Milli mála - 26.04.2009, Page 34
kennslu nýju málanna.63 Með konungsúrskurði var síðan skipuð
önnur nefnd sem var falið að semja nýja reglugerð fyrir Lærða skól-
ann. Hún skilaði áliti sínu 5. október 187664 og lagði til umtals-
verðar breytingar á tungumálakennslunni. Nefndinni þótti of
íþyngjandi fyrir nemendur að gera öll nýju málin að skyldugrein-
um og yrði að kenna þau tungumál sem nauðsynlegust væru fyrir
landsmenn. Í því ljósi þótti kunnátta í ensku og frönsku mikilvæg-
ari en í þýsku þar sem Íslendingar hafi hin síðari ár komist í tals-
vert samband við Englendinga bæði vegna verslunarviðskipta og
tíðra ferðalaga Englendinga til landsins. Embættismönnum sé bæði
gagn og sæmd að því að geta skilið þá og gjört sig skiljanlega fyrir
þeim og „svo er ágæti hinnar ensku bókvísi alkunnugt, bæði að því,
hvað hún er djúpsett, siðleg og ljós.“ Nefndin telur frönsku jafnvel
enn mikilvægari en ensku vegna fiskveiða Frakka hér við land og
þar af leiðandi samgöngu á milli þeirra og landsmanna.
Það hefur verið um mörg ár, og svo lítur út sem svo muni verða
framvegis, að skip þessi liggja tugum saman inni á höfnum og
fjörðum, því nær kring um land allt, ganga þá skipverjar í land og
hafa ýms nauðsynleg viðskipti við landsmenn, þurfa þeir þá stund-
um að snúa sér til presta, stundum til lækna, og stundum til sýslu-
manna eða bæjarfógeta til að fá þarfir sínar bættar, og eru þessir
embættismenn ætíð í stökustu vandræðum, er þeir eigi geta skil-
ið þessa útlendinga, né gjört sig skiljanlega fyrir þeim, auk þess
sem eigi mun vanþörf á að embættismenn stundum geti greitt úr
misklíð, er koma kann upp milli landsmanna og útlendinga þess-
ara, og þó að mest sé þörf á að embættismenn í Reykjavík og svo í
Múlasýslum, Ísafjarðarsýslu og Skaptafellssýslum kunni tungu
þessa, þá vita hin ungu embættismannaefni eigi við byrjun og
varla við endi embættisnáms síns, hvar þeir muni fá embætti hér á
landi, svo að það virðist jafn nauðsynlegt að öll embættismanna-
efni vor læri að skilja tungu þessa og gjöra sig skiljanlega á henni
hvort heldur munnlega eða skriflega.65
FRÁ FORNUM MÁLUM TIL NÝRRA
34
63 Alþingistíðindi 1875, C-deild, bls. 312–313.
64 Álitsskjal nefndarinnar í skólamálinu, Reykjavík, 1877.
65 Sama rit, bls. 33.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 34