Milli mála - 26.04.2009, Side 45
Þó að nokkuð hafi áunnist m.t.t. kennslu nýju málanna var lat-
ínan eftir sem áður helsta kennslugrein skólans ásamt grískunni og
ekki voru allir sáttir við það. Í Norðanfara vorið 1878 var hinni há-
lærðu skólanefnd álasað fyrir að hafa tekist hrapallega til með frum-
varpið sem var skýrt með samsetningu hennar:
… en það var nú heldur varla við öðru að búast, þegar einmitt þeir
voru valdir í nefndina, sem eru uppaldir í þeirri latínukássu, sem var
á Bessastöðum, og varla hafa fengizt við annað („Norðlingur“ er að
taka Grím Thomsen undan, en hann er víst eigi frjálslyndari hvað
gömlu málunum viðvíkur, heldur en í hverju öðru). – Svo frábært
fumvarp að innihaldi og frágangi hefir víst óvíða sjezt!! Hver skyn-
samur maður, sem les frumvarpið ofan í kjölinn, verður að játa, að það
er miklu fremur til afturhalds en framfara, en þó hefir tekizt – nátt-
úrlega með góðum (!!) ráðum og tilstilli einstakra þjóðhollra spek-
inga – að fá það í lög leitt. Það er sjaldgæft, að hafa á slíkan hátt troð-
ið undir fótum almenningsróm og þjóðarvilja. Það hafa nú í mörg ár
komið blaðagreinir og bænaskrár, sem berlega hafa sýnt, að íslenzka
þjóðin hefir viljað, að hinir ungu menntamenn hennar fengju nokk-
ura uppfræðingu, sem svarar tímans þörfum, en á braut væri numið
hið endalausa og óþarfa latneska málfræðistagl, sem hingað til hefur
viðgegnist til stórleiðinda og skaða fyrir sjálfa lærisveinana …102
Í Þjóðólfi árið 1877 voru kennarar gagnrýndir fyrir að skorta þekk-
ingu á fornöldinni og af þeirri ástæðu eru þeir sagðir grafa sig nið-
ur í „tómt grammatíkur þauf, beygingar og hneigingar, langar
þulur og orðarunur, sem pilturinn er kvalinn og pindur til að læra
utan að og verja til þess tíma og kröptum, til þess að gleyma því
jafnskjótt og hann er skropinn yfir stúdentaþröskuldinn.“103
4.5 Fornmálin á undanhaldi – frá lærðum skóla til almenns
menntaskóla
Undir lok nítjándu aldar varð krafan um gagngerar breytingar á
tungumálanáminu í Lærða skólanum æ háværari. Ítrekað var fjallað
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
45
102 „Nokkur orð um skólamál“, Norðanfari 17(31–32)/1878, bls. 61.
103 „Um frumvarp skólanefndarinnar“, Þjóðólfur 29(10)/1877, bls. 39.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 45