Morgunblaðið - 07.12.2011, Page 12
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Þetta var eitt af þeim stóru málum
sem við sömdum um og lái mér hver
sem vill fyrir að nota um þetta sterk
lýsingarorð, vegna þess að ég er bú-
inn að reyna að eiga þessar samræð-
ur við ríkisstjórnina síðan í septem-
ber og það gengur ekkert að koma
þeim í skilning um að þetta er for-
senduákvæði,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti Alþýðusambands-
ins.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra og Guðbjartur Hann-
esson velferðarráðherra hafa báðir
lýst undrun á ASÍ fyrir að láta falla
„óþarflega stór orð“ í gagnrýni á rík-
isstjórnina og vara við því að kjara-
samningum verði sagt upp í janúar.
Létu þeir báðir hafa eftir sér í gær
ríkisstjórnin hafi staðið ríkulega við
sín loforð og skilað kjarabótum til
bótaþega eftir ýmsum leiðum. Því
þurfi að skoða heildarmyndina.
Gylfi segir hins vegar að þótt
stjórnvöld hafi valið að standa ríku-
lega við fyrstu liði kjarasamninga
þýði það ekki að gefa megi afslátt
gagnvart öðrum. „Ef menn vilja gera
betur en umsamdar hækkanir um
lágmarkskjör kveða á um þá má það
og við hvetjum til þess. Hluti launa-
fólks fékk meiri hækkanir en um var
samið, en það gefur ekki rétt til að
skerða næstu hækkun.“
Í kjarasamningunum í sumar
samþykktu stjórnvöld að endur-
skoða bætur almannatrygginga.
ASÍ vildi þá binda í samning upp-
hæðina 11 þúsund krónur, í sam-
ræmi við hækkun lágmarks-
taxta. Þetta vildu stjórnvöld
hins vegar ekki heldur lögðu
til orðalagið að bætur skyldu
endurskoðaðar „með hlið-
sjón af niðurstöðum kjara-
samninga milli ASÍ og SA“.
Það orðalag virðist mega
túlka nokkuð vítt, því í fjárlagafrum-
varpinu nú er gert ráð fyrir að hækk-
un lægstu bóta taki mið af 3,5%
hækkunum milli- og hátekjuhópa.
Gylfi segir að sér virðist sem
stjórnvöld hafi frá upphafi viljað slá
varnagla við samkomulaginu. Þar
með sé ein forsenda samninganna
brostin. „Við höfðum ákveðnar efa-
semdir um heilindi ríkisstjórnarinn-
ar til þess að efna þetta og því miður
reyndust þær vera á rökum reistar.“
Endurskoðun kjarasamninga á að
vera lokið 20. janúar. Gylfi segist nú
munu funda með sínum félagsmönn-
um. „Ég hef ekki umboð til að segja
upp kjarasamningum, en mínir fé-
lagsmenn greiddu atkvæði með
samningunum meðal annars út af
þessu og ég verð að leita til þeirra
um hvað þeir vilja gera núna, þegar
þetta hefur verið svikið.“
Segir ríkisstjórnina svíkja
forsendu kjarasamninga
ASÍ gagnrýnt fyrir stór orð Samningar lausir að nýju í janúar að óbreyttu
Morgunblaðið/Ernir
Fiskvinnsla Jöfnun lífeyrisréttinda var eitt af megin viðfangsefnum kjarasamninganna sem náðust síðasta sumar.
Auk skerðinga á hækkun bóta gagnrýnir ASÍ fyrirætlanir ríkis-
stjórnarinnar um að leggja beinar álögur á lífeyrissjóðina, sem muni
óhjákvæmilega skerða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði. ASÍ
bendir á að á sama tíma muni lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna
standa óbreytt eða aukast. Samanlagt muni þessar aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar því ekki aðeins leiða til þess að markmið kjarasamninga
um að jafna lífeyrisréttindi náist ekki, heldur muni bilið milli almenna
og opinbera vinnumarkaðarins aukast verulega.
Samiðn, samband iðnfélaga, gagnrýnir einnig skattlagn-
ingu á eignir lífeyrissjóðanna og segir hana stríða gegn sátt
kynslóðanna um að fólk greiði í sjóði til að mæta kostnaði
þegar það hverfi af vinnumarkaði, en lífeyrir þess sé ekki
eingöngu fjármagnaður af samtímasköttum þeirra yngri.
Gagnrýna álögur á lífeyrissjóði
REIKNINGUR SENDUR Á BÖRN FRAMTÍÐARINNAR
Gylfi
Arnbjörnsson
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir fékk nýverið
verkefnastyrk frá Félagsstofnun stúdenta til
að vinna lokaverkefnið sitt við Háskóla Íslands
en hún mun ljúka námi í grunnskólakenn-
arafræðum, með sérhæfingu í ensku, í vor.
Hún er menntaður leikari og mun lokaverk-
efni hennar snúast um hvernig hægt er að
nýta leiklist, trúða- og spunatækni til að fá
grunnskólabörn til að slaka á og hafa gaman af
enskukennslu.
„Ég fékk þessa hugmynd af því ég fór út
til Bretlands í leiklistarnám með þessa al-
mennu enskukunnáttu, eins og allir Íslend-
ingar. Mér fannst ég alltaf vera að breyta um
karakter þegar ég talaði annað tungumál,
fannst ég aldrei vera ég sjálf. T.d. finnst mér
ég kannski dálítið fyndin á íslensku en ekki
neitt sérstaklega á ensku,“ segir Sigríður.
