Milli mála - 26.04.2009, Page 13
efni greinarinnar er þó kennsla erlendra mála í Lærða skólanum í
Reykjavík á seinni hluta nítjándu aldar og hvernig þróun hennar
tengist ólíkum viðhorfum í þjóðfélaginu til erlendra tungumála og
hlutverks þeirra.
2. Tungumálakennsla í latínuskólunum
á Hólum og í Skálholti
Með kristnitökunni skapaðist þörf fyrir presta sem gátu sungið
messu á latínu. Upphaf formlegrar tungumálakennslu í skólum má
því einkum rekja til latínukennslu í prestaskólunum, þ.e. í stólsskól-
unum í Skálholti og á Hólum, en einnig til klausturskóla6 og einka-
skóla í Haukadal og Odda sem reknir voru af prestum. Jón Ög-
mundsson, fyrsti biskupinn á Hólum, stofnaði þar skóla og fékk til
hans erlenda kennara, m.a. Gísla Finnason rektor frá Svíþjóð sem
kenndi latínu og Biblíuskýringar.7 Sigurður Pétursson telur að ein-
hver latínukunnátta hafi fljótlega borist til Íslands með kristnum
mönnum en ekki sé með öllu ljóst hvernig sú kunnátta hafi þróast og
einnig sé margt á huldu um latínukunnáttu Íslendinga á miðöldum.
Víða megi finna heimildir um notkun latínu og um latínukennslu en
erfitt sé að glöggva sig á hve almenn og samfelld notkun hennar hafi
verið og hvort kennslan hafi staðið óslitið allar miðaldir.8
Í bókinni Skólalíf. Starf og siðir í latínuskólunum á Íslandi
1552–1846 fjallar Guðlaugur R. Guðmundsson um starfsemi
stólsskólanna eftir siðaskiptin en með kirkjuskipan Kristjáns III.
urðu breytingar á skipulagi þeirra. Latínuskólarnir voru settir á
stofn með reglugerð Páls Hvitfeldts árið 1552 og tók Hólaskóli
til starfa það sama ár en Skálholtsskóli ári síðar. Í kirkjuskipan-
inni var latínu skipað í öndvegi, samanber heitið „latínuskóli“.
Markmiðið með latínukennslunni var að nemendur gætu notað
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
13
6 Janus Jónsson, „Saga latínuskóla á Íslandi til 1846“, Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags
14/1893, bls. 1–97, hér bls. 26–31.
7 Jónas Gíslason, „Utanfarir Íslendinga til háskólanáms fyrir 1700“, bls. 5–8.
8 Sigurður Pétursson, „Erlend tungumál á Íslandi á 16. og 17. öld“, bls. 292–297; Sigurður
Pétursson, „Latin Teaching in Iceland after the Reformation“, Reformation and Latin Literature
in Northern Europe, ritstj. Inger Ekrem, Minna Skafte Jensen og Egil Karggerup, Osló:
Scandinavian University Press, 1996, bls. 106–122.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 13