Milli mála - 26.04.2009, Page 33
4.3 Reglugerðin um Lærða skólann frá 1877
Með reglugerðinni frá 1877 urðu allróttækar breytingar á tungu-
málakennslunni sem áttu sér nokkurn aðdraganda. Bjarni Jónsson,
fyrrverandi yfirkennari í latínuskólanum í Horsens, gegndi starfi
rektors á árunum 1851–1868. Sérgrein hans voru fornmálin en
hann var einnig vel að sér í nýju málunum og vildi veg tungumál-
anna sem mestan. Fyrir hans tilstilli var tímum í latínu fjölgað til
að nálgast þann stundafjölda sem tíðkaðist í lærðu skólunum í
Danmörku. Þá lagði rektor til við kirkju- og kennslumálaráðuneyt-
ið að franska og enska yrðu skyldugreinar en ekki var fallist á það.61
Á hinn bóginn lagði Madvig, umsjónarmaður kennslumála, til að
enska yrði gerð að skyldugrein í stað þýsku sem yrði kjörgrein.
Rektor lagðist gegn breytingunni með þeim rökum að það jafngilti
því að afnema þýskukennsluna.62
Árið 1875 skipaði alþingi nefnd sem m.a. var falið að fjalla um
málefni Lærða skólans með hliðsjón af dönsku lögunum frá 1871
með áorðnum breytingum og skoða hvort fýsilegt væri að stofna
gagnfræðaskóla. Nefndin lagði til að komið yrði upp gagnfræða-
skólum á Suðurlandi og Norðurlandi og þannig endurheimt það
jafnræði í skólamálum sem áður ríkti milli landshluta: „Af því
Norðurland, þar sem námfýsi og andlegt fjör er svo mikið, hefur
einatt liðið mestan halla við það, að sviptast sínum eigin skóla, þá
virðist það hafa brýnustu kröfu til þess, að þar sje fyrst reynt til að
setja gagnfræðaskóla á fót, og gæti hann, þegar stundir liðu, jafn-
framt orðið að lærðum skóla.“ Í gagnfræðaskólunum skyldi nem-
endum veitt auk dönsku undirstaða í nýju málunum. Um Lærða
skólann segir að hann hafi staðið í stað í næstum 30 ár og brýnt sé
að huga að umbótum í samræmi við þá stefnu sem nú sé fylgt í
dönskum menntaskólum. Kvartanir hafi borist um að of miklum
tíma sé varið til latínu og að nýju málunum sé of lítill gaumur gef-
inn. Lagt er til að latínustílum verði sleppt til prófs og stílaskrif
takmörkuð við u.þ.b. einn tíma á viku auk þess sem tímum í trúar-
fræði verði fækkað. Þeim tíma sem sparist verði m.a. varið til
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
33
61 Kristinn Ármannsson, „2. Reglugerðir Reykjavíkurskóla, 2.2 Lærði skólinn 1850–1877“, bls.
21–22.
62 Sama rit, bls. 30.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 33