Morgunblaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
✝ Oddur Björns-son fæddist í
Ásum í Skaft-
ártungu 25. október
1932. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 21. nóv-
ember 2011.
Foreldrar hans
voru Guðríður Vig-
fúsdóttir, húsmóðir
frá Flögu í Skaft-
ártungu, f. 2.6.
1901, d. 12.4. 1973, og séra Björn
O. Björnsson, f. 21.1. 1895, d. 29.9.
1975. Systkini: Ingibjörg Ragn-
heiður, f. 14.9. 1925, Vigfús, f.
20.1. 1927, d. 6.1. 2010, Sigríður,
f. 5.11. 1929, Sigrún, f. 11.11.
1942.
Fyrsta eiginkona Odds var
Borghildur Thors, f. 27.5. 1933.
Þau skildu. Oddur og Borghildur
áttu börnin Hilmar, f. 19.1. 1957,
og Elísabetu Álfheiði, f. 13.7.
1958. Hilmar á með Þóreyju Sig-
þórsdóttur, f. 25.11. 1965, börnin
Heru, f. 27.12. 1988, og Odd Sig-
þór, f. 7.9. 2001. Elíasabet Álf-
heiður á með Ómari Jóhannssyni,
f. 22.3. 1948, börnin Odd, f. 3.1.
1993 og Arnar, f. 1.11. 1994. Önn-
ur eiginkona Odds var Bergljót
Halldórsdóttir, f. 22.4. 1936. Þau
skildu. Unnusta Odds frá árinu
1983 er Bergljót Gunnarsdóttir, f.
27.1. 1940. Hún var áður gift Stef-
áni Ólafssyni, f. 27.2. 1938, d. 2.12.
1970. Þau áttu Gunnar, f. 30.8.
ureyrar og Ríkisútvarpið. Þá var
hann um skeið leikhúsgagnrýn-
andi. Oddur skrifaði fjölda leik-
rita fyrir leiksvið, útvarp og sjón-
varp og hafa mörg þeirra verið
gefin út á bók. Meðal leikrita
Odds má nefna Amalíu, Jóðlíf,
Hornakóralinn 1967, Dansleik
1972, Meistarann 1977 og 13.
krossferðina 1993. Auk þess
skrifaði hann tvö barnaleikrit.
Meðal útvarpsleikrita Odds má
nefna Einkennilegan mann frá
1963, Kirkjuferðina frá 1966,
Brúðkaup furstans af Fernara
frá árinu 1970, Skemmtigöngu
frá 1973 og K 421 frá 1984. Út-
varpsleikrit eftir Odd hafa verið
flutt við erlendar útvarps-
stöðvar, m.a. BBC. Oddur skrif-
aði handritin að sjónvarpsleikrit-
unum Postulíni og Draugasögu.
Auk þess hafa nokkur leikrita
hans verið endurunnin fyrir sjón-
varp. Hann skrifaði skáldsöguna
Kvörnina 1967 og barnabók
tveimur árum síðar. Hann mynd-
skreytti barnabækur, m.a. svo-
nefndar „strákabækur“ Vigfúsar
Björnssonar bróður síns. Hann
skrifaði gagnrýni um útgefna
tónlist í Morgunblaðið um árabil.
Oddur fékk menningarverðlaun
DV árið 1981 fyrir leikstjórn á
Beðið eftir Godot eftir Samuel
Beckett og heiðursverðlaun
Grímunnar – íslensku leiklist-
arverðlaunanna í júní á þessu ári
fyrir framlag sitt til íslenskra
sviðslista.
Útför Odds fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 30. nóvember
2011, og hefst athöfnin kl. 15.
1957. Hann kvæntist
Önnu Reynisdóttur.
