Milli mála - 26.04.2009, Page 41
ar er franskan fyrst tiltalin sem er sögð fagurt og merkilegt mál
hinnar merkustu söguþjóðar er hafi svo mikið samblendi við Ís-
lendinga. Franskir herrar, hin „kurteisu nettmenni“84, heimsæki
oss á hverju ári og komi víða hér við land og frakkneskir fiskimenn
komi hér fjöldamargir ár hvert. Það verði að teljast viðkunnanlegra
að skólagengnir menn geti nokkuð fleytt sér í málinu og a.m.k. les-
ið og skilið franska bók. Æfingin í að tala geti komið á eftir eða
samhliða eftir því sem verkast vill. Æskilegt sé að kenna frönsku í
skólum sem skyldugrein enda sé þekking þeirrar tungu mjög út-
breidd í heiminum. Enska sé það jafnvel enn frekar og því einnig
sjálfsögð skyldugrein. Hún er sögð
léttara mál, bæði af því, að hún er að svo miklu leyti lík málum
Norðurlanda (talin í inum gothska flokki), þótt hinu megin sé
latínan formóðir (er því að nokkru leyti rómönsk), og – líka vegna
lítillar málmyndalýsingar, enda hægra enskunámið þeim, er lært
hafa eða læra um leið tungu nágrannanna handan við sundið.85
Enskunámið hafi hvort tveggja í senn menntandi og hagnýtt gildi
og gagn þess og nauðsyn sé „auðsén af inum ágætu bókmentum
innar miklu og mentuðu þjóðar, er einnig hefir töluverð mök við
oss.“86 Danskan sé okkur næst enda auðlærð og einnig standi
þýskan okkur nærri því að „frá Þýzkalandi hafi vísindalíf streymt
til okkar gegnum Dani og danska tungu, og þýzk dýpt á vel við
íslenzkan anda.“87 Höfundur segir þýskuna þó ekki gagnlega Ís-
lendingum yfirhöfuð en vill engu að síður að hún sé skyldugrein
en að minni kröfur séu gerðar um kunnáttu í henni en í ensku og
frönsku með því: „að það getr hver, sem að eins vill, vel stafað sig
fram úr þýzku upp á eigin hönd, er hann er kominn úr skóla, þar
sem málið er svo líkt íslensku og dönsku og að minsta kosti fram-
burðurinn yrði fulllærðr í skóla.“88
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
41
83 „Skólamálið“, bls. 13. Um er að ræða aðsenda grein og tekur ritstjórnin fram neðanmáls að hún
sé ekki sammála höfundi þar sem hún líti á allt þetta mál í „yfirgripsmeira útsýni“ (bls. 11).
84 Sama rit, bls. 12.
85 Sama rit, bls. 12.
86 Sama rit, bls. 12.
87 Sama rit, bls. 12.
88 Sama rit, bls. 12.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 41