Milli mála - 26.04.2009, Page 60
höfundarréttar og ritstuldar er erfitt að ímynda sér skáldverk án
þess að tengja það við nafn, höfund, einstakling, hvað svo sem sú
vitneskja segir okkur um verkið. En miðaldahöfundar höfðu annað
viðhorf til verka sinna og leituðust jafnvel við að segja sig frá þeim
með því að vísa á aðra höfunda eða rit. Í leit nútímalesandans að
höfundi Sögunnar um gralinn er nafn Chrétiens vissulega dýrmætt en
þegar allt kemur til alls segir það okkur sáralítið um tilurð verks-
ins því að eins og svo mörg önnur miðaldaskáld er Chrétien vart til
utan verka sinna og ekkert um hann vitað annað en það sem lesa má
úr efnisvali hans og efnistökum, þeim fáu orðum sem aðrir létu um
hann falla og skrifum hans um yfirboðara sína. Sagan um gralinn
hefst einmitt á mikilli lofræðu um húsbónda höfundarins en þar
leiðir Chrétien einnig fram á sviðið broslega og óreynda söguper-
sónu sem stingur verulega í stúf við þá kappa sem prýtt höfðu verk
hans fram að því.
2. Perceval: Úr móðurhúsum til manndóms
Í inngangi að verki sínu hleður Chrétien lofi á Filippus greifa, hús-
bónda sinn:
Greifinn er þannig gerður að hann hlustar ekki á háð og illmælgi
og ef hann heyrir ljót orð um aðra, sama hver á í hlut, tekur hann
það nærri sér. Greifinn elskar réttlæti, heiðarleika, tryggð og hina
Heilögu kirkju. Hann hatar alla lágkúru. Hann er örlátari en mað-
ur heldur, hann gefur án hræsni og undirferlis, eins og segir í Nýja
testamentinu: Vinstri höndin á ekki að vita hvað sú hægri gerir.17
Chrétien var ekki einn um að hafa Filippus af Alsace í hávegum því
að Loðvík VII. Frakklandskonungur fól honum árið 1179 umsjón
með syni sínum, Filippusi Ágústusi (Philippe Auguste). Greifan-
um var umhugað um að tryggja sér velvild nafna síns sem gekk að
eiga frænku hans, Ísabellu af Hainaut, og fékk þar að auki ríflegan
AÐ BÚA TIL SÖGU
60
17 Chrétien de Troyes, Perceval ou le Conte du Graal, bls. 685–686, ll. 21–32. Jean Fourquet bendir á
að ef til vill hafi lofið um Filippus af Alsace átt að auðvelda honum að fá hönd Maríu greifynju
af Champagne; „Chrétien entre Philippe d’Alsace et Marie de Champagne“, bls. 27.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 60