Milli mála - 26.04.2009, Page 28
Valgreinarnar franska og enska
Í reglugerðinni frá 1846 segir í 4. gr. að gefa skuli þeim nemendum,
sem ekki vilja læra hebresku, kost á að nema ensku eða frönsku en í
seinni reglugerðinni segir í 4. gr. að kenna skuli þessar greinar þeim
einum er þess æskja. Kennslu í þessum tungumálum skyldi vera lok-
ið á þrem árum og hún ekki bundin við neinn sérstakan bekk að öðru
leyti en því að þau skyldu ekki kennd í fyrsta bekk. Í fyrri reglugerð-
inni segir í 11. gr. að svo fremi sem próf sé haldið skuli nemendur
reyndir í málfræði og í að útleggja munnlega á íslensku einhvern
auðskilinn ólesinn enskan eða franskan höfund en í reglugerðinni frá
1850 er hvorki fjallað um próf í ensku né frönsku.
Athygli vekur hve markmiðslýsingar, inntak og áherslur eru
keimlíkar í öllum erlendu tungumálunum enda má glögglega sjá
hvernig hefðin við kennslu fornmálanna yfirfærist á kennslu nýju
málanna. Menntunargildi námsins er í fyrirrúmi, samanber þá ríku
áherslu sem lögð er á lestur öndvegisbókmennta. Lestrarfærni hef-
ur mest vægi, enda lykill að bókmenntalestri, en einnig er allnokk-
ur áhersla lögð á ritun. Málfræðin er einn af grundvallarþáttum
málsins og þar er áherslan fremur á að læra um málið en á beitingu
þess. Nálgunin sem viðhöfð er við kennsluna er einkum þýðingar
og ritun stíla, m.a. til að þjálfa málfræði og orðaforða, samanber
nálgun málfræði- og þýðingaraðferðarinnar.48
4.2 Tekist á um tungumálin
Samkvæmt reglugerðinni frá 1846 voru íslenska og danska aðal-
kennslugreinarnar í neðri bekkjunum en latína og gríska í þeim
efri. Sérstök athygli er hér vakin á gjörbreyttri stöðu móðurmálsins
samanborið við það sem áður var. Í Bessastaðaskóla var íslenskan
ekki sjálfstæð kennslugrein heldur fólst móðurmálskennslan fyrst
og fremst í þýðingum af erlendum málum á íslensku en í Reykja-
víkurskóla varð íslenska sjálfstæð kennslugrein og ein af tveimur
FRÁ FORNUM MÁLUM TIL NÝRRA
28
48 Jack C. Richards og Theodore S. Rodgers, Approaches and Methods in Language Teaching,
Cambridge: Cambridge University Press, 2001, bls. 5–7; Auður Hauksdóttir, Lærerens strategier –
elevernes dansk. Dansk som fremmedsprog i Island, Kaupmannahöfn: Nordisk Ministerråd, 2001,
bls. 49–52.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 28