Milli mála - 26.04.2009, Page 31
ekki málin varin, dönskunni getum vjer ekki gjört hærra undir
höfði en hverri annari útlendri túngu, vjer skipum henni í sömu
röð sem þjóðversku, frakknesku og ensku, og ef 5 ára tími þykir
nægur til að nema þessar túngur, þá er að vorri hyggju óþarfi að
ætla dönskunni leingri tíma, hjer er og það aðgætandi að flestall-
ar lærdómsbækur skólans eru á danskri túngu, og má því heita að
dönskulesturinn verði samfara hverri vísindagrein jafnt í hinum
efsta bekk sem hinum neðstu …56
Skólastjórnin virðist hafa fallist á þessi rök því að dregið var úr um-
fangi dönskukennslunnar í reglugerðinni frá 1850 en þar er sagt í
4. gr. að dönsku skuli kenna frá því piltar komi í skóla og þangað
til þeir fara úr þriðja bekk og skuli kennslu í málinu þá lokið. Þá
voru inntökuskilyrði í íslensku aukin og ætlast til að nemendur
gætu „lesið íslenzku og ritað hana læsilega og stórlýtalaust að
rèttrituninni til …“57
Ef umfang kennslunnar í erlendum málum er borið saman við
það sem tíðkaðist í Bessastaðaskóla má sjá að nýju málin eru farin
að ryðja sér til rúms. Á nítjándu öld jókst útgáfa bóka og tímarita
til mikilla muna í nágrannalöndunum sem varð mörgum hvatning
til tungumálanáms og með aukinni tækni urðu samgöngutæki
fullkomnari og öll samskipti milli landa greiðari og algengari.
Nægir þar að nefna tíðar heimsóknir útlendinga til Íslands sem
kölluðu á samskipti á nýju málunum. Latínan gat að vísu nýst til
samskipta lærðra manna að vissu marki eins og sjá má af lýsingum
Benedikts Gröndal á samskiptum Íslendinga við Frakka í tengslum
við rannsóknir Gaimards á fjórða áratugi nítjándu aldar: „Þá kunni
enginn hjer að tala frönsku og var latínan töluð við Frakka og kom-
ust menn vel af, þó sumt færi út um þúfur, og eru enn til sögur um
það, sem raunar eru »lygasögur« flestar …“58 en þeir urðu sífellt
fleiri sem bentu á þörfina fyrir kunnáttu í nýju málunum. Ein af
ástæðunum var sú að klassísku málin, hin „úreltu“ mál, eins og þau
eru kölluð í Reykjavíkurpóstinum, voru ekki lifandi á sama hátt og
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
31
56 „Athugasemdir við skólareglugjörðina“ (framhald), Reykjavíkurpósturinn, 1(6)/1847, bls.
90–91.
57 „Reglugjörð um kennsluna og lærdómsprófin í hinum lærða skóla í Reykjavík“, bls. 515.
58 Benedikt Gröndal, Dægradvöl, bls. 49.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 31