Milli mála - 26.04.2009, Síða 64
telja.20 Ætla má að í verkinu mætist lærdómur og leikni höfundar,
fyrirmæli húsbóndans og þeir vindar sem blésu um hallir og hér-
uð. Sá hluti Sögunnar um gralinn sem fjallar um Perceval hefur
augljóslega mörg einkenni ævintýrsins.21 Perceval er yngstur
þriggja bræðra og alinn upp í þögn um uppruna sinn. Klaufa-
skapur og fávísi einkenna þessa sögupersónu og gera hana bros-
lega.22 Chrétien kallar söguhetjuna nice sem þýðir „fávís, kjána-
legur, einfaldur, óreyndur“.23 Perceval brennur þó af forvitni og
þegar riddarar verða á vegi hans í fyrsta sinn er hann sannfærður
um að þarna sé Guð sjálfur á ferðinni, svo fagurlega glampar á
herklæði þeirra í vorsólinni:
Í sömu andrá kastaði hann sér niður og fór með allt faðirvorið og
allar bænir sem hann kunni og móðir hans hafði kennt honum. Og
sá sem var fyrir riddurunum sá hann og sagði: „Verið fyrir aftan
mig því að sveinninn sem sá okkur datt niður af ótta. Ef við förum
allir til hans í einu gæti ég trúað að hann dæi úr hræðslu. Hann
gæti ekki svarað neinni af spurningum mínum.“ Þeir námu staðar
og riddarinn reið rösklega til sveinsins, heilsaði honum og sagði,
til að fullvissa hann um að hann hefði ekkert að óttast: „Sveinn,
vertu ekki hræddur! – Það er ég ekki, í nafni Frelsarans, sem ég
trúi á, svaraði sveinninn. Ert þú Guð? – Nei, það veit sá sem allt
veit. – Hver ertu þá? – Ég er riddari. – Ég hef aldrei þekkt ridd-
ara og aldrei séð og heldur ekki heyrt þeirra getið en þú ert fallegri
en Guð. Bara að ég væri nú eins og þú, jafn glansandi og vel gerð-
ur!“ Þegar hann hafði mælt þessi orð kom riddarinn til hans og
spurði hann: „Sástu hér í dag á þessari lyngheiði fimm riddara og
AÐ BÚA TIL SÖGU
64
20 Ógerningur er að gera hinum ýmsu túlkunum á gralnum og Sögunni um gralinn skil í fáum orð-
um. Bent hefur verið á tengsl við keltneskar þjóðsögur og töfragripi, altarissakramentið og
helgisiði tengda frjósemistrú þegar gralinn á í hlut. Aðrir telja að Chrétien hafi ef til vill vilj-
að skírskota til hátíðarmálsverðarins þegar Filippus Ágústus tók við konungdómi af föður sín-
um Loðvíki VII. og Filippus af Alsace þjónaði til borðs. Gagnlegt yfirlit má til dæmis finna hjá
Joseph J. Duggan, The Romances of Chrétien de Troyes, bls. 238–259.
21 Sjá til dæmis Philippe Walter, Perceval. Le Pêcheur et le Graal, París: Imago, 2004, bls. 56–80.
Einnig má benda á að norræna þýðingin á Sögunni um gralinn hefst á þessum orðum: „Svá byrj-
ar þessa sögu at karl bjó ok átti sér kerlingu. Þau áttu son at einberni er hét Parceval.“; Parce-
vals saga, Norse Romance, 2. bindi, ritstj. Marianne E. Kalinke, Cambridge: D.S. Brewer, 1999,
bls. 108.
22 Um íróníuna í verki Chrétiens sjá Peter Haidu, Aesthetic Distance in Chrétien de Troyes. Irony and
Comedy in Cliges and Perceval, Genf: Droz, 1968.
23 Orðið (úr latínu nescium) kom inn í ensku á 14. öld úr engilnormönnsku.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 64