Milli mála - 26.04.2009, Page 24
hebresku, frönsku og ensku. Þýska varð nú skyldugrein ásamt
latínu, grísku og dönsku en hebreskunám var einungis skylda fyrir
þá er hugðust stunda nám í prestaskólanum. Enska og franska voru
valgreinar og samkvæmt fyrri reglugerðinni var þeim sem ekki
lærðu hebresku gert að taka tíma í öðru hvoru þessara mála. Kunn-
átta í dönsku og latínu var skilyrði fyrir inntöku og þurftu nem-
endur að sýna fram á kunnáttu sína með því að þreyta inntökupróf.
Í fyrri reglugerðinni er kveðið á um undirbúningsnám í grísku en
ekki í reglugerðinni frá 1850.44
Í 2. gr. reglugerðarinnar frá 1846 segir að bekkirnir skuli vera
fjórir og að nemendur sitji einn vetur í öðrum bekk og tvo í hverj-
um hinna, alls sjö vetur. Í neðri bekkjunum átti að leggja megin-
áherslu á kennslu í íslensku og dönsku en latínu og grísku í þeim
efri (4. gr.). Burtfararprófið skiptist í tvennt: fyrri hluta sem lauk
með þriðja bekk og var þá m.a. prófað í ensku, frönsku og þýsku og
síðari hluta sem lauk með fjórða bekk þar sem prófað var m.a. í
dönsku, grísku, latínu og hebresku (11. gr.). Með reglugerðinni frá
1850 var námstíminn styttur úr sjö árum í sex og voru fyrsti og
annar bekkur óskiptir en þriðji og fjórði bekkur tvískiptir (2. gr.).
Við lok fyrri hluta var prófað í dönsku og þýsku (12. gr.), þ.e. burt-
fararpróf í dönsku færðist frá lokum seinni hluta til loka fyrri hluta.
Prófað var í latínu, grísku og hebresku að afloknum fjórða bekk. Í
töflu 2 má sjá skiptingu stunda skólaárið 1852–1853.
Erlend 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur Stundir
tungumál einn vetur einn vetur tveir vetur tveir vetur alls
Latína 8 8 9 9 10 44
Gríska 5 5 5 6 21
Danska 4 2 2 3 11
Þýska 4 2 2 2 10
Tafla 2: Skipting stunda í erlendum tungumálum í Reykjavíkurskóla skólaárið
1852–1853.
Heimild: Skýrsla um hinn lærða skóla í Reykjavík skóla-árið 1852–53, Reykjavík:
Prentsmiðja Íslands, 1853, bls. 10.
FRÁ FORNUM MÁLUM TIL NÝRRA
24
44 „Reglugjörð um latínuskólann í Reykjavík”, Lovsamling for Island XIII (1844–1847), Kaup-
mannahöfn: Andr. Fred. Höst, 1866, bls. 449–463; „Reglugjörð um kennsluna og lærdóms-
prófin í hinum lærða skóla í Reykjavík“, Lovsamling for Island XIV (1848–1850), Kaupmanna-
höfn: Andr. Fred. Höst, 1868, bls. 514–528.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 24