Morgunblaðið - 07.12.2011, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Beinagrind steypireyðarinnar sem
rak á land á Skaga í ágúst 2010
hefur verið nær alveg hreinsuð en
ekki hefur fundist húsnæði undir
hana. Ríkisstjórnin ákvað í síðustu
viku að veita þrjár milljónir króna
til að koma beinagrindinni í við-
unandi geymsluhúsnæði í 2-3 ár til
að ljúka hreinsun beinanna og
undirbúa forvörn þeirra.
Jafnframt var ákveðið að á
geymslutímanum mundi mennta-
og menningarmálaráðuneyti, að
höfðu samráði við umhverfisráðu-
neyti, Náttúrufræðistofnun Íslands
(NÍ) og Náttúruminjasafn Íslands,
kanna kosti þess að gera sam-
komulag við Hvalasafnið á Húsavík
um uppsetningu og ótímabundna
varðveislu beinagrindarinnar þar til
Náttúruminjasafn Íslands verður
komið í framtíðarhúsnæði.
Verulegt fræðslugildi
Beinagrindin er sem stendur í
húsnæði NÍ í Garðabæ og þar er
beðið eftir að koma henni í
geymslu. „Það er búið að eyða
miklum peningum og vinnu í að
hreinsa hana. Beinagrindina verður
að geyma á góðum stað þar til
hægt verður að setja hana upp í
heilu lagi,“ segir Þorvaldur Þór
Björnsson hjá NÍ.
Samþykkt var á ríkisstjórnar-
fundi haustið 2010 að varðveita
beinagrind steypireyðarinnar þar
sem engin slík væri til hér á landi
og örfáar í heiminum öllum. Því
væri rannsókna-, sýninga- og
fræðslugildi verulegt. Ákveðið var
að verja tveimur milljónum króna
til að ná beinagrindinni og verka
hana til geymslu hjá NÍ. Að sögn
Þorvaldar dugði sú upphæð rétt
svo til að leigja vinnuvélar til að
draga steypireyðina úr flæðarmál-
inu og koma henni í hvalstöðina í
Hvalfirði.
Dýr uppsetning
Mikið starf er hinsvegar fyrir
höndum við að laga beinin. „Beinin
eru sum svo frauðkennd að það
þarf að laga þau, sérstaklega haus-
kúpuna. Hún er svo stór og mikil
að það þarf að byggja hana alla
upp aftur áður en hún verður sett
upp,“ segir Þorvaldur.
Eftir er að koma í ljós hvort
milljónirnar þrjár frá ríkisstjórn-
inni nægi til að standa straum af
kostnaði við geymsluna og frekari
vinnu við beinin. Þær eru ekki ætl-
aðar til að greiða fyrir uppsetningu
beinagrindarinnar sem Þorvaldur
segir víst að muni reynast dýr. „Ég
hef nokkrar áætlanir sem hljóða
upp á nokkrar milljónir. Það er erf-
itt að segja til um kostnaðinn þar
sem hann fer eftir því hvort beina-
grindin verður hengd upp eða sett
á gólf. Það þarf járngrindur og
fleira til að halda beinagrindinni
uppi en hún er fjögurra metra há
frá rifbeini og upp í tind á bak-
hrygg. Kostnaðurinn fer eftir efn-
unum sem verða keypt til að
byggja beinin upp aftur og víra-
virkinu sem þarf að nota.“
Nauðsyn að koma beinagrind í geymslu
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þrjár milljónir króna til að koma beinagrind steypireyðar
í geymsluhúsnæði Mikið og kostnaðarsamt starf fyrir höndum að laga frauðkennd beinin
Ljósmynd/Valur Örn Þorvaldsson
Mikið verk Steypireyðurin var 25 metrar að lengd og yfir 100 tonn að þyngd og því var mikið verk að skera kjötið utan af henni og flytja hana í Hvalfjörð.
Ljósmynd/Valur Örn Þorvaldsson
Bein Beinagrindin er stór og mikil
enda af stærsta spendýri jarðar.
Í september 2010 var steypireyðurin dregin úr flæðarmálinu við eyðibýlið
Ásbúð á Skaga með stórvirkum vinnuvélum en hún var 25 metrar að
lengd og yfir 100 tonn að þyngd. Kjötið var skorið utan af henni og hún
svo flutt í hvalstöðina í Hvalfirði þar sem beinagrindin var hreinsuð.
Í nóvember var byrjað að sjóða beinin til að ná öllu kjötinu utan af þeim
og til að ná fitunni úr beinunum. „Það var sett heitt vatn á beinagrindina
tvisvar í viku allan síðasta vetur til að ná fitunni úr en beinin eru gríð-
arstór og mikil. Kjálkinn er um sex metra langur og stærstu rifbeinin um
þrír metrar að lengd,“ segir Þorvaldur og vill koma því á framfæri að
hann sé afar þakklátur Kristjáni Loftssyni fyrir að veita sér aðstöðuna í
hvalstöðinni. Í apríl var beinagrindin orðin nánast laus við fitu og 1. maí
flutti Þorvaldur hana í húsnæði NÍ. Steypireyður er stærsta dýrið sem lif-
að hefur á jörðinni svo vitað sé. Hún getur orðið rúmlega 30 metra löng
og vegið frá 110-190 tonn.
Sex metra langur kjálki
LANGT FERLI AÐ HREINSA BEINAGRINDINA
Tannlæknafélag Íslands varar ein-
dregið við tannlýsingarmeðferð
sem veitt er af ófaglærðum ein-
staklingum. Gagnrýnir félagið heil-
brigðisyfirvöld fyrir að hafa ekkert
aðhafst í málinu þrátt fyrir ítrek-
aðar ábendingar tannlækna.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu
sem félagið sendi frá sér í gær. Seg-
ir þar að mjög sterk tannlýsingar-
efni séu notuð í þessum meðferðum.
Þá séu vísbendingar um að ljós sem
sé notað geti valdið varanlegum
skemmdum á kviku tanna.
Samkvæmt upplýsingum frá
landlæknisembættinu skilur emb-
ættið áhyggjur tannlækna. Því hafi
borist ýmsar ábendingar og fyrir-
spurnir um tannhvítun. Hins vegar
heyri það ekki undir eftirlitssvið
embættisins og engin lög banni
notkun efnanna sem flokkist sem
snyrtivara. Ekki sé lofað lækningu
við meðferðina svo hún heyri ekki
undir læknalög. Vísar embættið á
Umhverfisstofnun um eftirlit með
meðferðinni. kjartan@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Tannhvítun geti
skaðað kviku tanna
Jólaball
Rafiðnaðarsambands Íslands 2011
Jólaball RSÍ 2011 verður haldið í
Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2,
sunnudaginn 18. desember kl. 14 – 16
Veitingar
Hljómsveit hússins
Jólasveinar
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið:
svava@rafis.is eða í síma 580‐5226
til 16. desember á milli kl. 9 – 16
Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir alla. Greitt við inngang.
RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS