Milli mála - 26.04.2009, Side 18
kennslunnar þar. Í bréfi skólaráðsins er lagt til að kennarar við
Bessastaðaskóla taki mið af þessum fyrirmælum í kennslunni.24
Bréfinu fylgdu einnig fjögur eintök af nýjum námsskipunarreglum
(undervisningsplan) fyrir lærðu skólana í Noregi og Danmörku sem
stiftsyfirvöldum var falið að færa hverjum og einum kennara Bessa-
staðaskóla en tekið var fram að tæplega yrði hægt að framfylgja
reglunum að öllu leyti við ríkjandi aðstæður. Í reglunum um lærðu
skólana er kveðið á um að auk dönsku skuli m.a. kenna frönsku,
grísku, latínu, hebresku og þýsku.25 Í ljósi sterkrar stöðu þýskrar
tungu í Danmörku og náinna menningar-, stjórnmála- og við-
skiptatengsla við Þýskaland26 og vegna margvíslegra samskipta
Dana við Frakka og áhrifa þeirra síðarnefndu í álfunni yfirleitt
kemur ekki á óvart að þýsku- og frönskukennsla kæmi til skjal-
anna.27 Í öðru bréfi skólaráðsins til stiftsyfirvalda, einnig dagsettu
16. júní 1806, kemur fram að skólaráðinu sé umhugað um að starf-
semi Lærða skólans á Bessastöðum sé í grundvallaratriðum í sam-
ræmi við nýjar reglur um lærða skóla í Danmörku og Noregi að svo
miklu leyti sem við verði komið. Tilgreindar eru þær námsgreinar
sem skuli kenndar m.a. í tungumálum en þær eru, auk móðurmáls-
ins, danska, latína, gríska og hebreska.28 Svo virðist sem menn hafi
talið tormerki á því að uppfylla skilyrði almennu reglnanna um
lærðu skólana hvað tungumálakennsluna varðar því hvorki var
kennd franska né þýska í Bessastaðaskóla. Árið 1809 var gefin út ný
reglugerð fyrir dönsku latínuskólana en samkvæmt henni átti einn-
ig að taka upp kennslu í ensku. Sú breyting náði heldur ekki fram
að ganga í Bessastaðaskóla.29 Latínan var sem fyrr lykilgrein ásamt
grískunni en auk þeirra voru kenndar danska og hebreska, sjá yfir-
FRÁ FORNUM MÁLUM TIL NÝRRA
18
24 „Directionen for Universitetet og de lærde Skolers Skrivelse til Stiftsövrigheden i Island ang.
Undervisningen i Skolen, og sammes Bibliothek m.v. Khavn den 16. juni 1806“, Lovsamling for
Island VII (1806–1818), Kaupmannahöfn: Andr. Fred. Höst, 1857, bls. 41–75, hér bls. 43.
25 Sama rit, bls. 55–62.
26 Vibeke Winge, „Dansk og tysk 1790–1948“, Dansk identitetshistorie 2. Et yndigt land
1789–1848, ritstj. Ole Feldbæk, Kaupmannahöfn: Reitzels Forlag, 1991, bls. 110–149.
27 „Directionen for Universitetet og de lærde Skolers Skrivelse til Stiftsövrigheden i Island, ang.
Bessastad Skoles Organisation. Khavn 16. juni 1806“, Lovsamling for Island VII (1806–1818),
bls. 76–80.
28 Sama rit.
29 Svavar Þór Guðmundsson, Þættir úr sögu Bessastaðaskóla 1805–1846. Af lektorum, brillistum og
nonistum, Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar, 2006, bls. 34–35..
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 18