Milli mála - 26.04.2009, Page 57
máli eða óbundnu og höfundar leita jafnt fanga í furðuheimum goð-
sagna og ævintýra sem í sögulegum atburðum líðandi stundar og
liðinnar. Önnur verk eða hugðarefni af trúarlegum eða veraldlegum
toga eru þeim einnig innblástur. Þótt einstaklingurinn – farandridd-
arinn – sé miðpunktur rómönsunnar er persónusköpunin heldur
einsleit og er það tímanna tákn rétt eins og höfundarleysið sem ein-
kennir flest skáldverk miðalda enda var höfundarhugtakið lengi
laust í reipum. Við vitum ekki hver samdi Egils sögu eða Njálu, upp-
runi þeirra er óljós og fjarlægur og erfitt er að festa hendur á einum
höfundi sem hægt er að skrifa fyrir verkunum. Miðaldabókmenntir
eru þar að auki því marki brenndar að frumhandrit eru ekki til stað-
ar, heldur ein eða fleiri útgáfur af horfnum texta sem margir hafa
tekið þátt í að miðla, varðveita og flytja.7 Stundum reyna fræðimenn
að komast nær höfundi verks með því að móta sér hugmynd um
hann á grunni verksins eða með því að nýta sér sögulegar heimildir.8
Vissulega getur það haft áhrif á hvernig verkið er lesið en höfundar-
leysið – hvort sem það er tilviljun eða ekki – getur líka verið merk-
ingarbært.9 Nafnleysi höfundar segir okkur ýmislegt um textann og
samfélagið sem hann er sprottinn úr. Þegar verkin voru flutt munn-
lega má til dæmis ætla að áheyrendur hafi iðulega eignað flytjand-
anum textann.10 Jafnvel þegar nafni bregður fyrir er lesandinn litlu
nær þegar svo gamlir textar eiga í hlut; er hinn margumtalaði og
óþekkti Turoldus höfundur, skrifari eða flytjandi Rólandskvæðis? Við
vitum nánast ekkert um hina frægu Marie de France, höfund Streng-
leika, annað en það sem nafnið segir okkur: að hún hafi heitið Marie
og verið frá því landsvæði sem þá kallaðist France – ef það er þá rétt
– og sáralítið um Chrétien de Troyes, höfund Sögunnar um gralinn, og
eru honum þó eignaðar fimm riddarasögur í bundnu máli, tvö ljóð,
þýðingar á Ovidiusi og fleiri verk, gleymd og glötuð.11 Þrátt fyrir
langlífi þeirra kappa sem Chrétien leiddi fram á sviðið er nafn hans
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
57
7 Samanber Jón Karl Helgason, Höfundar Njálu. Þræðir úr vestrænni bókmenntasögu, Reykjavík:
Heimskringla, 2001.
8 Athyglisvert dæmi um það má finna í verki Torfa H. Tulinius, Skáldið í skriftinni. Snorri Sturlu-
son og Egils saga, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2004.
9 Paul Zumthor, Essai de poétique médiévale, París: Le Seuil, 2000 (1. útgáfa 1972), bls. 88.
10 Sama rit, bls. 89.
11 Öll varðveitt verk sem honum eru eignuð má finna í Chrétien de Troyes, Œuvres complètes, París:
Gallimard, 1994.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 57