Milli mála - 26.04.2009, Page 15
klukkan tvö og fimm síðdegis var varið til latneskra stílaæfinga og
á laugardögum var jafnlangur tími notaður til að æfa pilta í að snúa
upplesnum latínukafla úr einhverju sígildu riti á íslenska tungu og
einnig kom fyrir að latnesk verkefni voru þýdd á dönsku. Lestrar-
færni var einnig nauðsynleg í öðrum greinum þar sem stærsti hluti
námsefnisins var á latínu. Til að auðvelda nemendum að tjá sig og
koma viðstöðulítið fyrir sig orði var notuð „Nomenclator“ sem
hafði að geyma safn latneskra orða og orðatiltækja sem gagnast
máttu í daglegu tali.13
Sigurður Pétursson segir að með kirkjuskipaninni hafi verið
stefnt að því að koma á alþjóðlegu menntakerfi hér á landi í anda
húmanismans með latínuna í öndvegi. Ekki hafi það gengið þrauta-
laust fyrir sig framan af vegna skorts á kunnáttufólki í latínu.
Smám saman hafi þó orðið breyting á þessu; heimildir gefi vísbend-
ingar um að latínukunnátta útskrifaðra skólapilta hafi aukist og þá
einkum fyrir tilstilli manna á borð við Guðbrand Þorláksson Hóla-
biskup, Odd Einarsson biskup í Skálholti og Arngrím Jónsson hinn
lærða. Í latínuskólunum var skylda að nema latneska ljóðagerð og
Sigurður bendir á að í riti Arngríms lærða, Brevis commentarius de
Islandia sem út kom í Kaupmannahöfn árið 1593, sé að finna
latínukvæði ort af ungum Íslendingum höfundinum til heilla.
Kvæðin eru elstu varðveittu dæmin um slíkan tækifæriskveðskap
eftir siðaskipti.14 Í öðru samhengi vekur Sigurður Pétursson athygli
á því að vísbendingar séu um að hlúð hafi verið að latínukunnáttu
víðar en í stólsskólunum, t.d. á Munkaþverá þar sem Magnús Jóns-
son lögmaður hélt skóla um miðbik sautjándu aldar.15
Grískukennsla var heimiluð í kirkjuskipaninni en ekki var sér-
staklega til hennar hvatt. Sigurður Pétursson telur ósennilegt að
kennslan í grísku hafi verið skipuleg eða rist djúpt framan af en
ætla megi að það hafi smám saman breyst; þannig sé vitað um ís-
lenska stúdenta í Höfn laust fyrir aldamótin 1700 sem bjuggu að
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
15
13 Sama rit, bls. 60–61.
14 Sigurður Pétursson, „Erlend tungumál á Íslandi á 16. og 17. öld“, bls. 295–296.
15 Sigurður Pétursson, „Hvað má lesa úr slitrum?“, 38 vöplur bakaðar og bornar fram Guðrúnu
Ingólfsdóttur fimmtugri 1. maí 2009, umsjón Guðvarður Már Gunnlaugsson, Margrét
Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir, Reykjavík: Menningar- og minningarsjóður Mette
Magnussen, 2009, bls. 85–87, hér bls. 87.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 15