Þau skildu. Dætur
þeirra eru Selma
Björk Isabella, börn
hennar Ágústa,
Mikael og óskírð, og
Stefanía, barn henn-
ar Ísabella. Seinni
kona Gunnars er
Arna Kristín Garð-
arsdóttir. Þau eiga
Hildi Ýri. Arna á frá
fyrri sambúð Mariu Liv Arn-
ardóttur. Hrefna, f. 16.2. 1961, á
með Eiríki Stefánssyni (látinn)
Stefán, Brynju og Eirík. Hanna, f.
9.2. 1964, gift Hirti Sigurðssyni.
Börn þeirra eru Bergljót, Sig-
urður og Jóna Kristín. Bergljót á
frá fyrri sambúð, með Ólafi Jóns-
syni, Elínu Jónínu, f. 21.10. 1976.
Hún er gift Rúnari Sigurbjörns-
syni, synir þeirra eru Rúnar
Breki og Sindri Hrafn.
Að loknu stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri nam
Oddur leikhúsfræði við Háskól-
ann í Vínarborg 1954-1956. Hann
starfaði sem bókavörður við
Borgarbókasafn Reykjavíkur og
kennari við Iðnskólann í Reykja-
vík. Hann vann um árabil fyrir
Þjóðleikhúsið og var leiks-
hússtjóri hjá Leikfélagi Akureyr-
ar 1978-1980. Oddur starfaði
mestallan starfsferil sinn sem rit-
höfundur og leikstjóri, m.a. við
Þjóðleikhúsið, Leikfélag Ak-
Oddur Björnsson hefur kvatt
okkur eftir stutta sjúkrahúslegu.
Hans er sárt saknað. Hann var
tengdafaðir minn og afi
barnanna minna og búinn að
vera hluti af mínu lífi í um ald-
arfjórðung. Það var gaman að
heimsækja hann og Beggó á
heimili þeirra á Njarðargötunni
og ég á margar góðar minningar
þaðan. Við Hilmar bjuggum þar
veturinn 1987-88 og eignuðumst
þar okkar fyrsta barn, hana
Heru. Þá voru þau hjónin í Se-
villa, bjuggu þar í ár að sækja
sér innblástur í spænska menn-
ingu. Seinna, mörgum árum síð-
ar, áttum við eftir að búa aftur á
Njarðargötunni um tíma. Þá
voru Oddur og Beggó komin til
Kína þar sem þau dvöldu lang-
dvölum síðustu ár. Mikið vatn
var runnið til sjávar og Oddur
Sigþór hafði bæst í barnahópinn.
Að koma á Njarðargötuna eða
dveljast þar var alltaf innblástur
og heimilið bar íbúum sínum fag-
urt vitni. Mikill menningarbrag-
ur á öllu, úrval af klassískri tón-
list í hæsta gæðaflokki, þar var
gott að vera. Oddur var hæglát-
ur og hlýr maður, hafði góða
nærveru og gaman að spjalla
við hann um heima og geima.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast honum sem
manneskju.
Oddur var eitt okkar merki-
legasta leikskáld, oft nefndur
faðir absúrd stefnunnar í ís-
lenskri leikritun. Lífsverk hans
sem leikskálds getum við þakk-
að fyrir enda voru honum veitt
heiðursverðlaun Eddunnar á
þessu ári fyrir lífsstarf sitt. Ég
var svo heppin að fá tækifæri
árið 1993 til að leika í síðasta
verki hans sem fór á fjalir Þjóð-
leikhússins, 13. krossferðinni í
leikstjórn Þórhildar Þorleifs-
dóttur. Það var spennandi og
skemmtileg glíma. Mikil áskor-
un. Nýtt verk, fullt af höfund-
areinkennum Odds og metnað-
arfullt í uppsetningu. Það var
gefandi að fá að vera hluti af
því ferli og mikill hugur var í
hópnum. 13. krossferðin var
stórt verk í sniðum. Leikhóp-
urinn var sannfærður um að við
værum með tímamótaverk í
höndunum, algjöran gullmola.
Ég veit að þetta verk á eftir að
hljóta sérstakan heiðurssess í
íslenskri leikritaflóru þegar
fram líða stundir.
Oddur er farinn frá okkur,
kominn á annað svið en verkin
hans munu lifa um ókomna tíð.
Ég þakka honum fyrir það sem
hann var mér og mínum. Minn-
ingin um glettinn og elskulegan
tengdaföður og afa lifir.
Elsku Oddur, far vel.
Þórey Sigþórsdóttir.
Oddur bróðir minn er látinn.
Hann var þremur árum yngri
en ég. Ég er þakklát fyrir allt
það góða og skemmtilega sem
Oddur gaf mér – allt frá fyrstu
tíð. Þegar hann var 16 ára
sagði hann við mig: „Sigga mín,
nú langar mig til að mennta þig
svolítið í breskri ljóðagerð.“
Síðan skellti hann á borðið hjá
mér nokkrum ljóðabókum eftir
fræg bresk ljóðskáld. Nokkrar
bókanna voru þýddar á íslensku
en tvær voru á frummálinu.
Minningarnar hrannast upp:
Þegar við Oddur vorum litlir
krakkar í sveitinni vorum við
nánir leikfélagar. Yfirleitt lék-
um við úti – sumar, vetur, vor
og haust. Á sumrin vorum við
dugleg við að vera í „búleik“ og
gátum endalaust mótað og búið
eitthvað til úr drullumallinu eða
þá, að við vorum að spá í skýin
og keppa um hvort okkar væri
duglegra að sjá myndir og
spinna út frá þeim; – það voru
engin takmörk fyrir því, hvað
hægt var að sjá út úr skýjunum.
Svo þóttumst við stundum vera
dýr og Oddur stakk upp á, að
við skyldum hvorki vera kýr eða
kindur né önnur húsdýr, heldur
fann hann upp nýja dýrategund
sem hann kallaði „á-dýrin“ því
þau vældu sífellt: „á-á, á-á“ –
svo skriðu „á-dýrin“ um í gras-
inu og bitu hundasúrur og fífl-
ablöð, því þau átu ekki gras eins
og hin dýrin.
Árið 1941 hætti pabbi prests-
skap til þess að geta helgað sig
útgáfu á tímaritinu sínu sem
hann nefndi „Jörð“ og flutti þá
fjölskyldan úr sveitinni til
Reykjavíkur. Þetta var mikil
breyting – og allt annar heimur
en sveitin hafði verið okkur
Oddi. Við fórum í Mýrarhúsa-
skóla. Hernámið var á fullu og
til þess að komast í skólann á
morgnana þurftum við að ganga
fram hjá hermannakampi og al-
vopnuðum verði sem var á vakt
við kampinn. Oddur eignaðist
nýja vini og einnig ég. Leikir
okkar breyttust. Pabbi lét okkur
Odd fara á barna-námskeið í
Myndlistar- og handíðaskólan-
um, þar sem Kurt Zier kenndi
okkur. Heima var Oddur síteikn-
andi. Hann fékk stílabækur til
að teikna í og teiknaði viðstöðu-
laust eina síðu eftir aðra og fyllti
þannig margar stílabækur. Það
var mikill kraftur og mikil frá-
sögn í þessum teikningum hans.
Þegar Oddur var 17 ára fórum
við með öðru ungu fólki á sveita-
ball. Þar settist hann við píanóið
og spilaði Boogie Woogie af
miklum krafti. Ég varð stein-
hissa, því ég vissi ekki að hann
kynni að spila á píanó. Enda
þótt Oddur gæti verið mjög al-
vörugefinn þá streymdi frá hon-
um svo fín glettni og einlæg
hlýja að ætíð var það mér and-
leg næring. Ég þakka hjartan-
lega fyrir það, að hafa átt Odd
fyrir bróður, og bið honum og
fjölskyldu hans allrar blessunar.
Sigríður Björnsdóttir.
Elsku Oddur bróðir minn. Ég
rændi frá honum sæti litla
barnsins með því að fæðast.
