Morgunblaðið - 07.12.2011, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Almenningurer magnaðfyrirbæri
og mjög breytilegt.
Mótmæli hann lít-
ur hann út sem lýður, sem yfir-
völd hafa gætur á. Seðla-
bankar láta reglubundið mæla
almenning sem neytanda og
þegar hann spýtir í sem slíkur
verður fögnuður í kauphöllum
og bréf hækka í verði. Það ger-
ist þótt kaupæði neytandans
hafi einkum beinst að óbrúk-
legu rusli. En fótanuddtæki og
önnur uppátæki almennings
eru hagvaxtarvæn um stund,
en fara síðar illa í viðskipta-
jöfnuðinn og skapa gengisóróa.
Og almenningur er véfrétt
nútímans. Seðlabankarnir,
þ.m.t. sá íslenski, leita þar
svara og greiða fyrirtækjum
fúlgur fyrir að mæla „vænt-
ingar almennings“ og sérfræð-
ingar láta væntingavísitölur
sem þannig fást verpast í
myndir á grafi sem þeir rýna í
og skrifa um langt mál. Grafið
hefur svo áhrif á vaxtaákvarð-
anir og spár sem birtar eru
með viðhöfn og standast sjald-
an, sem er þá almenningi að
kenna. Allt rúmast þetta innan
hagvísindalegrar starfsemi.
Á fárra ára fresti breytist al-
menningur í kjósendur og þá
hækka hlutabréfin í honum.
Flokkarnir láta mæla hvernig
kjósandagen almennings eru
stemmd og laga loforð sín að
því. Slík nálgun á
kjósandann hefur
stundum endað
verr en væntinga-
vísitalan.
Almenningur er ekki endi-
lega yfir sig trúaður nema þá
helst í farþegaþotu í 30 þúsund
feta hæð í miklum hristingi.
Við þær aðstæður fækkar
vantrúuðum niður í næstum
ekki neinn. Það eru helst fullu
karlarnir sem láta almættið
eiga sig við þær aðstæður.
Þegar almenningur er lentur
og fer í kirkjur á stórhátíðum
og jarðarförum verður hann
söfnuður í klukkutíma. Og ein-
hvern daginn verður hann
sjúklingur og með áberandi
hætti sést þá að hann sé nú
„eign þvottahúss ríkisspítal-
anna“.
Þegar ekki verður þverfótað
fyrir einkabifreiðum á göt-
unum er almenningur þó ekki á
ferð. Hann tilheyrir almenn-
ingssamgöngum, jafnvel þótt
hann sé eini farþeginn í
löngum köldum bíl. Fari far-
þeginn í vagninum að syngja er
þó ekki víst að þá heyrist al-
mannarómur, né heldur að
skoðun farþegans sé almenn-
ingsálitið sjálft, sem stjórn-
málamenn þykjast iðulega
hafa umboð fyrir. En þeir ættu
að gæta sín. Þótt almenningur
sé karlkyns vill hann alls ekki
láta taka sig eins og sjálfsagð-
an hlut.
Almenningur er ekki
alltaf almennilegur}Almenningur leynir á sér
Iðnaðarráðherrasagði í gær að
mikilvægt væri að
Ísland kæmist út
úr því matskennda
umhverfi sem ríkti
um þessar mundir.
Ummælin féllu á
fundi um erlenda fjárfestingu
og ráðherrann vildi á þennan
hátt skýra skort á erlendum
fjárfestingum.
Nú er það auðvitað svo að
rekstrarumhverfi fyrirtækja
þarf að vera skýrt til að fjár-
festar hafi áhuga á að setja
upp ný fyrirtæki eða auka við
rekstur þeirra sem fyrir eru.
En er „matskennt umhverfi“
það sem helst fælir fjárfesta
frá Íslandi?
Með orðum sínum er iðn-
aðarráðherra vafalítið að
senda innanríkisráðherra enn
eina pilluna fyrir að hann
skuli hafa farið að lögum
vegna umsóknar um stórfelld
landakaup erlends fyrirtækis.
Í ljós hefur komið að tals-
mönnum Samfylkingarinnar
þykir óhæfa að farið sé að lög-
um þegar tilteknir fjárfestar
eiga í hlut og er þetta bæði
gamalt vandamál
og nýtt hvað þenn-
an stjórnmála-
flokk snertir.
Vitaskuld er það
ekki „matskennt
umhverfi“ sem
fælir frá. Vandinn
hér á landi þegar kemur að er-
lendri fjárfestingu er fjand-
samlegt umhverfi fjárfestum.
Og þetta gildir ekki aðeins um
erlenda fjárfesta, heldur alla
fjárfesta.
