Milli mála - 26.04.2009, Síða 62
hann sér spjót sem blæðir úr og gralinn – dýrindis skál eða fat – sem
borinn er fram og aftur um stofuna án þess að hann sjái ofan í
hann.19 Hann dauðlangar að vita meira um spjótið, gralinn og það
sem fyrir augu ber en minnugur ráða Gornemants spyr hann
einskis, neytir matar síns við hlið Fiskikonungsins og lætur sér
nægja að horfa. Morguninn eftir fer hann á fætur, staðráðinn í því
að fá skýringu á hlutverki gralsins en það er um seinan: Kastalinn
er mannlaus og um leið og sveinninn ríður yfir vindubrúna lyftist
hún og hestur hans fær með naumindum stokkið niður af henni.
Furðu lostinn heldur hann leiðar sinnar og hittir skömmu síðar
unga stúlku sem spyr hann vafningalaust hvaðan hann komi.
Hann segir henni frá atburðum gærdagsins en hún reiðist og spyr
hann að nafni. „Perceval hinn velski,“ svarar sveinninn og stúlkan
gefur honum þá viðurnefnið „hinn ógæfusami“ og álasar honum
fyrir að hafa ekki varpað fram spurningunum tveimur um gralinn
og spjótið. Þannig hefði hann læknað Fiskikonunginn. Hún seg-
ir Perceval einnig að hún sé frænka hans og að móðir hans hafi dá-
ið úr sorg þegar hann fór. Skömmu síðar, þegar sveinninn snýr aft-
ur til hirðar Artúrs konungs, kemur þangað einkar ófríð yngis-
mær sem bölvar Perceval fyrir framtaksleysið í kastala Fiskikon-
ungsins. Það sé honum að kenna að konungurinn verði ekki heill
heilsu og að land hans verði í eyði um ókomin ár. Perceval legg-
ur þegar af stað og heitir því að dvelja aldrei tvær nætur á sama
stað fyrr en hann komist að sannleikanum um gralinn og spjótið.
Hér hefst seinni hluti verksins. Perceval hverfur sjónum og við
fylgjumst um nokkurt skeið með riddaranum Gauvain. Sagt er frá
þátttöku hins síðarnefnda í burtreiðum í Tintagel og komu hans
til Escavalon þar sem upp kemst að hann er banamaður fyrrver-
AÐ BÚA TIL SÖGU
62
19 Ekki er vitað með vissu hver uppruni orðsins graal er. Snemma á 13. öld skrifar Helinand de
Froidmont: „Gradalis eða gradale á frönsku er breitt og dálítið djúpt fat sem notað er til að bera
fram hægt og hægt [lat. gradatim] fína rétti, í eigin safa, hjá hinum ríku, eitt stykki á fætur
öðru í mismunandi röð. Það er kallað hinu almenna nafni graalz vegna þess að það sem þar er
að finna er kærkomið [lat. grata] og vel þegið af þeim sem borðar, bæði vegna ílátsins sem vill
svo til að er úr silfri eða öðrum dýrmætum efnivið og vegna þess sem á því er, það er að segja
hinnar margvíslegu niðurröðunar dýrra rétta“; Joseph J. Duggan, The Romances of Chrétien de
Troyes, bls. 250–251. Algengt er að rekja orðið graal til orðsins cratalem úr latnesku alþýðumáli;
„graal, greal, gresal“, Algirdas Julien Greimas, Dictionnaire de l’ancien français jusqu’au milieu du
XIVe siècle, París: Larousse, 1980.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 62