Milli mála - 26.04.2009, Page 19
lit yfir skiptingu vikulegra stunda í hvorum bekk árið 1840–
1841:30
Erlend tungumál Neðri bekkur Efri bekkur
Latína + latneskir stílar 6 6+2
Gríska 6 6
Danska + danskir stílar 2+2 1+2
Hebreska 2
Tafla 1: Fjöldi vikulegra stunda í erlendum tungumálum í Bessastaðaskóla
1840–1841.
Heimild: Vilhjálmur Þ. Gíslason, Bessastaðir. Þættir úr sögu höfuðbóls, Akureyri:
Bókaútgáfan Norðri, 1947, bls. 160.
Hebresk málfræði var auk þess kennd efstu nemendum í neðri bekk
tvær stundir í hverri viku. Í hebresku fólst kennslan í málfræði,
lestraræfingum, þýðingum og skýringum á Gamla testamentinu.
Hebreskunámið var talið mikilvægast fyrir þá sem ætluðu sér að
verða prestar en aðrir áttu þess kost að ganga ekki til prófs og var
þeim þá gert að lesa tíu bækur af kvæðum Hómers. Almennt fór
lítið fyrir hebreskunámi í latínuskólunum.31
Fjöldi handrita er til með skýringum og þýðingum skólapilta
frá Bessastaðaskóla; þar má sjá breytingar á aðferðum í latínu-
kennslunni frá því sem hafði tíðkast í stólsskólunum þar sem kenn-
arar tóku nú að snúa textanum fyrir nemendur í stað þess að þeir
þyrftu sjálfir að kljást við þýðinguna:
Kennarar þýddu fyrir piltum hverja latneska eða gríska bók sem
þeim var ætlað að lesa. Þeir greindu orð, setningaskipan, upp-
runa, orðtök og málshætti og skýrðu efnið og fjölluðu um höf-
undana. Piltarnir rituðu þýðingar eftir kennurunum og voru
þær kallaðar versjónir en skýringarnar verba (sagnir).32
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
19
30 Algengt var að nemendur sætu tvo til þrjá vetur í hvorum bekk. Sumir komu vel undirbúnir til
námsins, t.d. eftir kennslu hjá einkakennurum, og var námstími þeirra því oftast styttri. Fjöldi
stunda vísar til þess hve mörgum stundum var varið á viku til hverrar greinar í hvorum bekk.
Stundafjöldi virðist hafa verið svipaður frá ári til árs en þó má finna frávik. Þannig segir Svavar Þór
Guðmundsson í bókinni Þættir úr sögu Bessastaðaskóla 1805–1846, bls. 35, að danskir stílar hafi
verið kenndir í tvær stundir í báðum bekkjum og skilningur og útlegging dansks máls í eina stund.
Latínu segir hann hafa verið kennda í sex stundir og latneska stíla í tvær stundir í báðum bekkjum.
31 Guðlaugur R. Guðmundsson, Skólalíf. Starf og siðir í latínuskólunum á Íslandi, bls. 155–157.
32 Sama rit, bls. 137–138.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 19