Milli mála - 26.04.2009, Page 25
Eins og áður er getið voru enska45 og franska valgreinar. Kennslunni
skyldi lokið á þremur árum og fundnir til hennar „aukatímar“ utan
hefðbundins kennslutíma. Kennslan var stopul framan af og stund-
um var hvorugt málið kennt, t.d. fyrsta skólaárið 1846–1847. Alla
jafna var meiri eftirspurn eftir ensku en frönsku.46 Málin voru ekki
kennd eftir bekkjaskipan heldur var skólasveinum skipt í tvær deild-
ir og þeim sem höfðu numið málið áður kennt í 4 stundir en byrj-
endum í 2 stundir á viku.47
Verður nú fjallað um kennslu einstakra tungumála ásamt færni-
kröfum og tilhögun prófa eins og þeim er lýst í reglugerðunum
tveimur.
Danska
Inntökuskilyrði voru þau að nemendur gætu lesið og skilið dönsku.
Skv. 4. gr. reglugerðarinnar frá 1846 skal kenna dönsku jafnframt
íslensku og þess gætt „að lærisveinar verði leiknir í að útleggja
hana á aðra túngu, rita hana eptir rèttum reglum, og vita hið helzta
í bókmentasögu Dana.“ Prófið átti að vera fólgið í a) skriflegri út-
leggingu á danska tungu og b) munnlegri útleggingu af dönsku, í
einhverri þeirri danskri bók sem ekki hafði verið lesin í skóla (11.
gr.). Í reglugerðinni frá 1850 (11. gr.) segir um prófið í dönsku að
piltar skuli reyndir „skriflega a) með því að láta þá gjöra danskan
stíl, og b) munnlega, með því að láta þá leggja út tvo kafla eptir
danska rithöfunda sem þeir hafa eigi lesið, annan í bundinni ræðu
en hinn í óbundinni.“
Gríska
Í reglugerðinni frá 1846 er í 3. gr. kveðið á um það inntökuskilyrði
að nemendur hafi lært aðalreglur grískrar málfræði og yfirfarið
nokkra kafla eftir einhvern auðskilinn grískan rithöfund en slík
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
25
45 Ítarlega er fjallað um enskukennslu í Lærða skólanum á nítjándu öld í meistaraprófsritgerð
Steinunnar Einarsdóttur, English as a ‘Fourth Language’. A Historical Survey of the Teaching of
English in Iceland in the Nineteenth Century with Particular Reference to Textbooks and Textbook
Writers, óbirt kandídatsritgerð í ensku, Reykjavík: Háskóli Íslands, 2001.
46 Kristinn Ármannsson, „2. Reglugerðir Reykjavíkurskóla, 2.1 Lærði skólinn 1846–1850“, Saga
Reykjavíkurskóla I, bls. 13–18, hér bls. 18; Kristinn Ármannsson, „2. Reglugerðir Reykjavíkur-
skóla, 2.2 Lærði skólinn 1850–1877“, Saga Reykjavíkurskóla I, bls. 19–34, hér bls. 19–22.
47 Skýrsla um hinn lærða skóla í Reykjavík skóla-árið 1852–53, bls. 10–12.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 25