Ríkisstjórnin hefur með
ýmsum hætti lagt steina í göt-
ur þeirra sem vilja byggja upp
íslenskt atvinnulíf. Sjávar-
útvegurinn hefur orðið hvað
verst fyrir barðinu á þessari
stefnu og stórnotendur raf-
orku hafa fengið sinn skerf af
fjandskapnum. En almennur
fjandskapur í garð atvinnu-
lífsins sem sést best á ótrú-
legri uppfinningasemi þegar
kemur að nýjum og hækk-
uðum sköttum, auk þess sem
stjórnvöld hafa sýnt að þeim
er fyrirmunað að standa við
gerða samninga, er það sem
vegur líklega þyngst í því að
fæla fjárfesta frá Íslandi.
Ráðherrar verða að
skilja að það er hin
almenna stjórnar-
stefna sem fælir
fjárfesta frá landinu}
Almennur fjandskapur
F
rægt var haustið 1995 þegar Vigdís
Finnbogadóttir, þá forseti, lét þau
orð falla í heimsókn til alræðisrík-
isins Kína að frelsi væri afstætt,
en við sama tækifæri gagnrýndi
hún konur sem mótmæltu afskiptum kín-
verskra stjórnvalda af óháðri kvennaráðstefnu
sem haldin var um líkt leyti. Nú ætla ég ekki að
ræða ummæli Vigdísar frekar, bendi á að hún
svaraði gagnrýni á þau ummæli nokkuð ítar-
lega á sínum tíma, heldur fannst mér þá for-
vitnilegt og finnst enn að einhverjum finnist
sem frelsi og mannréttindi geti verið afstæð.
Við þekkjum öll frammámenn í viðskiptalíf-
inu sem berjast fyrir viðskiptafrelsi nema þeg-
ar það kemur að þeirra eigin umhverfi, þá er
sjálfsagt að settar séu hömlur við samkeppni
og þeir styrktir af almannafé. Það kallast pils-
faldakapítalismi og hefur verið ríkjandi hugmyndafræði í
starfi stórra stjórnmálahreyfinga á Íslandi árum saman,
nefni sem dæmi Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn
og Samfylkinguna.
Á síðustu árum hefur og borið á annarri gerð af afstæð-
ishyggju sem snýr að mannréttindum og kalla má pils-
faldamannréttindi. Af áberandi fyrirbærum sem stunda
slíkt má nefna hina lútersk-evangelísku þjóðkirkju, eins
og sannast hefur að undanförnu, og svo samtök sem kenna
sig við Vantrú og eru með helstu gagnrýnendum téðrar
þjóðkirkju.
Trúarbrögð og umburðarlyndi eiga sjaldnast samleið,
enda er það eðli þeirra sem höndlað hafa sann-
leikann að líta hornauga þá sem ekki sjá heim-
inn sömu augum og þaðan er stutt í fordóma.
Við sjáum það til að mynda í kristni hvernig
trúin hefur verið uppspretta gyðingahaturs
sem náði hroðalegu hámarki um miðja síðustu
öld, einnig kvenfyrirlitningar og fordóma gegn
samkynhneigðum sem eru hvergi eins miklir
og þar sem trúin er sterkust. Með öldunum
hefur umburðarlyndi þó aukist í kristni og er
svo komið að það er orðið býsna gott, en nær
þó ekki alla leið. Þjóðkirkjan er nefnilega bara
sátt við þau mannréttindaákvæði sem hún þarf
ekki að gangast undir, eins og sjá má af um-
ræðu um trúboð í skólum undanfarna mánuði.
Vantrú er félagsskapur sem barist hefur
gegn trúarkreddum ýmiskonar, þar með talið
kristinni trú. Í þeim efnum hefur félagsskap-
urinn beitt ýmsum meðulum og orðið vel ágengt, bæði
með því að berjast gegn trúboði í skólum og að vekja at-
hygli á forskoti því sem þjóðkirkjan hefur fram yfir önnur
trúfélög og kalla má óðeðlilegt í nútímasamfélagi, í það
minnsta í augum þeirra sem telja mannréttindi algild en
ekki afstæð. Í baráttu sinni hefur Vantrúarmönnum hins-
vegar svo sollið móður að þeir hafa unnið málstað sínum
mikinn skaða – þeir hafa sýnt að til þess að berjast fyrir
auknum mannréttindum eru þeir til í að fórna mannrétt-
indum þeirra sem ekki eru sammála þeim. Fyrir vikið
skipa þeir sér sér á bekk með þjóðkirkjunni og öðrum
þeim sem iðka pilsfaldamannréttindi. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Af pilsfaldamannréttindum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Launin lækkuðu eftir
hrun en hækkuðu á ný
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Launakostnaður vegnastjórnarmanna í Fjármála-eftirlitinu hefur hækkað úr12,7 milljónum árið 2007 í
24 milljónir á næsta ári. Stjórnar-
menn fá í dag 200 þúsund krónur á
mánuði í laun, en stjórnarformað-
urinn fær 600 þúsund krónur í laun.
Laun hans voru hækkuð á árinu 2009
úr 220 þúsund krónum í 600 þúsund
krónur.