Hann var nýorðinn tíu ára og nú
næstyngstur fimm systkina. Mér
er sagt hann hafi arkað um allar
götur með köttinn í barnavagn-
inum áður en ég fæddist. Og
þegar mamma tók léttasóttina
sagði hann: „Mamma mín, ég
held ég þekki þessa verki!“ Odd-
ur hlaut lítið eða ekkert form-
legt nám í tónlist, en ólst upp við
hlustun á klassík á heimilinu. Á
unglingsaldri var hann djúpt
sokkinn í þá iðju, frá barokk-
meisturunum til þeirra síðróm-
antísku. Hann var feiknafær
teiknari og síteiknandi. Málaði
líka. En sneri sér alfarið að ri-
tæfingum um tvítugt.
Hann var ákaflyndur ungur
maður, hrifnæmur og djúpur.
Líka geislandi glettinn. Fór í
„fíluna“ í HÍ. Skrifaði norður að
hann hefði hitt svo dásamlega
stúlku að hann væri ákveðinn í
að biðja hennar. Þetta var Borg-
hildur Thors orðin konan hans
áður en október var liðinn.
Nokkrum vikum seinna voru þau
gift og sigld til Vínarborgar.
Tíminn líður hratt og áður en
varði var ég gift honum Ragnari
mínum, sem var náttúrlega tón-
listarmaður. Oddur og Ragnar
urðu strax miklir vinir. Skemmt-
um okkur mikið saman, þessi
fjögur. Áhugamálin féllu líka
saman. Fylgdumst náið með
störfum hvert annars. Oddur las
oft fyrir okkur frumdrög verka
sinna. Skeggrætt og skoðað. Ja, í
nærfellt 20 ár! Svo skildu leiðir
Odds og Borghildar. Ekki auð-
veldur tími. – En stundum eru
erfiðir tímar frjósamir tímar.
Leikritin streymdu frá Oddi.
Oddur orðinn fimmtugur. Hann í
heimsókn, svakalega drjúgur
með sig. Ég spurði hvort hann
væri búinn að ná sér í konu.
„Ertu hissa á því?!“ „Fær
maður kannski að sjá hana?“ Það
næsta sem ég man er flott kona í
dragt sitjandi í stofunni. Bergljót
Gunnarsdóttir. Konan sem varð
hans góða kona og gæfa, stoð og
stytta ævi hans á enda. Síðan eru
liðin 28 ár. Við Ragnar áttum
margar gleðistundir með þeim
Oddi og Beggó. Í ferðalögum hér
og þar. Á þeirra fallega heimili.
Hjá okkur Ragnari. Fyrir rúm-
um 13 árum missti ég elsku
Ragnar minn. Ekki lengur fjög-
ur. En mikill kærleikur og gott
að hittast. Sumarið síðasta var
mér ómetanlegt. Að eiga ynd-
islegar stundir á spjalli við Odd á
sólpallinum þeirra. Fá tækifæri
til að fara með þeim um átthaga
móður okkar austur í Skaftár-
tungu á liðnu sumri og alla leið
austur í Jökulsárlón var einstök
upplifun. Líka ferðin með þeim á
frumsýningu Töfralautunnar í
Hörpu og ræða málin á eftir.
Oddur veiktist alvarlega 12.
nóvember. Á spítala í níu daga.
Var þá allur. Ef einhver maður
var umvafinn ást og kærleika á
banabeði, var það Oddur. Berg-
ljót kona Odds, börnin hans
Hilmar og Beta, stjúpbörnin
hans, makar þeirra, börn og
systur hans gömlu, voru hjá hon-
um til skiptis. Þau sem höfðu
sinnt honum mest og best, Berg-
ljót og Hilmar voru hjá honum
þegar andlátsstundin kom. Og í
faðmi Bergljótar hvarf hann af
þessum heimi í friði og öryggi.
Guð blessi elsku Odd minn og
taki hann í faðm sinn. Og styrki
og styðji Bergljótu mágkonu
mína, börnin hans og aðra ást-
vini.
