Milli mála - 26.04.2009, Page 40
bókum og læra að heyra og tala hið lifandi hljóð.79 En umræða um
málið náði langt út fyrir veggi alþingis og síður Þjóðólfs. Á 20 manna
fundi Fljótsdælinga og Fellnamanna í Múlasýslu vorið 1877 var álit
hinnar konunglega skipuðu skólanefndar rætt og samþykkti fundur-
inn að leggja til að latínukennslan yrði minnkuð enn frekar, einkum
stíllinn, og að þýska yrði skyldugrein en ekki franska.80 Í tímaritinu
Skuld var einnig fjallað um skólamálið vorið 1877 og þar er því fagn-
að að nefndin vilji ekki útrýma latínunáminu eins og fjöldinn hafi
heimtað svo ákaft. Ástæða sé til að veita grundaða þekkingu í latínu,
ekki aðeins vegna hins mikla og ágæta fjársjóðs vísinda og visku sem
fólgin sé í latneskum bókum og þess að hún sé enn þá samtenging-
armál skólagenginna manna heldur einnig vegna málmyndalýsingar-
innar („Grammatíkurinnar“, málmyndafræðinnar) og svo fyrir kyn-
sæld hennar, þ.e. að svo mörg höfuðmál Norðurálfunnar séu af latínu
komin.81 Til gamans má í þessu sambandi vísa til kvæðis sem mælt
var fyrir munn Jóns Þorkelssonar rektors í lok níunda áratugarins en
latínan var honum heilagt mál, undirstaða allra mála sem væru auð-
lærð með latínu í handraðanum:
Ef þú latneskt lærir mál,
líka kanntu ensku og frönsku,
og svo glaður innst í sál,
amen getur sagt á spönsku.82
Hér vekur athygli að sjónarmiðið er ekki að kenna latneska mál-
fræði latínunnar vegna heldur er tíundað hve gagnleg hún sé til að
átta sig á skyldleika mála og hvernig slík kunnátta geti nýst sem
undirstaða fyrir nám í öðrum tungumálum, samanber eftirfarandi
tilvitnun í Skuld: „Læri maðr rækilega grammatík í einu máli, fellr
lærdómr inna annara grammatíka létt, og svo þar með málanna, því
eitt mál er öðru meir eða minna líkt.“83 Af afsprengjum latínunn-
FRÁ FORNUM MÁLUM TIL NÝRRA
40
79 „Um frumvarp skólanefndarinnar“, Þjóðólfur 29(10)/1877, bls. 38–39.
80 „Eptirrit af fundargjörð, Fljótsdælinga og Fellnamanna í Múlas.“, Norðanfari 16(47–48)/1877,
bls. 95. Fundarstjóri var Páll Vigfússon og skrifari Þorvarður Kjerulf.
81 „Skólamálið“, Skuld, 1(2)/1877, bls. 11–14. Framhaldsgrein í tölublaði 1(3–4)/1877, bls. 21,
undirrituð af M.J.
82 Jes A. Gíslason, „Nokkrar minningar frá skólaárum mínum, 1885–1891“, Minningar úr mennta-
skóla, bls. 99–117, hér bls. 109.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 40