Milli mála - 26.04.2009, Page 56
og endursegja. Hér verður Sagan um gralinn sett í bókmenntasögu-
legt samhengi ljóðsögunnar og sagt frá þeim aðstæðum sem ætla
má að verkið hafi sprottið upp úr. Við upphaf skáldsagnaritunar í
Evrópu er skáldsagan í mótun, rétt eins og höfundarhugtakið, og
greinilegt að höfundar eins og Chrétien de Troyes velta því fyrir sér
hvernig þeir eigi að bera sig að og hvert hlutverk þeirra sé í með-
höndlun þess efniviðar sem þeir nota í verk sín. Eins og önnur
skáldverk Chrétiens segir Sagan um gralinn okkur því sitt hvað um
vinnubrögð hans og markmið með gerð verksins. Það er ekki síður
forvitnilegt að leiða hugann að því hvaða væntingar hann hefur til
áheyrenda/lesenda verksins þegar kemur að því að ráða í merkingu
þess og túlkun.
1. Í leit að höfundi
Það var á þeim árstíma er trén blómgast, skógarnir laufgast, túnin
verða græn og fuglarnir syngja fagurlega á máli sínu að morgni
dags og allt ljómar af gleði að sonur ekkjunnar í Eyðiskóginum ein-
manalega fór á fætur og setti hnakk á hest sinn, tók þrjú kastspjót
og reið þannig búinn af setri móður sinnar …4
Fæðing nútímaskáldsögunnar er gjarnan tímasett í byrjun 17. aldar
þegar verkið Don Kíkóti eftir Cervantes kom út.5 Í þessari eftirminni-
legu frásögn af ferðum riddarans Kíkóta fær lesandinn að fylgjast
með hrakförum söguhetjunnar og skaðlegum áhrifum skáldsögunn-
ar á líf hennar.6 Höfundurinn gerir óspart grín að ótrúverðugum
ævintýralanglokum barokkskáldsögunnar í þessu óvenjulega verki
þar sem furðulítið drífur á daga aðalpersónunnar þegar öllu er á
botninn hvolft. Riddarasögur miðalda eru á vissan hátt jafn fjöl-
breyttar og þau skáldverk sem síðar koma: Þær eru ýmist í bundnu
AÐ BÚA TIL SÖGU
56
4 Sama rit, bls. 687, ll. 69–80. Greinarhöfundur þýðir allar tilvitnanir í verk Chrétiens.
5 Erfitt er að tímasetja atburði af þessu tagi, sjá til dæmis Marthe Robert, „From Origins of the
Novel“, Theory of the Novel. A Historical Approach, ritstj. Michael McKeon, Baltimore og London:
The John Hopkins University Press, 2000, bls. 57–69.
6 Sjá til dæmis Cesareo Bandera, The Humble Story of Don Quixote. Reflections on the Birth of the
Modern Novel, Washington, DC: Catholic University of America Press, 2006.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 56