Milli mála - 26.04.2009, Page 20
Klassísk verk fornaldar voru sem fyrr lögð til grundvallar kennsl-
unni og þau notuð í tengslum við stílaæfingar auk þess sem unnið
var með orðskýringar og stílstefnur sem komu fyrir í verkunum.
Fjallað var um málfræði út frá efninu.33
Danska var kennd í Bessastaðaskóla þrjár stundir í viku í neðri
bekk og efri bekk og fólst kennslan einkum í stílagerð og þýðing-
um. Beiting dönsku, og reyndar einnig latínu, var þó ekki einung-
is bundin við kennslustundirnar í þessum málum. Á laugardögum
voru nemendur efri og neðri bekkjar í einum tíma í ræðumennsku
og tjáningu. Nemendur efri bekkjar tjáðu sig á móðurmálinu og
latínu um lesið efni tengt trúarlærdómnum en nemendur neðri
bekkjar töluðu dönsku í tengslum við valið efni úr Godmans Børne-
ven. Í mannkynssögu var notuð bókin Almindelig Verdenshistorie i
Udtog eftir H.A. Kofod. Samkvæmt heimildum fór kennslan fram
á dönsku og af þeim sökum „talaði kennarinn afar hægt til að þeir
styst komnu gætu fylgst með og skrifað niður það sem máli skipti.
Þá þýddi hann framandi orð á íslensku, skrifaði öll nöfn upp á
töflu og sagði hvernig orðin skyldu skrifuð og borin fram.“34
Mannkynssögu- og trúarlærdómurinn stuðlaði þannig jafnframt
að kunnáttu í latínu og dönsku. Bók Kofods er til marks um að
kennslu- og fræðibókum á dönsku fjölgaði smám saman. Aukin
áhersla á móðurmálið í danska skólakerfinu styrkti stöðu íslensk-
unnar eins og sjá má í bréfi skólaráðsins til stiftsyfirvalda þar sem
segir að kenna skuli íslensku. Um val á kennslu- og lestrarbókum
segir að þangað til nauðsynlegustu grunnbækur komi út í góðum
íslenskum þýðingum verði sérhver kennari að láta sér nægja
danskar eða latneskar handbækur.35 Þess má geta að það var ein-
mitt ofangreind mannkynssögubók Kofods sem Páll Melsteð
þýddi og gaf út með viðbótum árið 1844.36
FRÁ FORNUM MÁLUM TIL NÝRRA
20
33 Svavar Þór Guðmundsson, Þættir úr sögu Bessastaðaskóla 1805–1846, bls. 39.
34 Sama rit, bls. 41.
35 „Directionen for Universitetet og de lærde Skolers Skrivelse til Stiftsövrigheden i Island ang.
Bessastad Skoles Organisation. Khavn 16. juni 1806“, bls. 77.
36 Páll Melsteð, Ágrip af merkis atburdum Mannkyns Søgunnar/útlagt, aukid og kostad af Páli
Melsted, Viðeyjar Klaustur, 1844. Í bréfi til Jóns Sigurðssonar dags. 2. mars 1843 skrifar Páll
Melsteð eftirfarandi um þýðinguna: „Jeg hefi gjört það að gamni mínu, síðan ofurlítið fór að
leingja daginn, að eg hefi gripið litla Kofod (Historiens vigtigste Begivenheder) og verið að
leggja hann út; mest til þess að sjá hvort nokkurt vit væri í íslenzkunni hjá mèr, og jeg neita
því ekki að mèr hefir flogið í hug, að nóg væri vænt að eiga þá bók á okkar túngu …“ Páll
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 20