Sigrún Björnsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Oddur Björnsson kom inn í líf
fjölskyldunnar fyrir ríflega ald-
arfjórðungi þegar þau Beggó
tóku saman. Oddur var mikið
ljúfmenni með góða nærveru.
Margvíslegar minningar tengjast
samverustundum með þeim
Beggó, ekki síst á Njarðargöt-
unni, en einnig í athvarfi þeirra á
Bíldudal, og ávallt var tekið á
móti manni af örlæti og hlýju.
Minnisstæðar eru ferðir í Arn-
arfjörðinn þar sem tengslin
styrktust í fjallakyrrð og nátt-
úrufegurð. Í skoðunarferðum um
fjörðinn nutum við sagnagáfu
Odds, þekkingar og glettni. Oft-
ar en ekki var brugðið á leik og
þar lét Oddur ekki sitt eftir
liggja og kryddaði spaugið hár-
fínni dramatískri tilfinningu,
enda listamaður af lífi og sál.
Seint gleymist er hann brá sér í
gervi prests í kirkju nokkurri
vestur þar. Það var á slíkum
stundum að rifjaðist upp að þessi
samferðamaður okkar var raunar
eitt fremsta leikskáld þjóðarinn-
ar. Hann var annars ekkert að
flíka því, enda að eðlisfari hæg-
látur og hógvær. Velvild hans í
garð annarra, áhugi á lífinu og
listrænt næmi, gerði það að
verkum að í samskiptum við
hann fundu aðrir til sín, í já-
kvæðasta skilningi þess orðalags,
ekki síst unga fólkið en við vor-
um sum hver á unglingsaldri við
fyrstu kynni. Far vel, Oddur,
þökk fyrir vináttu þína og góða
samfylgd á lífsleiðinni.
Hanna mágkona, Anna
og Ástráður, Heiða og
Björn, Magnús og María.
Fyrstu minningarnar um
Odd móðurbróður minn tengj-
ast Hálsi í Fnjóskadal. Sendi-
bréf hefur borist. Ég veit að
það kemur frá Vínarborg, þekki
rithöndina. Stóru kringlóttu
skrifstafina úr breiða lindar-
pennanum með græna blekinu.
Í andaktugri tilhlökkun söfn-
umst við saman í stofunni. Afi
sker umslagið og út flæða ótelj-
andi síður, þéttskrifaðar. Hann
les upphátt. Amma birtist svo
með kvöldkaffið á bakka. Á fón-
inn eru settar 78 snúninga frá
Columbia eða Decca sem Oddur
hefur sent að utan. Ekki til að
dansa eftir, heldur til að hlusta
á. Verstar af öllum eru þó þess-
ar með hundinum sem starir
forviða niður í lúðurinn. Þá
býttar engu hvort Berlínar sin-
fónían spilar Tchaikovsky í E
moll eða H. Eftir sjö mínútur á
hverri hlið þarf að snúa fyrir
aðrar sjö. Þá að skipta yfir á
næstu plötu, og sama sagan
endurtekur sig. Alls sex sinnum
þar til verkinu lýkur. Sömu
reglur gilda og við fréttatíma
útvarpsins, ekki má tala á með-
an.
Allir flytja suður og árin líða.
Á Víðimelnum hjá Oddi og
Borghildi hlaupa um tvö ynd-
isleg börn, svo geislandi bros-
hýr. Hilmar og Beta vefja
handleggjum um háls barnapí-
unnar til næstu sex ára eða svo.
Stofuna prýða tveir leðurstólar
frá Vínarárunum og á milli
þeirra ógleymanlegt borð úr
langskorinni harðviðarrót sem
aðeins er pússuð á þeirri hlið-
inni sem upp snýr. Meðfram
veggjum standa bækur, lífs-
vökvi þyrstrar barnapíu. Umrót
er í listum um viðtekið innihald
og form, og mikið að gerast í
leikhúslífi bæjarins svo heppnin
er með henni. Barnapían
vingast við óræða karaktera,
Sölkur Völkur og þá nafna
Hreggviðsson og Marteinsson,
og skemmtir sér með þeim
fram á rauða nætur. Þegar hún
er síðar tekin í kristinna manna
tölu er ekki mikið um lausafé.
