Morgunblaðið - 07.12.2011, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 7. D E S E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 287. tölublað 99. árgangur
Girnilegar uppskriftir
á www.jolamjolk.is
dagar til jóla
17
MATARHAMINGJA
FRÁ JAPAN OG
SUÐUR-AMERÍKU
BÓK ÚR DRAUMI
SEM MIG HAFÐI
EKKI DREYMT
ÁST HANS Á
TÓNLISTINNI ER
DRIFKRAFTURINN
STEIDL GEFUR ÚT BÓK ORRA 30 GULLVAGNINN 32SUSHISAMBA 10
Indverskur
fjárfestir, Bala
Kamallakharan,
hyggst byggja
upp ferðaþjón-
ustu á jörðinni
Skálabrekku í
Þingvallasveit.
Kamallakharan
er giftur ís-
lenskri konu og
er íslenskur rík-
isborgari og þurfti því ekki að
sækja um leyfi til innanríkisráðu-
neytisins um undanþágu frá lögum
um jarðakaup útlendinga.
Verið er að vinna að skipulagstil-
lögu um framkvæmdir á jörðinni
sem er um 500 hektarar. »9
Indverskur fjárfestir
hyggur á ferðaþjón-
ustu í Skálabrekku
Kostur Jörðin er
við Þingvallavatn.
Fimm Íslendingar starfa hjá
fyrirtæki í Kaliforníu, Conexant,
sem þróaði hugbúnað í ódýrustu
spjaldtölvu í heimi, en hún er komin
á markað á Indlandi og kostar þar
að jafnaði 7.000 krónur. Sverrir
Ólafsson framkvæmdastjóri stýrði
þróun hugbúnaðarins fyrir spjald-
tölvuna. Conexant var með útibú á
Íslandi 1994-2006. »4
Þróuðu hugbúnað í
ódýrustu tölvuna
Þegar almennilegt frost gerir í Reykjavík er
vatn látið renna niður með veggjum gamals
súrheysturns í Gufunesi, með þeim afleiðingum
að turninn klæðist klakabrynju. Þessar að-
stæður nýttu undanfarar úr Björgunarsveitinni
Ársæli í gær, þ.á m. Viktor Guðnason.
Morgunblaðið/Kristinn
Frostið getur komið sér vel
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Mistök við tölvupóstsendingu með
boði um þátttöku í rannsókn á vegum
Háskóla Íslands urðu til þess að 158
netföng fólks sem meðal annars hafði
sótt þjónustu á bráðamóttöku eða
göngudeild geðsviðs eða kvennadeild-
ar Landspítalans voru send öllum á
póstlistanum.
Rannsóknin mun hafa náð til nokk-
ur hundruð einstaklinga og var hún
send á alla þá sem höfðu sótt sér fyrr-
greinda þjónustu á ákveðnu tímabili.
Tilgangur var að kanna hvort fólk
hefði orðið fyrir ofbeldi í nánum sam-
böndum eða ekki.
„Við hörmum mjög að Háskóli Ís-
lands skyldi gera þessi mistök. Það
eru mannleg mistök sem verða þessa
valdandi og það er mjög miður að
þetta skyldi gerast,“ segir Páll Matt-
híasson, framkvæmdastjóri geðsviðs
Landspítalans. Hann hafði strax sam-
band við Vísindasiðanefnd þegar
hann frétti af málinu í gær og þar á
bæ stendur til að fara yfir allar reglur
og verkferla í tengslum við slíkar
rannsóknir.
Umræddir 158 einstaklingar fengu
tölvupóst frá aðstandendum rann-
sóknarinnar í gær þar sem málið var
harmað og viðkomandi beðnir afsök-
unar. Í bréfinu er bent á að opinber
umræða auki enn hættuna á því að
persónuvernd þeirra sem fengu könn-
unina verði ekki virt. „Við vonum að
fólk sem fékk tölvupóstinn finni ekki
hvöt hjá sér til að reyna að komast að
því hverjar persónurnar eru á bak við
[netföngin],“ segir þar einnig.
Dreifðu netföngum
Fyrir mistök var netföngum á annað hundrað manns sem höfðu leitað sér heil-
brigðisþjónustu dreift á alla sem voru á póstlistanum Mannleg mistök hörmuð
Netfangamál
» Miklar umræður urðu á net-
inu í gær um málið að frum-
kvæði fólks sem hafði verið
beðið að taka þátt í rannsókn-
inni.
» Kvartað hefur verið yfir mál-
inu við Persónuvernd og er
málið í skoðun hjá stofnuninni.
Öllum Þingeyingum sem eru 55
ára eða eldri verður boðið upp á
ókeypis ristilspeglun á næsta ári,
þar sem skimað verður eftir rist-
ilkrabbameini. Um er að ræða átak
á vegum Lionsklúbbs Húsavíkur og
Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.
Verkefnið á að standa yfir í fimm
ár og búið er að senda fyrsta hópn-
um, fólki fæddu 1957, sérstakt
boðsbréf um ristilspeglun. »14
Þingeyskt átak í
ristilspeglun
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Ég fyrir mitt leyti ætla ekki að
grafa undan fjárveitingum til
Fjármálaeftirlitsins. Það verða
aðrir að gera það. Og ef menn
vilja veikja grundvöll Fjármála-
eftirlitsins til þess að sinna sinni
vinnu og standa í þeim rann-
sóknum sem nú standa yfir þá
finnst mér að menn eigi bara að
segja það,“ sagði Árni Páll Árna-
son, efnahags- og viðskiptaráð-
herra, í umræðum á Alþingi í gær
þar sem rætt var um fjárveit-
ingar til Fjármálaeftirlitsins.
Sagði hann ágreining vera á
milli síns ráðuneytis og fjár-
málaráðuneytisins um málið.
Ríkislögmaður hefði komist að
þeirri niðurstöðu að ekki væri
hægt að rýra fjárveitingu til
Fjármálaeftirlitsins frá því sem
segði í lögum um stofnunina með
annarri lagasetningu og þar með
talið fjárlögum. „Ef menn vilja
breyta því þá verða menn að breyta löggjafar-
umhverfi fjármálaeftirlitsins,“ sagði Árni.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, spurði Árna Pál hvers vegna fjár-
málaráðherra væri að tefja málið og hvað lægi að
baki því og svaraði hann því til að hann gæti „í sjálfu
sér ekki útskýrt það“. Fjárlagaskrifstofa fjármála-
ráðuneytisins teldi að fjárveitingar til Fjármálaeft-
irlitsins ættu að falla undir hefðbundna aðferða-
fræði ríkisfjármála.
„Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig. Ég tel
eðlilegra að um það sé annars konar samtal en að
frumvörp séu tekin í gíslingu og kostnaðarmat sé
notað til þess að koma slíkum sjónarmiðum á fram-
færi,“ sagði Árni Páll að lokum í svari sínu til Guð-
laugs Þórs. »18
Frumvarp-
ið tekið
í gíslingu
Árni Páll skaut föstum
skotum á fjármálaráðherra
Árni Páll
Árnason
Steingrímur J.
Sigfússon