Umræða um launakjör þeirra
sem sitja í stjórn Fjármálaeftirlitsins
hófust eftir að efnahags- og við-
skiptaráðherra lagði fram frumvarp
um breytingu á lögum um greiðslu
kostnaðar við opinbert eftirlit með
fjármálastarfsemi. Í greinargerð með
frumvarpinu sagði: „Efnahags- og
viðskiptaráðherra ákvarðar þóknun
stjórnarmanna og að óbreyttu verður
hún 24 millj. kr. á árinu 2012, sam-
anborið við 13,5 millj. kr. í upphaf-
legri áætlun ársins 2011. Ákvörðun
ráðherra grundvallast á mati á tíðni
og tímalengd funda, samanburði við
þóknun stjórna eftirlitsskyldra aðila,
þeim viðamiklu takmörkunum sem
stjórnarmenn sæta til öflunar ann-
arra tekna og hæfniskröfum sem þeir
þurfa að uppfylla.“
Síðar hefur komið fram að
ákvörðun um breytingu á launum
stjórnarmanna var síðast tekin haust-
ið 2010, degi áður en nýr ráðherra
settist í efnahags- og viðskiptaráðu-
neytið. Samt rata þessar upplýsingar
fyrst fyrir sjónir almennings vegna
fjárveitinga til FME árið 2012.
Launin hækkuðu úr
220 þúsund í 600 þúsund
En hver eru laun þeirra sem
sitja í stjórn FME? Stjórnarformað-
urinn er með 600 þúsund krónur á
mánuði, en aðrir eru með 200 þúsund
krónur. Launin voru í ársbyrjun 2007
120 þúsund krónur á mánuði og
stjórnarformaður var með 240 þús-
und krónur. Launin voru hækkuð
myndarlega 1. október 2008, um svip-
að leyti og bankarnir voru að falla. Þá
voru laun stjórnarmanna 260 þúsund
og laun stjórnarformanns 520 þúsund
krónur á mánuði. Launin voru þrí-
vegis lækkuð á árinu 2009 og voru
haustið 2009 komin niður í 110 þús-
und krónur (stjórnarformaður með
220 þúsund).
Hinn 1. september 2010 voru
laun stjórnarformanns hækkuð úr
220 þúsund í 600 þúsund á mánuði og
gilti hækkunin afturvirkt til 1. mars.
Þetta er 172% hækkun. Þau hafa ver-
ið óbreytt síðan. Laun almennra
stjórnarmanna voru hækkuð 1. apríl-
úr 110 þúsund í 140 þúsund og 1.
september í 200 þúsund. Síðan hefur
einvörðungu verið gerð sú breyting
að laun varamanna í stjórn eru nú
þau sömu og laun aðalmanna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fjármálaeftirlitinu hefur engin
breyting verið gerð á launum stjórn-
armanna í FME frá ársbyrjun 2011
og ekki er fyrirhugað að gera neina
breytingu á laununum á næsta ári.
Heildarlaunakostnaður vegna
stjórnarmanna í FME var 12,7 millj-
ónir árið 2008, 12 milljónir vegna
2009, 14,5 milljónir vegna 2010, 22,6
milljónir vegna 2011 og áætlaður
kostnaður vegna ársins 2012 er 24
milljónir. Samkvæmt þessu hækkar
launakostnaðurinn frá 2010 til 2012
um 65%.
Samkvæmt ársskýrslu Lands-
banka fyrir árið 2010 fékk stjórnar-
formaður bankans um 440 þúsund
krónur í laun á mánuði. Almennir
stjórnarmenn í Landsbanka eru með
250 þúsund krónur í laun á mánuði.
Stjórnarmenn í Íslandsbanka
eru með 350 þúsund krónur í laun á
mánuði, en stjórnarformaðurinn er
með 525 þúsund á mánuði.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Fjármálaeftirlitið Það hefur verið nóg að gera hjá stjórn Fjármálaeftirlits-
ins síðustu árin. Laun stjórnarmanna hækkuðu árið 2009.
„Við þetta er því að bæta að
stjórn FME hefur undanfarin ár
haft mikla sérstöðu í saman-
burði við aðrar stjórnir stofnana
hjá hinu opinbera. Álag á stjórn-
armenn, eins og raunar starfs-
menn stofnunarinnar, hefur ver-
ið gríðarlegt. Þann tíma sem ég
var ráðherra fundaði stjórnin
þannig vel á annað hundrað
sinnum, sem gerði um 6,5 fundi
að meðaltali á mánuði. Fundir
eru oft langir og fyrir liggur
mikið magn gagna sem stjórn-
armenn þurfa að kynna sér fyrir
fundi. Það er því í mínum huga
enginn vafi á því að þeir sem
hafa tekið að sér þetta starf
hafa þurft að vinna fyrir kaup-
inu sínu.“
Þetta segir Gylfi Magnússon,
fyrrverandi efnahags- og við-
skiptaráðherra, í yfirlýsingu þar
sem hann útskýrir þær breyt-
ingar sem gerðar hafa verið á
launum stjórnarmanna í Fjár-
málaeftirlitinu.
Hafa unnið
fyrir kaupinu
GYLFI MAGNÚSSON