Milli mála - 26.04.2009, Síða 42
Í sex tölublöðum Norðlings frá árinu 187789 er ítarlega fjallað
um skólamálið, m.a. erlendu tungumálin. Í fyrstu greininni eru
forkröfur í latínu gagnrýndar, ekki síst í ljósi þess mikla tíma sem
til kennslu hennar sé varið. Um dönskuna segir90 að hún sé náskyld
íslensku og að fróðum mönnum þyki henta vel að læra fyrst þau
mál er skyldust séu móðurmálinu og feta sig svo áfram í tungu-
málalærdómnum og því eigi vel við að setja dönskuna næst ís-
lensku. Hins vegar þykir það galli að einblínt hafi verið svo á
dönskuna að sænskan, sem sé nánast jafnskyld íslenskunni, hafi al-
veg gleymst. Of mikið sé að kenna dönsku í öllum bekkjum í stað
fjögurra áður þar sem kennslubækur séu flestar danskar. Því þykir
sanngjarnt og nauðsynlegt að tímar í dönsku séu færðir „… sænsk-
unni afsprengi tungu vorrar, systur sinni.“91 Vel henti að kenna
helstu atriði í bókmenntasögu Dana þótt hún sé að vísu heldur
ómerkileg eins og von sé þar sem Danir „dependeri“ af Þjóðverjum
í ritum sínum. Afleitt sé hins vegar að ekki sé fengist við bók-
menntasögu annarra þjóða sem eigi mun fjölskrúðugri bókmennt-
ir en Danir. Hæfa þykir að telja enskuna næst eftir dönskunni þar
sem hún sé að hálfu leyti af norrænum uppruna og því sé nám í
ensku Íslendingum næsta eðlilegt. Í ljósi raka fyrir enskunámi
þykir það furðu gegna að enskunni sé skipað á óæðri bekk gagnvart
fjarskyldara máli, frönskunni. Með ensku megi gera sig skiljanleg-
an í öllum heimsálfum svo mikið sé víðlendi og nýlendur Englend-
inga. Þegar svo bætist við að tungumál Frakka og „allur andi hinn-
ar frakknesku mentunar og siðferðis er oss – guði sé lof – alveg
ókunnugur, eins og þeir sjálfir hafa enga virðing eða rækt sýnt ís-
lenskum bókmenntum – þvert á móti því sem Englendingar hafa
sýnt“92 hnígi öll rök að því að setja enskuna ofar frönskunni. Gagn-
stætt ensku vilji nefndin að gefinn sé vitnisburður í frönsku á burt-
fararprófi allt til þess að:
FRÁ FORNUM MÁLUM TIL NÝRRA
42
89 „Skólamálið I“, Norðlingur, 3(23–24)/1877, bls. 89–91; „Skólamálið II“, Norðlingur
3(27–28)/1877, bls. 105–108; „Skólamálið III“, Norðlingur, 3(29–30)/1877, bls. 113–116;
„Skólamálið IV“, Norðlingur, 3(31–32)/1878, bls. 121–124; „Skólamálið V“, Norðlingur,
3(33–34)/1878, bls. 141–142; „Skólamálið VI“, Norðlingur, 3(39–40)/1878, bls. 154–157;
„Skólamálið VII, Norðlingur, 3(41–42)/1878, bls. 167–168.
90 „Skólamálið III“, bls. 114.
91 Sama rit, bls. 114.
92 Sama rit, bls. 114–115.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 42