Milli mála - 26.04.2009, Síða 32
nýju málin og því jókst orðaforðinn ekki í takt við breytingar í
samtímanum. Því gat verið hörgull á orðum þegar seinni tíma
fyrirbæri bar á góma. Tómas Sæmundsson, sem sjálfur hafði lagst í
ferðalög suður í álfu að loknu námi árið 1832, ritar í ferðabók sinni
um gildi þess að búa yfir kunnáttu í nýju málunum og annmarka
latínunnar sem samskiptamáls vísindamanna. Hann efaðist þó ekki
um menntunargildi fornmálanna en vísar til þess að þar sem hlut-
verk latínunnar hafi breyst henti hún ekki lengur sem samskipta-
mál lærðra manna:
Líka má gjöra sér nám þeirra miklu hægara og styttra, því lítil
nauðsyn sýnist framvegis draga til að læra þau að skrifa og tala,
sem hingað til hefir verið tíðkanligt. Latínan verður dag frá degi
meira og meira þar til ónóg, að því skapi sem umtalsefni verður
fleira og ýmsir hluti koma á góma, sem þeir gömlu ekki þekktu og
ekki hafa orð yfir í málum sínum. Er það óskynsamligt að gjöra sér
þann örðugleik sem hvörki fyrir málið sjálft né vísindin eru til
neins góðs.59
Tómas bendir á gagnsemi nýju málanna í tengslum við menntun
og vísindi auk þess sem þau hafi hagnýtt gildi í daglegu lífi. Hér á
hann sjálfsagt fyrst og fremst við lestur bóka en vafalítið hefur
reynsla hans af því að ferðast vakið hann til vitundar um gildi
tungumálakunnáttu:
Sá sem kann þýzku og engelsku, frönsku og völsku af nýju málun-
um á vorri öld fer ei mikils á mis þó hann slái slöku við hinum; og
þessi mál verða væntanliga höfuðmálin svo lengi sem heimur
stendur, þar eð þau hafa fengið rætur í öllum heimsálfum, og sér í
lagi engelskan, hvar við og mætti bæta spönsku. Þýzkan og eng-
elskan eru Íslendingum næsta fljótlærð að skilja og þau málin sem
þýzkunni eru skyld, svo sem hollenzka, danska, svenska, en mörg
hinna, svo sem franska, valska, spanska, portúgiska eru hálfskil-
in, þegar latínan er lærð.60
FRÁ FORNUM MÁLUM TIL NÝRRA
32
59 Tómas Sæmundsson, Ferðabók Tómasar Sæmundssonar, Jakob Benediktsson bjó undir prentun,
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafjelag, 1947, bls. 88.
60 Sama rit, bls. 88–89.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 32