Milli mála - 26.04.2009, Page 22
prestur hafi lært að skilja ensku, frönsku og þýsku af sjálfsdáðum
en kunnátta í þessum málum hafi verið fádæmi fyrir miðja nítjándu
öld.40 Sjálfur segist Benedikt hafa lært að lesa þýsku upp á eigin
spýtur á skólaárum sínum í Bessastaðaskóla en þaðan lauk hann
prófi árið 1846. Um þýskunámið segir hann:
… þá var og send til skólans hin þýzka lestrarbók Hjorts, og fjekk
jeg báða partana og las þá hvað eptir annað; þá lærði jeg fyrst að
þekkja þýzkan skáldskap; »Lied von der Glocke« lærði ég allt utan
að, án þess jeg vissi, sömuleiðis önnur kvæði eptir Schiller og
Goethe – jeg fann þá strax, þótt enginn vísaði mjer á þá; þegar jeg
var einn úti með byssuna mína, þá var það orðinn vani minn, að
raula fyrir mjer kvæði Goethes: »Im Felde schleich ich still und
wild«. Þannig lærði jeg þýzku alveg kennslulaust, því hún var
hvergi kennd hjer þá; jeg var ekki einungis viljugur að fletta upp,
heldur las jeg Grönbergs orðabók eins og skemmtibók. Fleiri pilt-
ar tömdu sjer og þýzku á skólaárum mínum, til þess að geta lesið
þýzka rithöfunda – þeir fundu ósjálfrátt það sem er, að Þjóðverjar
eru hin mesta vísindaþjóð í heimi, og þar eru hin mestu skáld síð-
ari tíma …41
Loks eru fjölmörg dæmi þess að Íslendingar hafi lært erlend mál
með því að dvelja utanlands. Í Dægradvöl segir til dæmis Benedikt
Gröndal frá því að í tengslum við komu Gaimards árið 1835 hafi
„Frakkastjórn“ boðið að kosta menntun tveggja gáfaðra Íslendinga
og að einn nemandi hafi farið utan.42
4. Tungumálakennsla í Reykjavíkurskóla
Árið 1846 var Lærði skólinn fluttur til Reykjavíkur og fékk hann
þá nýja reglugerð. Á þessum tímamótum breyttist hlutverk skól-
ans er guðfræðinámið var skilið frá Lærða skólanum og stofnaður
sérstakur prestaskóli. Reglugerðin byggðist á dönsku lögunum um
FRÁ FORNUM MÁLUM TIL NÝRRA
22
40 Benedikt Gröndal, Dægradvöl. (Æfisaga mín), Reykjavík: Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, bls.
44–45.
41 Sama rit, bls. 58–59.
42 Sama rit, bls. 27.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 22