Milli mála - 26.04.2009, Page 21
Í grísku voru lesin klassísk verk og þau þýdd á latínu og ís-
lensku. Lesin var málfræði og stunduð grísk bragfræði. Auk þess
kom gríska við sögu í Nýja testamentisfræðunum.37
Hér að framan er þess getið að hvorki hafi verið kennd enska,
franska né þýska í Bessastaðaskóla þrátt fyrir að slíkt gengi á svig
við gildandi danskar reglur um lærða skóla. Í konungsúrskurði frá
árinu 1831 sem birtist í kjölfar ritgerðar Baldvins Einarssonar um
skólamál sem hann sendi dönskum stjórnvöldum er fjallað um mál-
efni Bessastaðaskóla og m.a. komið inn á kennslu í þýsku og frönsku.
Þar kemur fram að þýsku- og frönskukunnátta sé talin næsta óþörf
fyrir þá nemendur sem ekki fari utan þar sem samskipti við útlend-
inga séu lítil á Íslandi og auk þess séu bækur á þessum málum af
skornum skammti í landinu. Öðru máli gegni um þá nemendur er
fari utan til náms í Hafnarháskóla. Þeir þurfi að búa yfir kunnáttu
í þessum málum og þá sér í lagi í þýsku. Því er beint til stiftsyfir-
valda að þau hlutist til um að þeir stúdentar sem hyggi á nám í
Kaupmannahöfn fái undirstöðuþekkingu í þýsku.38 Í ritlingi Tóm-
asar Sæmundssonar Island fra den intellectuelle Side betragtet sem kom
út í Kaupmannahöfn árið 1832 víkur höfundur að ýmsum umbót-
um sem brýnar væru við Bessastaðaskóla. Ein þeirra snýst um nauð-
syn þess að sömu námsgreinar séu kenndar þar og í dönskum skól-
um. Sagt er að styrkja þurfi stöðu dönskunnar og einnig móður-
málsins sem öðru fremur geri Íslendinga að Íslendingum. Þá þurfi
að kenna frönsku og þýsku eins og tíðkist í lærðum skólum í Dan-
mörku enda sé ekki unnt að fylgjast með vísindum án þess að geta
lesið á frönsku og þýsku.39 Formleg þýskukennsla hófst þó ekki fyrr
en með flutningi Lærða skólans til Reykjavíkur.
Vert er að ítreka það sem áður hefur verið sagt, að tungumála-
nám gat átt sér stað utan skóla. Í endurminningabók sinni Dægra-
dvöl greinir Benedikt Gröndal frá því að Sveinbjörn Hallgrímsson
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
21
Melsteð, Brjef frá Páli Melsteð til Jóns Sigurðssonar, Kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafjelag í
Kaupmannahöfn, bls. 39.
37 Guðlaugur R. Guðmundsson, Skólalíf. Starf og siðir í latínuskólunum á Íslandi, bls. 155.
38 „Kongelig Resolution ang. Forslag om adskillige Forbedringers Indförelse ved Bessastad Skole.
Khavn den 11. Januar 1831“, Lovsamling for Island IX (1826–1831), Kaupmannahöfn: Andr.
Fred. Höst, 1860, bls. 619–630, hér bls. 619 og 624.
39 Tómas Sæmundsson, Island fra den intellectuelle Side betragtet, Kaupmannhöfn: E. Græbe & Søn,
1832, bls. 23.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 21