Milli mála - 26.04.2009, Síða 43
… vèr getum skilið duggarana! er hér koma á ári hverju og brjóta
fiskilög og önnur lög, og er hæfilega mikil mentun að viðtali og
öllum viðskiptum við þvílíka, því þeir hafa hingað til virt mest
hnefaréttinn og svo mun enn reynast; og til þess að skrifa upp nafn
skipsins, sem er vissasti vegurinn til þess að ná rétti sínum, þarf
eigi kunnáttu í frakknesku.93
Loks telur höfundur fráleitt, m.a. vegna skyldleika málanna, að
þýska skuli einungis kennd sem valgrein í einum bekk en að franska
sé kennd „með geysi gný“ í öllum bekkjum. Fjöldi lestrarbóka í
læknisfræði sé á þýsku í háskólanum og hún sé ómissandi fyrir m.a.
málfræðinga og guðfræðinga. Hún sé í flestu tilliti mun mikilvæg-
ari en franska og enska og því óþarft til þess eins að tolla í tískunni
með Dönum að hatast við allt sem þýskt er þvert á alla skynsemi
og nauðsyn námsmanna. „Þetta mál – mál Lúthers, Goethe, Schil-
lers, Fichte, Kants og Hegels o. fl. o. fl.; mál hinnar voldugustu
þjóðar heimsins – setur nefndin og ráðgjafi Íslands í skúmaskot
tungumálanna.“94 Ekki segist höfundur eyða mörgum orðum á
kennslu „dauðu málanna“ því að svo oft og skýrt hafi annmarkarnir
verið tíundaðir og hvergi hraktir. Athygli vekur að í umræðunni er
ágæti þýskrar menningar, ekki síst skáldjöfra og heimspekinga,
haldið mjög á lofti en fjallað á fremur neikvæðum nótum um
danskar bókmenntir. Þó fer umræðan fram eftir að danskir rithöf-
undar á borð við Oehlenschläger, Grundtvig og H.C. Andersen
höfðu látið að sér kveða svo eftir var tekið og hið sama á við um
heimspekinginn Søren Kierkegaard.
Gagnrýnin á forgangsröðun nýju málanna hafði sín áhrif sem sjá
má af því að vorið 1883 voru gerðar breytingar á reglugerðinni.95
Þýska skyldi nú kennd í öllum bekkjum og prófað á sama hátt og
í frönsku sem skyldi nú einungis kennd í fimmta og sjötta bekk.96
Þótt gagnrýnin virðist hafa verið víðtæk og hörð er ekki ólíklegt að
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
43
93 Sama rit, bls. 114.
94 Sama rit, bls. 115.
95 Árið 1879 var gerð sú breyting á reglugerðinni að nemendum var skipt í sex bekki og voru þeir
eitt ár í hverjum bekk, sbr. „Brjef ráðgjafans fyrir Ísland til landshöfðingja um hinn lærða
skóla“, Stjórnartíðindi 1879, B-deild, bls. 158.
96 „Auglýsing um breytingar á ákvörðunum reglugjörðar hins lærða skóla í Reykjavík 11. júlí
1877“, Stjórnartíðindi 1883, A-deild, bls. 8.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 43