Milli mála - 26.04.2009, Page 12
siðaskiptunum og eflingu konungsvalds í kjölfar þeirra jukust áhrif
Dana til mikilla muna og að sama skapi samskipti á dönsku. Og
vegna tengsla við þýska siðbótarmenn lögðu ýmsir sig eftir því að
lesa rit á þýsku og þýða úr málinu. Má þar t.d. nefna þýðingar á
sálmum og öðru efni trúarlegs eðlis.3 Íslendingar hafa um aldir sótt
menntun til útlanda4 og í því sambandi gegndi latínukunnátta lykil-
hlutverki langt fram eftir öldum. Á sextándu og sautjándu öld
leituðu allmargir Íslendingar sér mennta í Norður-Þýskalandi sem
vafalítið hefur ýtt undir þýskukunnáttu5 og þegar Íslendingar fóru
í vaxandi mæli að sækja sér menntun til Danmerkur eftir siðaskipt-
in stuðlaði það að kunnáttu í dönsku.
Heimildir sýna að allmargir Íslendingar hafi lært að lesa og skrifa
erlend mál upp á eigin spýtur en aðrir hafi notið leiðsagnar í skól-
um og hjá einkakennurum eða við óformlegri aðstæður hjá góðum
málamönnum. Með tilkomu skóla varð tungumálakennsla snar
þáttur í starfsemi þeirra. En skipulögð tungumálakennsla er vita-
skuld ekki bara háð þróuninni heima fyrir heldur er hún jafnframt
hluti af straumum og stefnum erlendis. Snemma skapaðist t.d. hefð
fyrir því víða um lönd að kenna latínu sem varð þar með samskipta-
mál lærðra manna. Tengsl Danmerkur og Þýskalands urðu til þess
að þýska hafði sterkasta stöðu hér af nýju málunum á nítjándu öld.
Það var hins vegar tiltölulega nýtt af nálinni að farið var að kenna
og nota ensku sem eins konar „lingua franca“ um aldamótin nítján
hundruð. Nú hefur enska náð þvílíkri útbreiðslu á heimsvísu að
slíkt á sér enga hliðstæðu í gervallri mannkynssögunni. Tungu-
málakennsla hér á landi hefur ekki farið varhluta af þessari þróun.
Hér verður fjallað um þróun tungumálakennslu í latínuskólun-
um og arftökum þeirra. Fyrst verður vikið stuttlega að tungumála-
kennslunni í stólsskólunum í Skálholti og á Hólum og síðar í
hinum sameinaða skóla á Hólavelli og loks á Bessastöðum. Megin-
FRÁ FORNUM MÁLUM TIL NÝRRA
12
3 Páll Eggert Ólason, Upptök sálma og sálmalaga í lútherskum sið á Íslandi, Reykavík: Prentsmiðjan
Gutenberg, 1924.
4 Sjá m.a. Jónas Gíslason, „Utanfarir Íslendinga til háskólanáms fyrir 1700“, Árbók Háskóla
Íslands 1980–1981 (fylgirit), Reykjavík, 1983; Sigurður Pétursson, „Erlend tungumál á Íslandi á
16. og 17. öld“; Jón Helgason, Hvad Københavns Universitet har betydet for Island, Kaupmanna-
höfn: Dansk-Islandsk Samfund, 1926.
5 Sigurður Pétursson, „Erlend tungumál á Íslandi á 16. og 17. öld“, bls. 303–305; Jónas
Gíslason, „Utanfarir Íslendinga til háskólanáms fyrir 1700“, bls. 6–10.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 12