SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Side 14

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Side 14
14 18. desember 2011 Með kveðju frá Íslandi Það hefur verið ótrúleg gróska í hönnun hérlendis að undanförnu og ætti enginn að fara í jólaköttinn í ár. Hérna eru teknar fyrir flíkur sem hlýja og fegra, hlutir sem ilma og gripir sem prýða. Hlutirnir eru fjölbreyttir en allt er þetta alíslensk hönnun. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Listakonan Andrea Maack kynnir nú tvo nýja ilmi, Silk og Dark. Eins og fyrri ilmir hennar eru þeir byggðir á teikningum, sem hafa verið túlkaðar í ilm. Þetta er fágaður ilmur í fallegum flöskum. Ilmvötnin eru nú komin í dreifingu til 60 landa en á Íslandi fást þau í Sparki við Klapparstíg. Glasið er 50 ml. og kostar 12.900 kr. Fágaður ilmur í fallegum flöskum „Ég gæti borðað heilan hest“ er spagettímælitæki hannað af Stefáni Pétri Sólveig- arsyni. Það er algjör óþarfi að sjóða of mikið spagettí í kvöldmatinn og ennþá skemmtilegra að mæla það með svona gamansömu tæki, sem hleypir lífi í hversdaginn. Þeir allra svöngustu, eða öll fjölskyldan samankomin, geta síðan borðað heilan hest. Spagettí hesthúsað Go with Jan er merki hönnuðarins Guðjóns Tryggvasonar og er áherslan á fylgihluti. Litríku þverslaufurnar úr smiðju hans eru tilvaldar til að ljá hvítu skyrtunni nýtt og spennandi líf. Nafnið Go with Jan er leikur að orðum en íslenska nafnið Guðjón reynist oftar en ekki tungubrjótur þeim sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Línurnar frá Go with Jan hafa innihaldið meðal annars hanska, töskur, veski, sokka, þverslaufur og hálsklúta. Að öllu jöfnu er aðeins takmarkað upplag gert af hverjum hlut. Þessi fallega slaufa fæst í Kiosk við Laugaveg og kostar 6.500 kr. Ljósmynd/Katrin Bjork Lífgað upp á hvítu skyrtuna Ragnheiður Ösp Sigurð- ardóttir er hönnuður skemmtilegra púða sem allir eru byggðir á hnútaforminu og kallast Notknot. Í púð- unum er leikið með hlutfall og áferð hnútsins. Hann er stækkaður til muna og hnýttur úr fylltum ull- arhólkum sem gera hann mjúkan og hlýlegan. Notknot er vélprjónaður úr íslensku einbandi. Þessi fæst á Birkiland.com og kostar 19.900 kr. Allt í hnút Þessi bleika kanína er mikil híbýlaprýði fyrir stóra sem smáa en hún er úr smiðju hönnunarteymisins Stáss, sem gerir líka klukku í formi svans, ef það skyldi hugnast einhverjum betur. Klukkurnar, sem eru úr pólýhúðuðu áli, fást í mörgum litum og kosta á bilinu 10.900-12.900 kr. og eru m.a. til sölu í Netagerðinni við Nýlendugötu. Klukkuleg kanína

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.