á vönduðum, notuðum fatnaði.
Oft merkjavöru eða fatnaði sem þekktir
einstaklingar hafa átt. Nú í vikunni voru
boðin upp kjóll sem söngkonan Amy
Winehouse klæddist í á plötuumslagi
plötunnar Back to Black og kjóll sem leik-
konan Audrey Hepburn klæddist á Ósk-
arsverðlaunahátíðinni árið 1954 þar sem
hún tók við Óskarsverðlaunum.
Tískuuppboð í London
Óskarsverðlaunakjóll Hepburn
Kjóll Amy Winehouse klæddist
þessum á plötuumslagi.
Gersemar Balenciaga sarí Elizabeth Taylor og kjóll Audrey Hepburn.
Reuters
Brúðarskór Sömu gerðar og þeir sem
Díana prinsessa gifti sig í um árið.