Milli mála - 26.04.2009, Side 47
Það er t.d. undarlegt, að stúdent frá latínuskólanum, sem lært hef-
ir ensku í fjóra vetur, skuli ekki geta talað og skrifað ensku, eins
vel og piltar frá Möðruvallaskólanum, sem þó hafa „faktiskt“ lært
minna í málinu. Aftur á móti mundi latínuskólastúdent vera
miklu færari í að þýða málið eftir bók. En þetta sýnir að kenslan er
ekki, eins og hún ætti að vera; hún er ekki nógu „praktísk“, og
kemur þar af leiðandi nemandanum ekki að nægilegu haldi í líf-
inu.106
Rétt er að benda á að í Möðruvallaskóla virðist hafa verið farin ný
leið í enskukennslu sem svipar til nálgunar beinu aðferðarinnar þar
sem áhersla var lögð á talmál og hagnýta notkun málsins.107
Þær breytingar sem Íslendingar vildu gera höfðu gengið á svig
við reglur um inntöku í sumar deildir við Hafnarháskóla en sú var
ekki lengur raunin er Lov om höjere Almenskoler tóku gildi í apríl
1903 þar sem kveðið var á um að nýju málin, náttúruvísindi og
stærðfræði yrðu aðalnámsgreinar skólanna og þeir almennir frem-
ur en lærðir.108 Árið 1904 tók ný reglugerð gildi til bráðabirgða á
grundvelli dönsku laganna. Nafni Lærða skólans var breytt og
fékk hann nú heitið Hinn almenni menntaskóli í Reykjavík. Var
honum skipt í tvær þriggja ára deildir: gagnfræðadeild og lær-
dómsdeild. Grískukennsla var aflögð en gríska hafði áður verið
kennd í 25 stundir á viku samtals öll námsárin. Tímar í latínu
höfðu verið á bilinu 44–47 en þeim var nú fækkað í 19. Tímarnir
sem spöruðust voru nýttir til að auka kennslu í nýju málunum,
þ.m.t. dönsku. Mest var aukningin í ensku þar sem tímum var
fjölgað úr 10 í 30. Í dönsku hafði fjöldi vikustunda verið 14 en
varð nú 18. Þýska var einungis kennd í lærdómsdeild og stundum
fækkað úr 14 í 12. Fyrir breytinguna 1904 var franska kennd í 10
vikustundir, þ.e. 5 stundir á viku í tveimur efstu bekkjunum, en
þær urðu 8 eftir breytinguna.
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
47
106 Alþingistíðindi 1903, A-deild, bls. 526–527.
107 Steinunn Einarsdóttir, English as a ‘Fourth Language’, bls. 114; Auður Hauksdóttir, „Stiklur úr
sögu enskukennslu“, Teaching and Learning English in Iceland, ritstj. Birna Arnbjörnsdóttir og
Hafdís Ingvarsdóttir, Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, 2007, bls. 15–50, hér bls.
22–23.
108 Kristinn Ármannsson, „1. Þróun lærðu skólanna og menntaskólanna Norðurlöndum
1846–1946“.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 47