Milli mála - 26.04.2009, Side 59
„lagði honum til efniviðinn og inntakið“.14 María var dóttir Alíen-
óru af Akvitaníu og Loðvíks VII. konungs af Frakklandi.15 Hún
fæddist árið 1145 og árið 1159 giftist hún Hinriki I. greifa af
Champagne sem var einn af voldugustu lénsmönnum Frakklands-
konungs. Í þessu verki segir frá Guenièvre, eiginkonu Artúrs kon-
ungs, og raunum elskhuga hennar, Lancelot, þegar drottning er
numin brott og henni haldið fanginni í handanheiminum, Gorre.
Chrétien virðist hafa falið öðrum að ljúka þessu verki um ást í
meinum þar sem tilfinningar bera riddarann ofurliði og heiðri hans
og sæmd er kastað fyrir róða.
Öll eru þessi verk í bundnu máli með átta atkvæða ljóðlínum og
endarími og það á líka við Söguna um gralinn sem einnig er kölluð
Perceval. Hún er tileinkuð Filippusi af Alsace, greifa af Flandri og
Hainaut, sem pantaði söguna hjá höfundinum eins og lesa má í for-
mála verksins. Þetta er annað verkið þar sem fram kemur fyrir
hvern Chrétien skrifar og í báðum tilvikum er óhætt að segja að það
að Chrétien hafi ritað verk að beiðni ákveðins (eða ákveðinna) aðila
varpi meira ljósi á verkin heldur en það hver höfundur þeirra er.16
Filippus greifi var valdamikill maður og mun hafa gert sér ferð til
Champagne 1182 til að biðja Maríu greifynju sem þá var orðin
ekkja en hann sjálfur ekkjumaður. Ekkert varð úr þeim ráðahag en
talið er að þá hafi leiðir hans og Chrétiens legið saman. Filippus lést
svo í þriðju krossferðinni, árið 1191. Því er iðulega miðað við árin
1182–1191 sem það tímabil er ætla má að skáldið hafi verið í þjón-
ustu greifans þegar reynt er að ákvarða ritunartíma Sögunnar um
gralinn, síðasta verks Chrétiens, og dánardag skáldsins. Á tímum
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
59
14 Chrétien de Troyes, Lancelot ou le Chevalier de la Charrette, Oeuvres complètes, bls. 505–682, hér
bls. 507–508, ll. 25–28.
15 Alíenóra af Akvitaníu varð síðar drottning af Englandi. Um hana má til dæmis lesa hjá Jean
Flori, Aliénor d’Aquitaine. La Reine insoumise, París: Payot, 2004. Mörg af fyrstu skáldverkum
sem samin voru á franska tungu tengjast beint eða óbeint ensku hirðinni þar sem franska (forn-
franska mállýskan engilnormannska) var töluð. Þar á meðal eru Roman de Troie, Roman d’Eneas,
Roman d’Alexandre, Roman de Rou, Roman de Brut, Strengleikar, Tristan eftir Thomas, að verkum
trúbadúrsins Bernard de Ventadorn ógleymdum. Áhrif hirðar Alíenóru og Hinriks II. á bók-
menntir þessa tímabils eru þó umdeild, sjá Martin Aurell, La Légende du roi Arthur, bls.
166–186.
16 Sjá til dæmis Jean Fourquet, „Chrétien entre Philippe d’Alsace et Marie de Champagne. Deux
oeuvres sur commande: Lancelot et Perceval“, Amour et chevalerie dans les romans de Chrétien de
Troyes. Actes du colloque de Troyes (27–29 mars 1992), ritstj. Danielle Quéruel, París: Les Belles
Lettres, 1995, bls. 19–28.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 59