Milli mála - 26.04.2009, Page 65
þrjár yngismeyjar?“ Það er annað sem sveininum leikur hugur á að
vita og vill spyrja um. Hann teygir höndina í átt að spjótinu, tek-
ur í það og segir: „Minn kæri herra, þú sem heitir riddari, hvað er
það sem þú heldur á? – Nú er ég engu nær, sagði riddarinn. Kæri
vinur, ég hélt að ég myndi fá fregnir frá þér en þú vilt fá fregnir frá
mér. Ég skal svara þér, þetta er spjótið mitt. – Meinar þú að það
eigi að kasta því eins og ég kasta kastspjótunum mínum? – Nei,
sveinn, þú ert nú meiri kjáninn! Maður leggur með spjótinu án
þess að sleppa af því takinu.“24
Sveinninn spyr riddarann eins og barn hvað vopn hans og herklæði
heiti og tileinkar sér orð yfir það sem móðir hans hafði falið fyrir hon-
um.25 Hann skortir hvorki ákafa né fróðleiksfýsn en mistúlkar oft það
sem við hann er sagt. Orð móður hans um að hann megi þiggja koss
hjá stúlku verða til þess að hann stekkur á fyrstu yngismey sem á vegi
hans verður og kyssir hana tuttugu kossa, þvert gegn vilja hennar.
Þegar Gornemant ráðleggur honum að gæta orða sinna tekur hann
það svo bókstaflega að það togast varla upp úr honum orð. Blanche-
fleur heldur því að hann sé mállaus. Ótti við að koma illa fyrir veld-
ur einnig þögn hans í kastala Fiskikonungsins þar sem hann langar
mest að spyrja einfaldra spurninga: Af hverju blæðir úr spjótinu?
Hver fær það sem er í gralnum? Hik hans kemur fram strax í upp-
hafi verksins þegar hann telur riddaraflokkinn fyrst af djöfullegum
toga en síðan guðlegum. En þótt Perceval sé hálfgerður kjáni og verði
ýmislegt á er ferð hans ekki til einskis. Hann þráir að ganga í þjón-
ustu Artúrs konungs vegna þess að hann hrífst af útliti riddaranna og
vopnum og það tekst honum. Þrátt fyrir mistök sín er Perceval út-
valinn því að í sögu Chrétiens fær enginn nema hann tækifæri til að
lækna Fiskikonunginn og reisa við ríki hans.
Í þessari einkennilegu þroskasögu mætir uppeldi móðurinnar
þeirri karl- og riddaramennsku sem ekkjan hefur svo djúpstæða óbeit
á. Því má segja að verkið hefjist á táknrænan hátt með andláti móður
sem horfir á eftir þriðja og eina eftirlifandi syni sínum út í hinn stóra
heim, syni sem hún hefur alið upp í einangrun í því skyni að vernda
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
65
24 Chrétien de Troyes, Perceval ou le Conte du Graal, bls. 689–690, ll. 155–201.
25 Daniel Poirion, „Perceval ou le Conte du Graal. Notice“, Chrétien de Troyes, Oeuvres complètes, bls.
1299–1318, hér bls. 1303.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 65