Mistökunum fagnað
Henni datt í hug að hægt væri að nýta
trúða- og spunatækni, sem hún notaði sjálf í
leiklistinni, til að hjálpa börnum að slaka á og
læra að það sé í lagi að gera mistök, sérstak-
lega þegar verið er að læra eitthvað nýtt.
„Trúðatæknin snýst m.a. um að fagna mistök-
um og það er gott að gera mistök því það
hjálpar manni að sjá hvað maður þarf að laga.“
Sigríður segist ætla að nýta trúðatæknina
og spunaleiki til að fá börnin til að slaka á.
„Það er ekkert nýtt að reyna að gera kennsl-
una skemmtilega en grunnurinn er að finna
trúðinn í sjálfum sér þannig að börnin slappi
af, finni sjálf sig og hvað það er sem gerir þau
að manneskjunum sem þau eru. Eftir það er
hægt að fara í spunaæfingar og ýmsa leiki.“
Í enskutímum sé lögð áhersla á að fá börn
til að tala en það sé yfirleitt með því að láta þau
lesa tilbúinn texta sem hljómi ekki mjög af-
slappaður og eðlilegur þegar hann er lesinn
upphátt. „Með spunaleikjum myndu börnin
búa til sínar eigin senur með orðum sem þau
myndu frekar nota og kennarinn myndi leið-
beina þeim áfram.“
Sigríður mun í vor vinna með börnum í 3.
og 4. bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Hún
mun taka viðtöl fyrir og eftir að hún beitir
trúða- og spunatækninni til að kenna þeim
ensku og kanna hvort viðhorf þeirra til ensku-
kennslu hafi breyst, sem og hvernig þeim finn-
ist að tala erlent mál og hvort þau séu hrædd
við að tala annað mál fyrir framan fólk. Að-
spurð segir hún nemendur á þessum aldri ekki
of unga til að læra ensku gegnum spuna. „Þeg-
ar ég var í æfingakennslu þá kom ég inn í 3.
bekk í Hofsstaðaskóla og mér var eiginlega
brugðið hvað þau eru flink. Enskan er úti um
allt,“ segir Sigríður að lokum.
Trúðatækni nýtt til að kenna ensku
Trúða- og spunatækni fær grunnskólabörn til að slaka á og hafa gaman af enskukennslu
Kennir þeim að það sé í lagi að gera mistök, sérstaklega þegar verið er að læra eitthvað nýtt
Morgunblaðið/Kristinn
Trúða- og spunatækni Sigríður Eyrún Friðriksdóttir er að þróa nýja aðferð í enskukennslu.
Leikur og kennir leik
» Sigríður Eyrún lærði leiklist í Bret-
landi og vann svo lengi í Toronto í Kan-
ada sem leikari, auk þess sem hún
kenndi börnum leiklist í leikhúsinu Lor-
raine Kimsa Theater For Young People.
» Meðfram náminu hér hefur hún
unnið sem leikari, talsett teiknimyndir,
kennt söng hjá Söngskóla Margrétar
Eirar og kennt grunnskólabörnum leik-
list í Leynileikhúsinu.
Hótel Edda, sem heyrir undir Ice-
landair Hotels, hyggur ekki á hót-
elrekstur á Eiðum næsta sumar líkt
og undanfarin ár en samningur fyr-
irtækisins við eigendur Eiða rann út
á þessu ári og verður ekki endurnýj-
aður. Stefán Bogi Sveinsson, forseti
bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, seg-
ir þó ekki útséð um hótelrekstur á
Eiðum næsta vor.
„Við bara fylgjumst með í róleg-
heitum í bili, bíðum og sjáum til hvort
það verði ekki aðrir aðilar sem taki
við,“ segir Stefán Bogi. Bæjarstjórn
hafi haft fregnir af mögulegum þreif-
ingum en hafi ekki frekari upplýs-
ingar um málið.
Athafnamennirnir Sigurjón Sig-
hvatsson og Sigurður Gísli Pálmason
keyptu mennta- og menningarsetrið
Eiða árið 2001 og í kjölfarið var gerð-
ur samningur við sveitarfélagið um
starfsemi og uppbyggingu á svæðinu.
Ýmsar hugmyndir voru um nýtingu
staðarins, m.a. að þar yrði starfrækt
sviðslistahús, umhverfislistagarður,
menntasetur með námskeiðahaldi og
alþjóðleg vatnsrannsóknastofnun.
„Það eru orðin nokkur ár síðan
þessi samningur var gerður og það
eru sjálfsagt misjafnar skoðanir á því
hvernig efndir hafa verið á þeim skil-
málum sem voru settir,“ segir Stefán
Bogi. Sveitarfélagið sé þó fyrst og
fremst í áhorfendahlutverki en setji
sig í samband við eigendur þegar
góðar hugmyndir um starfsemi á
staðnum koma upp.
holmfridur@mbl.is
Óvissa um
hótelrekstur
Ekkert Eddu-hótel á
Eiðum næsta sumar
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Eiðar Óvissa ríkir um hótelrekstur
á Eiðum næsta sumar.