Oddur fer í bókaskápinn, finnur
þar sex binda ritsafn í skinn-
bandi, og það færa þau ferm-
ingarbarninu að gjöf.
Í Auðarstrætinu les barnapí-
an Frjálsa þjóð. Yfir pönnus-
teiktum rófum með raspi vakna
spurningar um Keflavíkurgöng-
ur, stefnu Þjóðvarnarflokksins
gegn veru bandarísks herliðs á
Miðnesheiði og veru landsins í
Nató. Það vakna spurningar
um hernaðarbrölt og ljótleika.
Andúð Odds á stríðsrekstri,
þeirri afskræmingu mennsk-
unnar, lætur skátastúlkuna
skoða allt upp á nýtt, alveg frá
Búastríði að sumardeginum
fyrsta.
Hvers vegna varð Oddur
leikskáld en ekki tónlistarmað-
ur eða teiknari? Hann taldi
leikritun fullnægja rannsókna-
eðli sínu um mannlega hegðun.
Taldi hana fullnægja listrænum
þörfum sem fyrst og síðast
snérust um að skapa. Tónlistina
vefur hann inn í verkin og frjó-
ustu stundirnar í leikhúsi segir
hann vera þær að sitja einn í
salnum með autt svið fyrir
framan sig og kompónera í
tómarýminu. Kannski er það
þess vegna sem mér þykja leik-
verkin hans svo myndræn? Eða
er það vegna þess að málverk-
in, teikningarnar, kol og krít
eru hluti bernsku minnar?
Vænst þykir mér auðvitað um
blýantsteikningu af Öddu 3ja
ára, og málverkið frá Hálsi það-
an sem fyrstu minningarnar
eru. Á því kjagar sú stutta upp
túnið með hendur fyrir aftan
bak. Fyrir mér var Oddur alltaf
teiknari. Teiknari sem skipti
um miðil.
Guðríður Adda
Ragnarsdóttir.
Oddur Björnsson
Fleiri minningargreinar
um Odd Björnsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
✝
Okkar ástkæri
VILHJÁLMUR GRÍMSSON
tæknifræðingur
sem lést laugardaginn 12. nóvember, var
jarðsunginn föstudaginn 18. nóvember.
Aðstandendur þakka auðsýnda samúð
og hlýhug.
Sérstakar þakkir til líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vigdís Pálsdóttir,
Páll Vilhjálmsson,
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir,
Garðar Vilhjálmsson,
Inga María Vilhjálmsdóttir,
✝
Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra er
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og
útför okkar elskulegu dóttur, systur og
stjúpsystur,
ELVU ÝRAR ÓSKARSDÓTTUR,
Eyrarflöt 10,
Siglufirði.
Elín Björg Jónsdóttir, Óli Andrés Agnarsson,
Óskar Ingólfsson, Áslaug Melax,
Gunnar Örn Óskarsson,
Jón Einar Ólason,
Þórir Ólason, Ástrós Óladóttir,
Viktor Ólason, Birnir Ólason
og aðrir ástvinir.
✝
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
GUÐJÓN TÓMASSON,
Kleppsvegi 62,
áður Álftamýri 53,
lést á Landspítalanum mánudaginn 21. nóv-
ember.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 2. desember
kl. 13.00.
Sigríður Guðjónsdóttir, Jón Ingvarsson,
Ingibjörg Guðjónsdóttir,
Guðjón Axel Guðjónsson, Katrín Björk Eyvindsdóttir,
Kristín Laufey Guðjónsdóttir, Óðinn Vignir Jónasson,
Kristmann Óskarsson, Bergljót Hermundsdóttir
og fjölskyldur.