Milli mála - 26.04.2009, Page 44
orsakir breytinganna megi finna víðar. Til að kenna frönsku þurfti
kennara með kunnáttu í málinu en þeir hafa tæpast verið á hverju
strái, samanber bréf til landshöfðingja þar sem farið er fram á styrk
handa settum kennara við Lærða skólann, Sigurði Sigurðarsyni, til
þess að ferðast til Frakklands svo að hann geti aukið þar þekkingu
sína á frakkneskri tungu og bókmenntum.97 Skortur á kennurum
með menntun í nýju málunum var þó alls ekki einskorðaður við
frönskuna. Þótt þýska hafi verið kennd við Reykjavíkurskóla frá
upphafi mun Bjarni Jónsson frá Vogi hafi verið fyrsti þýskumennt-
aði kennarinn. Hann lauk cand. mag.-prófi í málfræði með latínu
að aðalnámsgrein en grísku og þýsku aukreitis frá Hafnarháskóla
vorið 1894.98 Bjarni dvaldi um hríð í Þýskalandi að námi loknu og
kenndi við Lærða skólann um aldamótin 1900. Sagt er að hann hafi
farið ótroðnar slóðir í þýskukennslunni og þótti framburður hans
ágætur. „Hann tók og upp þá nýbreytni í skólanum að halda uppi
talæfingum á þýzku, en svo hafði ekki verið í tungumálum yfir-
leitt. Fannst nemöndum mikið til um skýrleiksgnótt hans, og mun
hann hafa orðið einna vinsælastur allra kennaranna.“99
Kennsluefni í nýju málunum, sem ætlað var íslenskum nemend-
um, var af skornum skammti og því var notast við danskt kennslu-
efni í miklum mæli. Þegar hér var komið sögu höfðu einungis tvær
kennslubækur verið gefnar út sem ætlaðar voru til kennslu í nýju
málunum í Lærða skólanum en það voru Dönsk málmyndalýsing eftir
Halldór Kr. Friðriksson frá 1857 og Þýzk málmyndalýsing eftir sama
höfund sem fyrst var gefin út árið 1863.100 Sú síðarnefnda mun hafa
verið fyrsta kennslubókin í þýsku eftir íslenskan höfund.101
FRÁ FORNUM MÁLUM TIL NÝRRA
44
97 „Brjef ráðgjafans fyrir Ísland til landshöfðingja um ferðastyrk handa skólakennara“,
Stjórnartíðindi 1880, B-deild, bls. 99–100.
98 Bjarni Jónsson (frá Unnarholti), Íslenzkir Hafnarstúdentar, Akureyri: Bókaútgáfan BS, 1949, bls.
248–249.
99 Páll Sveinsson, „Frá skólaárum mínum 1895–1900“, Minningar úr Menntaskóla, bls. 177–184,
hér bls. 179–180.
100 „3. Einstakar námsgreinar, 3.2 Danska“, Saga Reykjavíkurskóla I, bls. 122–129, hér bls.
122–124; „3. Einstakar námsgreinar, 3.4 Þýzka“, Saga Reykjavíkurskóla I, bls. 138–145, hér bls.
138. Af formála Sögu Reykjavíkurskóla I má draga þá ályktun að efni það sem hér er vísað til sé
eftir Kristin Ármannsson þótt aðrir hafi lokið við viðkomandi undirkafla og fjallað þar um
þróun dönsku og þýsku eftir 1946.
101 Baldur Ingólfsson, „Þýzkukennsla í Reykjavíkurskóla“, Söguslóðir. Afmælisrit helgað Ólafi
Hanssyni sjötugum 18. september 1979, ritnefnd: Bergsteinn Jónsson, Einar Laxness, Heimir
Þorleifsson, Reykjavík: Sögufélag Reykjavíkur, 1979, bls. 13–18, hér bls. 16.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 44